Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 12

Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 12
140 RÖKKUR ingaflugvélum yar lent þar og eyðilagðar um leið. Um miðjan morgun höfðu þeir nægan liðsafla til þess að hefja skothríð á stöðvar okkar umhverfis flugvöllinn, svo að þeir, sem nú voru látnir svifa þar til jarðar, höfðu meiri líkur til þess að komast heilir á húfi niður .... JT ERMENN okkar þjáðust ekki af neinni „fallhlífa- taugaveiklun“, þegar bardaginn var hafinn. Þótt árásaraðferðin væri ægileg og óvenjuleg, þá voru þó fallhlífarmennimir eins og aðrir menn, þegar þeir voru komnir til jarðar, og það var hægt að verðá þeim að bana með kúlu eða byssusting, eins og öðrum. Fyrstu mínúturnar var meira að segja auðveldara að drepa þá en aðra. Fallhlífar margra festust í trjám eða öðru, svo að hægðarleikur var að hæfa þá. Aðrir snérust um, ökla, er þeir lentu og enn aðrir voru alveg utan við sig af taugaæsingi. Þetta var enginn leikur fyrir fallhlífarhermennina. Síðan kl. 5 um morguninn höfðu þeir setið í þrengslum í flugvélum og beðið þess, að þeir ætti að stökkva útbyrðis yfir landi fjandmannanna, þar sem allt úði og grúði af mönnum, sem vildu drepa þá. Þeir áttu að svífa í gegnum skæðadrífu af byssukúlum. Fyrir ofan Maleme urðu þeir meira að segja að stökkva út meðan loftvarnakúlur sprungu allt í kringum þá. Þegar þeir voru komnir niður, gátu flug- vélarnar fyrst ekki veitt þeim neinn stuðning, vegna hættunn- ar á að drepa sína eigin menn. jþ /\Ð er hægðarleikur að koma fallhlífarhermanni fyrir kattarnef meðan hann er á leið til jarðar og fyrstu mín- úturnar eftir að hann hefir lent. Ný-Sjálendingar sáu þetta. Einn hópur Þjóðverja, sem komið hafði niður meðal Maor- ia, var felldur með byssustingj- unum, áður en þeir gátu losað sig við fallhlífarnar. Og eftir því sem leið á daginn og öryggi manna okkar fór vaxandi, höfðu þeir fallhlífar- menn, sem voru utan skotmáls, möguleika til að halda lífi. Ein deild lenti að baki verkfræð- ingadeildar. Henni var boðin hjálp, en foringi verkfræðing- anna svaraði: „Þeir verða dauð- ir, áður en ykkar menn komast hingað.“ Þrem stundum síðar voru þeir búnir að fella 112 Þjóð- verja af 126, sem voru i deild- inni.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.