Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 9

Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 9
R Ö K K U R 153 Þegar hann var að binda sár mín, kom majór nokkur, sem hafði með höndum stjórn hjálpar- starfseminnar, og sagði: „Þessi maður á viðurkenningu skilið, hann hefir unnið eins og' hestur og int g'ott verk af höndum.“ Og majórinn sneri sér að mér og spurði um nafn mitt og herfylki, og varð eg vit- anlega að láta honum í té upplýsingar um hvort- tveggja? og hann lofaði, að herfylkisforingi minn skyldi fá að vita um frammistöðu mína. Hver veit, sagði hann, nema eg fengi heiðurs- merki. Það er skamt úr öskunni í eldinn, hugs- aði eg, þegar eg var staddur upp í sjúkrabifreið til flutnings í sjúkrahúsið. Hvílíkur heimskingi eg var, hugsaði eg nú. Því hafði eg ekki þegar í stað hlaupið til húss Suzanne, til þess að fá bundið um sár mín og farið svo í Bois-Bernard. Nú varð ekkert um það sagt hvenær eg losnaði úr sjúkrahúsinu. Og svo vofði sú hætta yfir, að alt kæmist upp. Það var vel með mig farið í sjúkrahúsinu. Eg geri ráð fyrir, að sjúkrabílsekillinn hafi komið því áleiðis, að eg hafi staðið mig vel. Læknirinn, sem nú bjó um sár mín af nýju, gerði það af hinni mestu nákvænmi. Því næst var eg háttað- ur— og þrátt fyrir áhyggjur mínar sofnaði eg þegar í stað. Svo þreyttur var eg. Þegar eg vakn- aði varð mér heldur en ekki starsýnt á manninn, sem lá í næsta rúmi, þvi að hann var enginn annar en undirforinginn, sem hafði leiðbeint mér hvernig eg gæti komist til Hulluch! Eg varð þegar í stað að finna upp á einhverju mér til afsökunar. Vitanlega spurði hann hvers vegna eg hefði ekki farið að náðum hans. Eg sagði honum, að eg liefði vilst og ekki fundið bílstjórann. En þetta skýrði ekki til fullnustu hvers vegna eg hafði þá ekki Iagt af stað fót- gangandi. Nú gat eg ekki logið neinu Upp og

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.