Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 6

Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 6
APPELSÍNUR (Framh. af forsíðu) Hrærið saman appelsínuhýði, appelsínusafa, sykur og smjör. Hitið allt saman í vatnsbaði, þar til smjörið er bráð- ið. Þeytið maukið vel saman og hrærið eggin saman við. Látið allt krauma en ekki sjóða og hrærið stöðugt í því þar til það þykknar. Það tekur ca. 20 mín. Hellið maukinu ( hreina krukku og látið það kólna. Setjið lok á krukkuna og geymið hana á köldum stað. APPELSÍNUTERTA 4 egg, 2 dl sykur, 1 dl hveiti, 1 dl kartöflumjöl, 1 tesk lyfti- duft, Fyliing: 1 skammtur af appelsínumauki (uppskriftin á und- an), 2 dl þeyttur rjómi. Skraut: Þeyttur rjómi, appelsínusneiðar. Stillið bakarofninn á 175°C. Smyrjið kringlótt tertumót sem tekur ca. 2 lítra. Þeytið saman egg og sykur. Blandið saman hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti og hrærið því sam- an við egg og sykur. Hellið deiginu í tertumótið og bakið það í ca. 30 mín. Hvolfið kökunni úr mótinu og látið hana kólna. Búið til einn skammt af appelsínumauki. Látið það kólna. og hrærið það síðan saman við þeyttan rjómann. Skiptið kökunni í tvo eða þrjá botna og leggið þá saman með appelsínufyllingunni. Skreytið tertuna eftir smekk með þeyttum rjóma og þunnum appelsínusneiðum. APPELSÍNUHLAUP 4 dl nýpressaður appelsínusafi, Ví dl nýpressaður sítrónu- safi, IV2 dl vatn, IV2 msk sykur, 6 blöð matarlím, vínber, mandarínubátar. Blandið saman ávaxtasafa, vatni og sykri. Látið matar- límið liggja í bleyti, bræðið það og hellið því út í ávaxta- safann. Hrærið vel í. Hellt í vatnsskolað mót. Sett á kald- an stað, þar til hlaupið er vel stíft. Hvolft á fat og skreytt með vínberjum og mandarínubátum. Borið fram með þeytt- um rjóma og litlum möndlukökum eða ískexi. SUNNUDAGABÚÐINGUR 2 eggjarauður, 5 msk sykur, safi og rifið hýði af 1 stórri appelsínu, 5 blöð matarlím, ÍV2 dl þeyttur rjómi, 2 eggja- hvítur. Hrærið eggjarauður og sykur vel. Hrærið síðan saman við appelsínusafa og hýði. Bræðið matarlímið og hrærið því saman við. Þeytið rjóma og eggjahvítur sitt í hvoru lagi. Hrærið þá varlega saman við eggjablönduna, fyrst rjómanum og síðan eggjahvítunum. Hellt í mót og látið bíða á köldum stað í nokkrar klukkustundir. Hrært í búð- ingnum annað slagið. Hvolft á fat og skreytt með appel- sínusneiðum. APPELSÍNUBÚÐINGUR MEÐ HRÍSGRJÓNUM IV2 dl löng hrísgrjón, vatn, salt, 2 dl þeyttur rjómi, 3 blöð matarlím, 1 msk vanillusykur, ca. 2 msk sykur, 3-4 appel- sínur. Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakkanum. Skol- ið þau úr köldu vatni og látið renna vel af þeim. Þeytið rjómann og bragðbætið hann með sykri og vanillu. Bræðið matarlímið og hrærið það saman við. Afhýðið appelsín- urnar og skiptið þeim í rif. Gætið þess að engar hvítar himnur fylgi með. Skerið appelsínurifin í litla bita. Hrærið hrísgrjónin og appelsínubita saman við rjómann. Hellt í vatnsskolað mót og sett á kaldan stað i nokkrar klst. Búð- ingnum hvolft á fat og skreyttur með smáttrifnu appelsínu- hýði og appelsínurifum. FYLLTAR APPELSÍNUR 4 stórar appelsínur, 1 pakki vanillusósa, 2 blöð matarlím, 1 dl þeyttur rjómi. Skraut: Þeyttur rjómi, kokteilber, appelsínuhýði. Skolið appelsínurnar vel. Skerið lok af hverri appelsínu. Pressið safann úr þeim og hreinsið síðan appelsínuhýðin vel. Búið til vanillusósu eftir leiðbeiningum á pakkanum. Bræðið matarlímið í appelsínusafanum og hrærið því út í vanillusósuna. Setjið þá stífþeyttan rjómann saman við. Þegar vanillusósan byrjar að stífna er hún sett í appel- sínuhýðin og þau látin standa á köldum stað í ca. 1 klst. Skreytt síðan með þeyttum rjóma, appelsínuhýði og kok- teilberjum. (Framh. á næstu síðu) 22

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.