Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 4

Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 4
Vex villtur undir trjánum í rökum frumskógum Brazilíu. Kýs því raka og hlýju. Eftirsóknarverður vegna sérkenni- legrar blaðfegurðar. Ræktað er einkum afbrigðið Maranta Leucomeura sem ber allstór dökkgræn blöð með stóra flau- elsbrúna bletti í beinum röðum (báðum megin blað- strengjar). Neðar eru blöðin blágræn með rauðleita flekki. Annað afbrigði „Massangeana" hefur rauðar blaðtaugar og flauelskennda flekki. Til eru fleiri afbrigði t.d. M. bicolar með 6-8 brúna flekki. Lítið er varið í blómin. Fluelsblettur Flauelsblettur (Maranta) liggur ekki alltaf kyrr. Á nóttunni og í mjög sterku sólskini er líkt og hann leggi saman lófana, þ.e. vefur blöðunum saman, hvoru á móti öðru. Á morgnana færast blöðin í lag aftur. Flauelsblettur fer vel í lágum, breiðum jurta- pottum eða skálum, svo blöðin geti breitt úr sér, þakið moldina og haldið henni jafnrakri. Gott er að úða blöðin oft með ylvolgu vatni a.m.k. ekki ísköldu. Ekki má vatn standa til lengdar i undirskálinni og pottarnir þurfa að vera vel framræstir. í gatalausri skál er betra en ekki að hafa möl á botninum. Vökvið vel og jafnt á sumrin. Ef rótin þornar dökkna oddar blaðanna. (Einnig í of þurru stofulofti). Á sumrin skal vökva í góðri birtu. Liturinn breytist oft ögn með aldrinum. Fjölgað með skiptingu á vorin. Einnig með græðlingum á sumrin. Má síðan gróður- setja nokkra græðlinga í sama pott eða blómaker. Dálítið sendin gróðurmold hæfir vel. Jurtin þarf hvíld og litla vökv- un á veturna. Má þó alls ekki þorna alveg. Allsvipaðar flauelsbletti eru sumar Calathea tegundir með dökkgræn blettótt blöð. Að neðan eru blöðin oft samlit. Af tegundum má nefna Calathea makoyana og C. lancifolia, C. ornata er sérkennileg með rósrauðar rákir á ungum blöðum, en seinna fílabeinsgul. Calatheategundir þrífast vel í flötum skálum eða í jurtapottum sem fylltir eru með möl eða leirbrotum upp til hálfs. Þurfa hlýju og mikinn loftraka. Þola illa hið þurra loft miðstöðvarofna. Saltsíldarréttir PAPRIKUSÍLD 2 saltsildar, 1 msk allrahanda, 1 tesk hvít piparkorn, 2 lárviðarlauf, 1 stór laukur, 1 rauð paprika, 1 dl edik, 1 dl sykur, 2 dl vatn. Látið sildarnar liggja f bleyti í 12 klst. Hreinsið sildarnar vel og flakið þær en roð- flettið þær ekki. Sildarflökin skorin í 2 cm breiða bita, sem raðað er í krukku ásamt gróft muldu kryddinu og lárviðarlaufinu. Sjóð- ið saman edik, vatn og sykur, kælið það og hellið því yfir síldarbitana f krukkunni. Geymt á köldum stað í 2 sólarhringa. Sett í krukku sem bera má á borð ásamt laukhringjum, paprikubitum og dilli. Einnig má setja svört piparkorn með, það er fallegra. Hellið leg- inum af. Sjóðið saman 1 dl af ediki, 1 dl af sykri og 2 dl af vatni og hellið þvi yfir. SÍLDIN HANS AFA 2 saltsíldar, 2 dl söxuð púrra, 'A dl smátt- saxaður sultaður laukur, 200 gr olíusósa, 1 dl súrmjólk, 1 tesk karrý, 1 tesk paprikuduft. Hreinsið, skolið og flakið síldarnar. Látið þær liggja I bleyti í 12 klst. Skerið síldina i mjóar ræmur og setjið hana á fat ásamt púrru og lauk. Hrærið saman oliusósu og súrmjólk og bragðbætið með karrý og paprikudufti. Hell- ið sósunni yfir síldina. Geymd á köldum stað í einn sólarhring áður en hún er borðuð. Skreytt með söxuðum lauk og púrru. NORSK SÍLD 4 síldarflök úr edikslegi, púrra, 2 harðsoðin egg, 150 gr olíusósa, 3 msk sýrður rjómi, 3 dl saxaðar sýrðar rauðrófur, 1V4 dl eplabitar, 1 'h msk saxaður laukur, sinnep eða rifin pip- arrót. Skerið síldarflökin í bita. Raðið þeim á fat ásamt saxaðri púrru. Skreytið fatið með eggja- bátum. Hrærið saman olíusósu og rjóma, setj- ið epli og rauðrófur saman við og kryddið með sinnepi eða piparrót. GESTASÍLD Hreinsið og flakið tvær saltsildar. Látið flökin liggja í bleyti yfir nótt. Saxið einn lauk og látið hann krauma í smjörlíki á pönnu. Saxið 2 harðsoðin egg og 2 epli og blandið því saman við laukinn. Roðflettið síldarflökin og raðið þeim ofan á. Skerið einn lauk i sneiðar og raðið þeim yfir síldarflökin. Hellið einum bolla af kaffirjóma yfir og látið síldina sjóða i 5-7 minútur. SALTSÍLD MEÐ BRÆDDU SMJÖRI Látið 4 saltsíldarflök liggja í bleyti í 4 klst. Takið flökin upp, roðflettið þau og skolið þau úr heitu vatni þrisvar sinnum. Raðið síldar- flökunum á fat og hellið bræddu smjöri yfir. Harðsjóðið 2-3 egg, afhýðið þau og saxið rauður og hvítur hvort [ sfnu lagi. Stráið því í röðum yfir síldina ásamt saxaðri steinselju eða graslauk. EPLASÍLD 4 saltsíldarffök. púrra, dill, 2-3 epli, 1 msk rasp, 50 gr smjör, 1% dl rjómi. Smyrjið eldfast fat og setjið saxaða púrru og dill í botninn á því. Setjið útvötnuð síldar- flökin ofan á. Skerið súr epli I þunnar sneið- ar og setjið þær inn á milli flakanna. Stráið raspi yfir og setjið nokkra smjörbita efst. Sett í 200°C heitan ofn í ca. 15 mínútur. Þá er rjómanum hellt yfir. Soðið áfram í nokkrar mín. Bornar á borð með nýsoðnum kartöflum.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.