Rökkur - 01.11.1936, Blaðsíða 11

Rökkur - 01.11.1936, Blaðsíða 11
RÖKKUR 171 legur þokuslæðingur alt í kring, rétt fyrir neðan tindinn og hvergi sést á dökkvan díla upp úr skýjabreiðunni....En ekki þurftum við lengi að bíða, þang- að til umskiftin komu. Það al- birti á fáum mínútum. Sólin sló marglitum blossum á morgun- loftið og yfir skýjahafið i kring um okkur. Það ljómaði i ógur- legu skrauti, skýjabólstramlr ólguðu eins og lognöldur á reg- inhafi, perlugljáandi og skugga- laus sólbirtan fylti himinhvolf- ið ....“ Freistandi væri að birta lengri kafla en rúm leyfir ekki. Yfir flestu, sem bókin greinir frá, er eins og ævintýraljómi í aug- um lesandans, enda er vissuléga um undralönd að ræða, sem svo vel er lýst, að manni finst við lesturinn, að vart verði betur gert. Öll er bókin fróðleg, eins hinir kaflarnir. sem ekki hafa verið nefndir, en í þeim greinir frá tildrögum þess, að Björg- úlfur Ólafsson gerðist læknir i nýlenduber Hollendinga og ýmsu sem á dagana dreif þar eystra, auk þess sem kaflarnir hafa inni að halda mikinn fróð- leik um hinar sérkennilegu þjóðir Malajalandanna. Axel Munthe: Frá San Michele til Parisar. —- Allir þeir, sem lesið hafa „Söguna um San Michele“ og fengið mætur á höfundi hemi- ar, munu fagna yfir því að út er komin ný bók á íslensku eftir þennan ágæta höfund. Hún er gefin út af ísafoldarprentsmiðju og þýdd eftir enska og sænska frumtextanum, af Flaraldi Sig- urðssyni, með leyfi höfundar- ins. Bókin skiftist í eftirfarandi kafla: Til lesendanna. í stað for- mála. Við, sem höfum yndi af hljómlist. Séð frá París, Mon- sieur Alfredo. ítalir í París, Rafaella, Mont Blanc, Dýrasýn- ing. Dýrafræði. Rödd hrópand- ans. Stjórnmálaáróður á Capri. Hundarnir á Capri. Systir Phil- oméne. Þegar Tappo lýndist. La Madonna del Buon Cammino Porta San Paolo. í kaflanum „Til lesendanna“ segir höfundurinn: „Fyrir löngu hvarf þessi bók sporlaust af sænska bókamarkaðinum. Það var dylgjað um sjólfsmorð, en dauðaorsökin var sannarlega eðlileg. Þeir fáu syrgjendur, sem fylgdu hinni látnu að gröf gleymskunnar, báru sorg sina með karmensku. En nú hafa velviljaðir lesendur Sögunnar um San Michele gert örþrifa til-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.