Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 2

Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 2
PEYSA Stærðir 38-40-42. Efni: 800-850-900 gr af meðalgrófu ullargarni eða hespulopa og 2 prjónar nr. 5 og 7 og 5 prj. nr. 5. Munstur peysunnar er myndað á þann hátt að prjóna sl. og br. lykkjur eftir skýr.mynd. Þéttleiki prjónsins: 13 I. prjónaðar sl. á prj. nr. 7 mæla 10 sm á breidd og 18 umf. 10 sm á hæð. Framstykki: Fitjið upp 56-58-62 I. á prj. nr. 5 og prj. 9 sm stuðlaprjón 1 I. sl. og 1 I. br. Skiptið þá um prjóna í nr. 7 og prj. munstur peysunnar. Aukið út í 1. umf. með jöfnu millibili þar til 61-65- 69 I. teljast á prjóninum. Grunnmunstr- ið skiptist niður í stuðla er telja 3 I. sl. (prj. br. frá röngu) og 1 I. sem prj. er sl. frá réttu og br. frá röngu. Þess- ir stuðlar haldast óbreyttir að laufa- munstrinu sem prj. er eftir skýr.mynd. Aðgæta skal við staðsetningu munst- ursins í heild að 1 lykkjurönd sé lát- in standast á við miðju laufamunst- ursins. Stuðlamunstrið er síðan haft 14-16-18 umf. eftir stærðum peysunn- ar, en það má hækka og lækka að vild sé um breytingar að ræða. Þegar 50-51-52 sm mælast frá stuðla- prjóni er tekið úr fyrir hálsmáli og síðan prjónaður hvor axlarhluti um sig. Felldar eru af 13 miðl. og síðan eru felldar af í hv. umf. við hálsinn 3 I., 2 I. og 1 I. Prjónaðar eru áfram 18-20-22 I. sem eftir eru á öxlinni þar til stk mælir um 58-60-62 sm frá stuðla- prjóni. Fellið af. Bakstykki: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og framstykkið þar til 55-57-59 sm mælast frá stuðlaprjóni. Fellið þá af 17 mið- lykkjurnar og 4 I. við hálsinn. Fellið af. Ermar: Fitjið upp 24-28-32 I. á prj. nr. 5 og prj. 10 sm stuðlaprjón, 1 I. sl. og 1 I. br. Skiptið þá um prjóna í nr. 7 og prj. munstur á sama hátt og á fram- og bakstykki peysunnar. Aukið ® Brugðið ▲ Miðja út í 1. umf. 9 I. með jöfnu millibili (33- 37-41 I. á prjóninum). Aukið síðan út 1 I. á hvorri hlið með 8 umf. millibili 8 sinnum. Prjónið stuðlamunstrið 8- 10-12 umf. og laufaprjónsbekkinn, þá aftur stuðlamunstur og laufaprjóns- bekk og að lokum stuðlamunstur. — Felldar eru af í einni umf. 49-53-57 I. sem eru á prjóninum.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.