Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 5
RÖKKUR
133
Bandaríkjaflotlnn stendnr höllnna
fæti, ef tll styrjahlar kemur
við Japani.
EFTIR YATES STIRLING, UNDIRAÐMÍRÁL (U.S.A.)
f styrjöldin í Evrópu færi
svo illa, að við gætum ekki
iengur treyst á brezka flotann,
getum við kannske neyðst til að
hverfa á brott úr Kyrrahafi, til
þess að mæta sameinuðum
íiotastyrk Þjóðverja og ítala.
En Japanir mundu jafnskjótt
gripa tækifærið til þess að
leggja undir sig lendur Hollend-
inga, Frakka og Breta i Aust-
urlöndum, ef þeir verða ekki
búnir að því áður. Þetta gerræði
táknaði það, að japanski flotinn
mundi slá hring um Filippseyj-
ar, en þær verða undir vernd
Bandaríkjanna a. m. k. næstu 6
ár. -—-
Ef það gerist, sem getið er
hér að framan, hlýtur stefna
Bandaríkjanna að verða eitt af
tvennu: Að við reynum að frið-
mælast við Japani, eða beitum,
valdi til þess að klekkja á þeim
fyrir þessar yfirtroðslur.
Ef styrjöld brytist út við Jap-
ani, má gera ráð fyrir því, að
aðalhluti flota okkar verði um-
hverfis Hawaii og hafi bækistöð
i Pearl Harbour. Það munu líða
nokkur ár, þangað til flotabæki-
stöðin í Dutch Harbour í Alaska
verður fullbúin.
A næstu 12 mánuðum mun
floti okkar ekki verða miklu
sterkari en hann er nú: 15 or-
ustuskip, 6 flugvélastöðvarskip,
40 beitiskip, "50 nýtízku tundur-
spillar og 31 nýtízku kafbátur.
Auk þess getum við gripið til
100 gamalla tundurspilla og 60
gamalla kafbáta, sem hætt var
að nota, ef ekki verður búið að
láta Breta fá þá alla.
Japanir halda öllu leyndu um
flotastyrk sinn, en herskipastóll
þeirra er sem hér segir, eftir
því sem næst verður komizt: 12
orustuskip, 9 flugvélastöðvar-
skip, 45 beitiskip, 130 tundur-
spillar og 70 kafbátar. Þessi
floti mun geta teflt fram fleiri
skipum úr hverjum flokki en
við. Auk þess hefir hann nóg af
hækistöðvum í V.-Kyrrahafi og
á ströndum þess, þar sem stór
herskip geta hafzt við og flug-
vélar haft aðsetur.
Floti okkar getur haft tvær
bardagaaðferðir: Haldið sér í
vörn á „víglinunni“ Alaska—
Hawaii—Panama, eða siglt