Rökkur - 01.11.1942, Blaðsíða 2
kókkur
— Eftirfarandi kafli er úr
greinaflokkinum „Fornar sagn-
ir endursagðar“, eftir F. Mata-
nia, en þær eru hinar fróðleg-
ustu og þykja með afbrigðum
F. Matania: skemmtilegar. Frásögnin er
nokkuð stytt í þýðingunni. —
ÆíSntýri
Kólumbn§ar.
Áform Kolumbusar var að komast sjóleiðis til landsins, sem
Marco Polo var sagður hafá komizt til landleiðis, og stofna til
kynna og viðskipta við valdamenn og áhrifa í öllum þeim fylkj-
um, sem Khan liinn mikli réði yfir, en Khan var einnig kallaður
„konungur konunganna" og talinn auðugastur allra þjóðhöfð-
ingja heims. En markmið Kolumbusar var einnig að boða kristna
trú og sameina dreifða og sundurleita þjóðflokka, sem að sögn
Toscanelli höfðu tekið kristna trú, en voru forystulausir og mundu
fagna þeim, er til kristilegrar forystu byðist.
Kolumbus hafði meðferðis til Khans liins mikla bréf, sem
undirritað var af Ferdinand Spánarkonungi og Isabellu drottn-
ingu. En í bréfi þessu var ekki minnst á nein áform um að kristna
þjóðflokka í mörgum löndum heims.
Það var augljóst, að markmið spönsku liirðarinnar var aðeins
eitt: Að auðgast og eflast að áhrifum. Hlutverk Kolumbusar var
að komast að því, hvar auðugar námur væri j jörðu, og senda
til Spánar hvert skipið af öðru ldaðið gulli og gimsteinum. Hon-
um har að finna ny lönd og leggja þau undir spönsku krúnuna
og þar með stofna spanskt heimsveldi. Hann átti að hafa óbundn-
ar hendur, — Honum var heimilað að leggja undir Spán öll lönd,
er hann fyndi, nema, þau sem þegar lutu stjórn hvítra, kristinna
þjóða.
Kolumbus lét þessa afstöðu hirðarinnar engin áhrif hafa a
áform sín. Hann vissi, að ef hann færi að gera grein fyrir mann-