Rökkur - 01.12.1930, Síða 14

Rökkur - 01.12.1930, Síða 14
124 R O K K U R gráta?"" mælti FríSa, „úr því aS skrímsliS lætur sér nægja eina af dætrunum, þá mun eg óhikað gefa mig því á vald. Með þeim hætti get eg best vottaÖ föður minum elsku mína og ástríki." „Nei, kæra systir,“ sögðu bræð- urnir, „þú skalt ekki deyja; við skulum fara og leita uppi skrímsl- ið og drepa það eða bíða bana sjálf- ir í klóm þess.“ „Æ, börnin mín,“ sagði kaup- maSurinn, „máttur þessa skrímslis er meiri en svo, að okkur megi auSið verða að vinna á þvi. Mér þykir vænt um hjartagæsku þína, barnið mitt, en aldrei mun eg gefa þig í dauðann. Eg er gamall og á því að líkindum skamt eftir ólifað, enda geng eg óhræddur út í dauS- ann fyrir ykkur, kæru börn mín.“ „En eg segi þér það fullum stöf- um, íaðir minn,“ sagði Fríða, ,,að ekki fer þú svo héðan til hallarinn- ar, að eg sé ekki með. Vil eg miklu heldur, aS skrímsliS uppeti mig kvika, heldur en að deyja af hugar- angri út af því aS missa þig.“ Ekki vildi kaupmaðurinn enn láta sig og samþykkjast því, að dóttir hans færi, en þó kom að því að lokum, að hann varð að láta eftir, að hún færi með honum. Báðum eldri systrunum þótti miög vænt um það, því þær hötuðu hana í þeli niðri og óskuðu henni dauða, þó að hún síns vegar gerSi þeim alt að vilja sem hugsast gat. í hugarvíli sínu hafði kaupmað- inn ekkert munaS eftir koffortinu, sem hann hafði skilið eftir í höll skrímslisins. ÞaS má því nærri geta, hvort ekki hafi gengið yfir hann þegar hann kom inn í svefn- herbergið sitt og fann þar koffort- ið hjá rúmi sínu. Var hann nú rík- ari en hann hafði verið nokkru sinni áður, en fjarri fór það samt að hann væri glaSur alt fyrir það. Umhugsunin um hið hryggilega hlutskifti yngstu dótturinnar, sem hún átti í vændum, hún sem var augnasteinninn hans, sú hugsun gerði það að verkum, að hann gat aldrei verið með hýrri há. Þegar nú sá dagur kom loksins að hendi, er kaupmaðurinn átti að færa skrímslinu dóttur sína og binda enda á heit sitt, þá grétu syn- ir hans hástöfum, og grétu þá líka báðar eldri systurnar, en þær höfðu áður núið á sér augun með lauk, því í hjartanu glöddust þær yfir aS losna við systur sina. Hún var þar á móti sú eina, sem ekki grét, því hún vildi ekki með gráti sínum gera föSur sínum og systkinum enn þyngra í skapi. Nú stigu þau feðginin á hestbak og tvímentu. Fór hesturinn af sjálf- um sér rétta leið til hallarinnar og komu þau þangað að kvöldi dags. Var höllin þá skrautlega Ijósum lýst eins og þegar kaupmaðurinn kom þangað í fyrra skiftið, og sem þau feðgin voru stigin af baki í

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.