Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 58

Rökkur - 01.12.1930, Blaðsíða 58
168 R Ö K K U R til skips síns, sem nú fór til Austurlanda. Loti kunni altaf best við sig með alþýðufólki — naut sin ekki með öðrum. Og hinar ein- földu, fögru og sönnu lýsingar hans bera vitni um það, hve hlýjan hug hann bar til fiski- mannanna, og hve vel hann skildi þá og kjör þau, sem þeir áttu við að búa. (Sumpart þýtt úr C. T.). Grelfinn frá Monte-Cbristo. XV. kapítuli. Fangarnir númer „34“ og „27“. Dantés leið fádæma kvalir, er hann sat einn og gleymdur í myrkvastofunni. Stig af stigi reyndi hann allar þær sálarkvalir, sem If- hallarfangar ur'ðu að þola, uns hön- um lá við vitfirringu. Hann kom þangað djúpt særður af þeim órétti, er hann hafði verið beittur, en þó fullur vona um, að hann my.ndi fá uppreisn. Enn hélt hann sjálfsvirð- ingu sinni óskertri. En loks fór hann að efast um sakleysi sitt. Og þessi efi hans styrkti yfirfangavörðinn i þeirri trú, að Dantés væri ekki alls- gáður. Og loks var Dantés sem eikin, er seinasta illviðrishrotan hnikti að jörðu, en fékk þó eigi slitið upp með rótum. Ilann beygði kné sin og bað. Ekki til guðs. Ekki ennþá. Hann knékraup fyrir kúgurum sín- um. Sú varð raunin á um þenna óhamingjusama ungling, er fyrst af öllu hefði átt að leita til guðs sins um líkn og náð. Hann bað kúgara sína um náð. Hann bað þá um, að hann yrði flutt- ur úr myrkvastofunni i sæmilegan fangaklefa. Hann þráði breytingu. Um stund fanst honum að breyting, einhver breyting, myndi geta stytt hinar löngu stundir sínar. Svo bað hann um að fá að ganga um utan klefans, hann bað um bækur til lest- urs, um smíðatól og efni. En hann var aldrei virtur svars. En hann hélt áfram að biðja og spyrja eigi að síður. Hann talaði iðulega til nýja gæslumannsins, enda virtist hann mannúðlegri en fyrirrennari hans. Gæslumaðurinn virti hann ekki svars. Dantés hefði eins vel getað mælt við heyrnarlausan mann. En hann hélt samt áfrain að mæla til hans. Það var huga hans fróun, að mæla til lifandi veru. Hann hafði reynt að mæla hátt við sjálfan sig, er hann sat einn i myrkrinu. En hann hætti því fljótlega, því að hann hræddist hljóm sinnar eigin raddar. Áður fyr, þegar Dantés var frjáls maður, hafði hann liugsað með hryllingi um þá staði, þar sem flæk- ingar, þjófar og morðingjar og aðr- ir illræðismenn voru í haldi. Nú óskaði hann sér þess, að hann væri einn i slíkum hópi, svo að hann fengi að sjá önnur andlit en and- lit gæslumanns sins, eina mannsins, er hann leit augum, og aldrei mælti orð við hann. Hann þráði galeiðu- þrælkun, þrælsbúning galeiðufang- anna, fótleggjakeðjuna og brenni- merkið á öxl sína. Galeiðu-þræl- arnir önduðu daglega að sér hreinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.