Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 13

Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 13
ROKKUIi 157 lá þegar í augum uppi, er svona var komið, hversu fara mundi fyrir mér. Eftir hálfrar klukkustundar vonlausa baráttu gafst eg upp. Það var tilgangslaust að halda henni áfram. Forseti réttarins kom virðulega og drengilega fram við mig. Hann kvaðst mundu láta taka til- lit til allra óska minna, eftir því, sem unt væri. En þar fyrir gat ekki verið um aðra niðurstöðu að ræða en þá, að eg yrði sekur fundinn, og ekki um annan dóm að ræða en þann, að eg yrði skot- inn í dögun næsta morgun. Það var farið með mig til Lens, en þýski her- inn hafði tekið fangelsið þar til notkunar. Þetta var síðla dags. Eg átti um tólf stundir ólifaðar. Eg sat einn í klefa minum og hugsaði margt. Þótt einkennilegt kunni að virðast óttaðist eg ekki dauðann. En það er ekki eins furðulegt og það kann að virðast. Eg hefi margsinnis veitt því athygli í orustum, að hermennirnir óttast sársaukann meira en dauðann. Eg var eins hress í lundu og vanalega er eg bjó mig undir það að kveldi, sem gerast varð morguninn eftir. Eg hefi aldrei verið rólegri en þetta kvöld. Eg sætti mig við örlög mín - kannske vegna þess, að mér var ekki undankomu auðið — örlög mín voru ákveðin og þar varð engu um þokað. En þrátt fyrir þetta skaut þeirri hugsun upp, hvort ekki væri einhver smuga einhversstaðar. Var það nú alveg víst, að algerlega væri loku fj-rir það skot- ið, að eg gæti sloppið. Horfurnar voru síst glæsilegar. Klefi minn var einn af mörgum, meðfram löngum göngum. Klefahurðin var ramlega læst og engin leið að brjótast út. í göngunum var vopnaður hermað- ur á verði. Eg veitti bvi athvgli, að hann fór fram hjá klefadvrum mínum á tíu mínútna fresti — og af því, að það var óvanalegt, að njósnari sem skjóta átti í dögun var í haldi í klefanum, gægð-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.