Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 9

Rökkur - 15.07.1941, Blaðsíða 9
RÖKKUR 137 standa út úr vélbyssunum, en sprengjuflugvélarnar sáðu förmum sínum hingaS og þang- að, og lof tvarnabyssurnar þr.umuðu meðfram. ströndinni, þar sem aðeins mátti greina rauðan díl í móðunni — Mal- eme-flugvöllinn. J* RA því í birtingu höfðu Bo- fors-byssur gjammað eins og' stórir hundar. Ósköpin náðu liámarki, þegar fimm sprengju- flugvélar vörpuðu 1000 kg. sprengjum í röð frá fjöllunum niður að tjaldbúðasjúkrahús- inu á. síröndinni. Stórar, brúnar moldargusur köstuðust upp í loftið, hver á fætur annarri. Andartak lieyrð- ist ekkert og maður vissi ekki hvað þetta var, en svo kom hljóðið og loftþrýstingurinn og þá var fengin vissa fyrir þvi. Við vorum fimm, sem horfð- um á þetta frá varðstað okkar á Akrotiri, hinum hrjóstruga höfða, sem gnæfir eins og Gí- braltar yfir Canea og Suda- flóa. Við höfðum alltaf verið að lilaupa i skjól frá því í dögun, meðan flugvélarnar þutu yfjr okkur og létu kúlnahríðina dynja á f jallshlíðinni, þangað til þær skipuðu sér i fylkingar í 50 —60 feta hæð yfir sjó og héldu heimleiðis. Þetta var mikil árás, en við vorum ýmsu vanir og ekkert sýndi að neitt óvenjulegt væri á seiði. En svo liöfðu þessar hægfara flugvélar komið úx* vesturátt — þrjár í hóp — og undir þeim birtust þessir hvítu dílar, sem gerðu þetta svo óeðli- legt og ægilegt. Y FIR útjaðii Canea sveif flugvél, sem sífellt lækkaði flugið. „Þarna er a. m. k. ein, sem liefir orðið fyrir skoti“, sagði eg við Hai’ry. En ekkert reykský lagði frá henni og hún var ólik Junkers og Messerschmitt-flugvélunum, sem enn voru yfir höfðum, okk- ar. Vængjahafið var miklu meira og bolurinn styttri. Hún tók ki-appa beygju og lenti svo hjá loftskeytamöstrum og þá vissum við allt í einu hvað þetta var — sviffluga. Það, senx niaður veitti strax athygli, var hvex-su skjótt þetta hafði skeð. Fallhlífarhermenn- irnir stukku útbyrðis í aðeins 100 m bæð og þeir svifu niður á hálfri mínútu í mesta lagi. Það voru engir menn svífandi i loftinu, sem hægt væri að skjóta á. Á fám, mínútum voru þeir horfnir úr loftinu, og það eina, sem sást, var hvítur blett- ur, þar sem fallhlíf hafði kom- ið niður i tré eða utan í fjalli.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.