Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 5

Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 5
ROKKUR 149 tilraunina til þess að eyðileggja járnbrautina varð eg skelkaðri en nokkuru sinni fyrr á æf- mni. Þennan dag var eg klukkustund á rangli um Lens, í athugunar skyni, ef eg kynni að verða einhvers var, sem mér mætti að gagni koma, og varð ekki fyrir neinum óþægindum. í öllum borgum fyrir aftan víglínuna var altaf margt hermanna á slangri sem ekki höfðu neinum sér- stökum skyldustörfum að gegna. Og þótt innan- um væri einhverjir, sem ekki liöfðu heimild til þess að vera á vakki, gat lierlögreglan ekki liaft augun alstaðar. En þegar eg var á heimleið til húss Suzanne, til þess að taka þátt í borðhaldi með þeim i síðasta sinn, stöðvaði mig undirfor- ingi í herlögreglunni. En hann var mjög vinsam- legur — miklu vinsamlegri en þeir menn i okkar eigin lögreglu, sem eg hafði komist í kynni við. Og mér kom þetta kynlega fyrir sjónir, því að eg vissi ekki betur en að agi væri tíu sinnum strangari í þýska hernum en þeim breska. Þeg- ar undirforinginn hafði athugað skilriki mín sagðist hann engar athugasemdir hafa að gera, en gaf mér bendingu um, að eg yrði að hafa hraðan á, ef eg ætlaði að ná i herfylki mitt á miðnætti, en það var tekið fram í vegabréfi minu, að eg ætti að vera kominn til herfylkis míns á þessum tima. Eg hafði raunar tvö eða þrjú önnur vegabréf, þar sem annar tími var til- tekinn, ef eg skyldi þurfa á þvi að halda. Undirforinginn sýndi mér þá vinsemd að skýra fyrir mér hvar væri styst að fara til Hul- luch,- og kom mér í kynni við hermann, sem ók herflutningabifreið, og átti að flytja gadda- vír til birgðastöðvar þar þá um kvöldið. Vitanlega þakkaði eg undirforingjanum alla vinsemd hans og leiðbeiningar. Fór eg svo inn í næstu veitingastofu til þess að vekja ekki neinn grun í augum undirforingjans, og er eg hafði

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.