Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 11

Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 11
R Ö K K U R 155 hjá staðnum, en eg hafði ekki hepnina með. Þessi undirforingi var altaf að koma auga á mig — og sú varð og reyndin að þessu sinni. Hann skipaði einum manna sinna að lilaupa á eftir mér. Undirforinginn hlýtur að hafa haft góða sjón, því að eg var í hundrað metra fjar- lægð, er hann kom auga á mig, og þótt blysin bæri góða birtu, fór því farri að eins bjart væri og að degi til. Nú, sagði eg við sjálfan mig, ertu kominn í þá klípu, sem þú losnar ekki úr. Þetta er í þriðja sinni, sem þessi maður nær þér og í þetta skifti sleppurðu ekki. Þótt hann kannske ali engan grun um að þú hafir valdið árekstr- inum, lætur hann handtaka þig sem liðhlaupa. Eg gaf nánar gætur að öllu, þegar eg loks hafði verið fluttur til heideildar minnar, en það ann- aðist undirforinginn sjálfur. Eg sagði herdeild- ar minnar, en hefði ótt að segja Karkelns. Eg hafði hepnina með að þvi leyti, að félagar Kar- kelns grunaði ekki neitt. Og vegna lýsinga hans gat eg þekt þá alla með nafni. En mér varð eitt á — eða réttara sagt — einu varaði eg mig ekki á, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Það var einn nýliði, sem eg ekki vissi deili á — hann gat eg ekki nefnt með nafni og þessi nýliði var til- vonandi mágur Karkelns. Nú hvíldi allra grunur á mér, þvi að þýskir verkfræðingar höfðu sannfærst um, að það var ekki slys, sem olli árekstrinum. Yar nú fyrir- skipað, að eg skyldi leiddur fyrir herrétt. Eg hafði ekki mist trúna á, að eg kynni að sleppa. Það, sem hægt var að taka fram gegn mér var þetta: Eg hafði verið á stjákli á nánd við árekstrar- staðinn, dálítill spotti af leiðsluþræði liafði fund- ist í tösku minni, og — að ef eg hefði flúið frá Englendingum, eins og eg hélt fram, hafði eg hvergi tilkynt afturkomu mína, og tekið mér

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.