Rökkur - 01.11.1942, Blaðsíða 12

Rökkur - 01.11.1942, Blaðsíða 12
252 RÖKKUR Hitt og þetta. Gestur (við bílstjóra): Eg vona, að þér sjáið um, að eg komist á stöðina í tæka tíð? Bílstjórinn: Hafið engar á- hyggjur — húsmóðir mín sagði, að eg yrði rekinn úr vistinni, ef eg gerði það ekki. • Lögregluþjónninn (við stúlku, sem stýrði bifreið): Sáuð þér ekki, að eg veifaði til yðar. Stúlkan (reið): Jú, og ef unn- ustinn minn hefði séð það, mundi hann hafa rekið yður löðrung. • Lítill drengur kom hlaupandi til mömmu sinnar lafmóður. „Mamma, konan í húsinu hérna við hliðina er búin að eignast harn og hún er mikið veik.“ „Jæja, góði minn.“ „Þú ættir að fara til hennar, því að hún liggur í rúminu.“ „Eg veit það, kannske á morgun.“ „En hún er svo mikið veik í dag. Þú ættir að fara núna.“ „Eg held eg fari nú ekki fyrr en á morgun, því að þá liður henni betur.“ Litli drengurinn var liugsi á svip um stund, eins og hann gæti ekki áttað sig á þessu, en færði sig svo nær mömmu sinni og sagði: „Þú þarft ekki að vera neitt hrædd, mamma, það er ekki smitandi.“ • Maður nokkur varð mjög undrandi, er ung og lagleg stúlka bauð honum gott kvöld og brosti blíðlega. Hann mundi ekki eftir, að hann hefði séð hana, hvað þá verið kj'nntur henni. Stúlkan sá þegar, að hún hafði tekið þennan mann fyrir annan og sagði: „Afsakið, eg hélt, að þér vær- uð faðir tveggja barnanna minna.“ Maðurinn horfði iá eftir henni eins og glópur. Honum flaug ekki í hug hvernig í þessu lá. Stúlkan var barnakennari. • Það var verið að yfirheyra ítalskan verkamann í Banda- ríkjunum. Hann hafði sótt um horgararéttindi. „Hver var fyrsti forseti Bandaríkjanna ?“ Ekkert svar. „Hver er forseti Bandaríkj- anna ?“ Ekkert svar. „Gætuð þér verið forseti?“ „Nei.“ „Hvers vegna ekki?“ „Hvernig ætti eg að geta það

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.