Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 15

Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 15
ROKKUR 143 JJÓTTIN skall á. Veður var skýjað og ljósmerki stigu til lofts, eins og á flugeldasýn- ingu, vestan megin dalsins, en með ströndum fram fálmuðu leitarljósin til hafs, eftir skipa- lestinni, sem við vissum, að var í vændum. Klukkan varð 12 og þá sáust allt í einu rauðir glampar úti á sjó og þaðan bárust skotdrun- ur. Flotinn hafði ekki brugðizt. Dögum saman söfnuðum, við saman vasabókum og skjölum hinna ungu Austurríkismanna og Bæjara, sem drukknuðu við þetta tækifæri. Úr vasabókum, þeirra hrutu útbreiðslumyndir af Hitler, auk mynda af blómlegum bænda- fjölskyldum og börnum, og bréf frá eiginkonum, sem, höfðu engar fregnir af ástvininum og voru að sálast af angist. Sumir höfðu hálflokið við svarbréf og sögðu allir: „Eg kemst óhultur úr þessum leik.“ En hvað allir hermenn eru vissir um þetta. P IMMTUDAGSMORGUN. Að- eins orustuflugvélar gátu stöðvað hina reglubundnu her- mannaflutninga til Maleme og látlausar árásir orustu- og sprengjuflugvélanna á stöðvar okkar. Við höfðum engar orustu- flugvélar, svo að ekki var um annað að ræða en að leggjast á botninn í skotgröfunum. Mað- ur heyrði sprengingarnar og meðan maður heyrði þær að- eins, var manni óhætt. Þetta er ekki sem verst í eina eða tvær klukkustundir, en það stóð yfir allan daginn. Svartur skuggi elti mig í bilnum eftir veginum. Eg skildi ekki af hverju þessi skuggi staf- aði, fyrri en eg heyrði byssu- skot, en þá forðaði eg mér upp í klettana. Eg fór aftur til hílsins, en varð að leita skjóls á ný — í gjótu einni — svo að eg hefði getað verið 500 fet undir jörð- inni, ef athugað er, liversu ó- hultur eg var. Þegar eg og bílstjórinn höfð- um reykt tvo vindlinga, skrið- um við aftur úr fylgsnum oklc- ar. Bíllinn stóð í björtu báli. Við fengum hann eftir rnargra vikna umsóknir og nú var hann ónýtur á svipstundu. JjAÐ var í rökkrinu þetta kveld, að leyniskytta skaut á okkur Mac. Við vorum á gangi á veginum fyrir ofan að- alstöðvarnar. Fyrsta skotinu veittum við ekki athygli. Ein- staka skotum var hleypt af all- an daginn, svo að maður hirti ekkert urn þau. En næsta kúla þaut hvínandi t

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.