Rökkur - 01.11.1936, Blaðsíða 7
RÖKKUR
167
Gæði kolanna eru þó minni en í námunum á Kyushu og Hok-
kaido. Á Ivarafuto eru Japanir byrjaðir að gera tilraunir með
að vinna olíu úr kolum, en slík framleiðsla er einnig hafin
fyrir nokkuru og i allstórum stíl í Bretlandi. Það er nú sann-
að, að auðið er að vinna olíu úr kolum, en það er erfiðara
að leysa þann hnútinn, að geta gert það á þann hátt, að það
svari kostnaði, en litilí vafi er á, að það muni takast að finna
ráð til þess, á þeim framfaratímum, sem nú eru. Allar þjóðir
keppast við að nota þau gæði, sem lönd þeirra hafa upp á að
bjóða, og þess vegna reyna Bretar og Japanir, sem ekki eiga
FRÁ IÍARAFUTO. — JAPANIR Á HUNDASLEÐA.
olíulindir í heimalöndum sínum, að vinna oliu úr kolum.
Á Ivarafuto er lögð áhersla á það, að fá þangað dugandi
menn, sem vilja gerast landnemar. Karafuto ey nefnilega enn
að mörgu leyti litt numið land. Landnemarnir fá land til rækt-
unar ókeypis, gegn því að þeir brjóti það og rækti. Eitt hundr-
að og fimtíu fjölskyldur fá árlega styrk frá stjórn-inni.
En svo eru margir dugandi menn, sem liafa flust til Kara-
futo, til þess að gerast bændur, án nokkurs stuðnings. Land-
nemarnir fá og stuðning til þess að koma sér upp húsum. Um
70 af hverjum 100, sem flust hafa til Karafuto í þessu skyni,
hafa komist þar vel áfram og sest þar að fyrir fult og alt,
en hinir hafa horfið til heimalandsins aftur. Það eru menn,
sem söknuðu svo æskustöðvanna, þar sem er mildara og
hlýrra loftslag og meiri gróðursæld. Hrisgrjón geta menn