Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 3

Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 3
RÖKKUR 131 smíðastöðvar landsins hafa verið teknar í notkun og nýjar er verið að reisa á strömlum Atlantshafs, Kyrrahafs, Mexí- kó-flóa og stóru stöðuvatnanna. Aluminium-famleiðslan, sem nam 20.000 smál. mánaðarlega í apríl á að komast upp í 40.000 smál. í sumar, en fyrir ári síðan var aluminíumframleiðslan að- eins 12.000 smál. Sérfræðingar ríkisstjórnar- innar vinna nótt með degi að því að finna gerfiefni í stað éfna, sem eru bráðnauðsynleg til hernaðar, en finnast ekki inn- an endimarka landsins, svo sem tungsten, gúmmí, tin, mangan, nikkel og króm. Jafnframt er unnið að því af kappi, að safna birgðum af þesáum efnum frá framleiðslulöndunum, ef svo færi að siglingar tepptust við þau. Talið er, að hægt sé að afla 12.000 smál. af tini á ári með því að bræða gamlar dósir og er nú verið að smiða bræðsluofna til þessa í Texas. Hátt á þriðju milljón verka- manna hafa fengið atvinnU vegna vigbúnaðarins, síðan hann var hafinn fyrir alvöru.Bú- izt er við að 4.000.000 manna í viðbót fái atvinnu vegna her- gagnaframleiðslunnar, beint eða óbeint. J? rá 1. ágúst eiga bifreiða- verksmiðjur Bandaríkj- anna að draga úr framleiðslu sinni um fimmta hluta til þess að taka að sér vígbúnaðarstörf. Hefir hifreiðaiðnaðinum verið falið að framleiða hergögn o. fl. fyrir 2.000 milljónir dollara. Bifreiðaverksmiðjurnar veita 500.000 mönnum atvinnu þegar nóg er að gera, en 300.000 mönn- um á að bæta við vegna vígbún- aðarins og eiga um 150.000 þeirra að vera að störfum um áramótin. Þessi störf verksmiðjanna skiptast þannig: Chrysler: 6000 menn vinna að framleiðslu skriðdreka. Buick: 15.000 menn vinna að framleiðslu flugvélahreyfla. Ford: 10.000 menn starfa að framleiðslu flugvélahreyfla. Studebaker: 9.400 menn starfa að framleiðslu flugvéla- lireyfla. Packard: 14.000 manns vinna að framleiðslu flugvélahreyfla. Hudson: 5000 menn starfa að framleiðslu flotafallbyssna. General Motors, Ford og Chrysler eiga auk þess að fram- leiða hluti úr sprengjuflugvél- um og eiga 107.000 manns að starfa að þessari framleiðslu. Packard • verksmiðjurnar framleiða einnig hreyfla, sem notaðir eru í herbátana litlu,

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.