Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 5

Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 5
Tilbúnir réttir í frystinn Við þurfum ekki að vera heimsins bestu kokkar til að útbúa mat i frystinn og gefur það okkur góðari tima siðar þegar hann skortir ef til vill til matargerðar. Er þá um að gera að hafa uppskriftirnar stórar þvi það tekur ekki mikið lengri tíma að útbúa matinn þannig. FRANSKUR POTTRÉTTUR (16 manns) 2 kg svinakjöt — 600 gr saltað flesk — 500 gr laukur — 1 flaska ódýrt rauðvin — 500 gr sveppir — 4 msk tómatkraftur — 2-5 press- aðir hvitlauksbátar — 5 msk smjörliki — 5 msk hveiti — 1 msk salt — 1 tesk timian — 1 tesk gróftmalaður pipar — i/í> dl vínedik. Skerið kjötið í bita ca. 3-4 cm á kant. Blandið saman ediki, möluðum piparkorn- um og 1 fíntsöxuðum lauk og látið krauma í stórum potti. Brúnið á meðan kjötið í smjörlíkinu og setjið í pottinn. Stráið hveit- inu yfir. Tómatkrafti bætt í, hvítlauk, timian og salti. Hellið víni yfir svo það rétt fljóti yfir og látið krauma við vægan hita í ca. 2 tíma. Steikið sveppina og laukinn í dá- litlu smjörlíki og látið krauma þar til vökv- inn hefur soðið burt. Skerið léttsaltaða flesk- ið í smábita og steikið það. Hellið feitinni frá. Látið sveppina, laukinn og fleskið sjóða með síðustu 15 mínúturnar. Berið réttinn fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöfl- um og salati. Frystið niður í álformum. Þetta verða t.d. 4 uppskriftir fyrir fjóra. KJÖTHRÆRA Þessi kjöthræra er búin til 1 ofninum og er frekar gróf í sér. 1 kg hakkað kjöt, t.d. kindahakk eða nauta. — 500 gr svinahakk — 10 sneiðar flesk — 5 sneiðar meðalstórir saxaðir laukar — 5 með- alstórar gulrœtur — 5 dósir niðursoðnir tóm- atar — i/2 dl soya — 5 msk salt — 1 tesk pipar — 2 tesk basilikum — kjötkraftur. Setjið ofninn á 200°. Klippið fleskið f mjóa strimla beint í ofnskúffuna og setjið í ofninn. Setjið laukinn saman við þegar fleskið er orðið stökkt. Salt og pipar. Rífið gulræturnar gróft og setjið yfir þegar lauk- urinn befur fengið á sig lit. Látið krauma um stund i ofninum. Blandið kjöttegund- unum saman og smyrjið farsinu yfir í þunn- ar kökur yfir lauk og gulrótarblönduna. Lát- ið standa í ofninum í ca. 10 mínútur. Mylj- ið kjötdeigið í bita með steikarspaða. Bætið tómötunum saman við ásamt soðinu af þeim. Hellið soya yfir, setjið basilikum saman við og látið krauma þar til það er tilbúið í ca. 20 mínútur. Þynnið ef þarf með dálitlu soði. Berið fram með spaghetti. Frystið nið- ur í álformum. 3 UNGHÆNUR VERÐA 5 MÁLTÍÐIR HÆNSNASOÐ Soðið gefur kraftinn í réttina tvo sem á eftir koma. Skrokkur og innmatur úr 3 unghænum. 1 gulrót —- 1 purra — 1 stór laukur — nokkr- ir steinseljustilkar — 10 piparkorn — 1 msk salt. Setjið skrokkinn og innmatinn í stóran pott, eftir að hafa skorið læri, vængi og brjóst frá. Hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir. Hellið því síðan niður og skolið skrokkana og setjið nýtt vatn á. Setjið gul- rót, púrru, lauk, steinseljustilka, salt og pipar. Látið krauma við vægan hita án loks. Látið sjóða í a.m.k. y2 klst. áður en það er notað á kjúklingaréttina. Á eftir er það látið sjóða í 1 klst. til viðbótar. Fleytið feitina af og geymið allt smá- kjöt sem á beinunum er. Hellið soðinu í plastílát og setjið smákjötbitana í. Gott að nota soðið með kjötinu í þegar súpa er sem aðalréttur. EPLAKJÚKLINGUR (8 manns) Vængir og læri af þrem unghænum — 2-5 epli — 2-5 rauðar paprikur —- 1 saxaður laukur — 2 msk smjörliki — 2 msk hveiti — 5 dl soð — 1 tesk rósmarin — salt — pipar. Skerið lærin i tvennt um liðinn. Brúnið í smjörlíkinu í steikarpönnu og setjið í stóran pott. Stráið liveitinu yfir. Flysjið epl- in, fjarlægið kjarnhúsin og skerið eplin í báta. Hreinsið paprikuna, og skerið í strimla. Steikið paprikuna, eplin og laukinn létt í dál. smjörlíki. Setjið allt 1 pottinn og hell- ið síðan soði yfir svo rétt hylji. Kryddið með salti og pipar og rósmarin og látið krauma í ca. 20 mín. eða þar til kjötið er meyrt. Berið fram með hrísgrjónum eða kartöfl- um. Frystið í álformum eða plastboxum. KJÚKLINGABRJÓST með sveppum Þetta er mjög fljótlagaður réttur. Kjúklinga- brjóstin þurfa aðeins 5-10 mín. suðu. 6 kjúklingabrjóst — 1 fint saxaður stór lauk- ur — 250 gr sveppir — 2 tesk soya — 1 msk smjörliki — 1 msk hveiti — 2-5 dl soð — salt og pipar. Brúnið kjötið 1 smjörlíki og saltið og pipr- ið. Steikið lauk og sveppi. Stráið hveiti yfir og setjið kjúklinginn saman við. Hellið soð- inu og soya saman við. Látið sjóða í ca. 5 mínútur. Ef þessi réttur er borinn fram strax er best að láta hann bíða f ca. 10 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum og salati. Frystið í álformum eða plastílátum. BARNAPEYSA (Framh. af bls. 19 Framstykki er prjónað á sama hátt og bakstk. nema hvað það er haft lægra. Er því skáermaúrtakan gerð á þann hátt að taka úr (eftir 4 I. báðum meg- in) 1 I. í hv. umf. báðum megin 14 sinnum. í 13. umf. er tekið úr fyrir hálsi með því að fella af 6 miðlykkjurn- ar og taka síðan úr hálsmegin 1 I. í byrjun hv. umf. 4 sinnum. Ermar: Fitjið upp 28 I. á prj. nr. 31/2 og prj. 21 stuðlaprjón á sama hátt og á peysunni, 8 sm. Skiptið þá um prjóna í nr. 8 og prjónið brugðið prjón 9 umf. Prj. síðan munstur eftir skýr.mynd næstu 45 umf. Aukið út á hliðunum 1 I. á hv. hlið með 8 umf. millibili 5 sinnum og teljast þá 38 I. á prjóninum. Takið úr fyrir aflíðandi halla ermarinnar á þann hátt að fella fyrst af 3 I. í hv. hlið og síðan með því að taka úr á þeirri hlið er snýr að bakstykkinu 1 I. í 2 hv. umf. 6 sinnum og 1 I. í hv. umf. 5 sinnum. Á þeirri hlið er snýr að framstk. er tekin úr 1 I. í 2. hv. umf. 3 sinnum og 1 I. í hv. umf. 8 sinnum. Þá eru á prj. 2 umf. án úrt. og síðan felldar af 5 I. 2 sinnum. Vasar: Fitjið upp 40 I. á prj. nr. 31/2 og prj. 5 sm sl. Fellið þá af 10 miðlykkjurnar og prjónið hvora hlið um sig. Takið úr við miðju 3 I. 5 sinnum. Sjá nánar snið á fylgiörk. Gangið frá peysunni og saumið hana saman. Sjá nánar prjónaráð. Staðsetj- ið vasana og saumið þá í hliðarsaum- inn um 11 sm. 6 sm frá stuðlaprjóni eða uppfitjun eftir smekk. Takið upp 60 I. fyrir hálslíningu á 4 prj. nr. 314 og prj. 2 I. sl. og 2 I. br. 9 umf. og fellið af fremur laust. Brjótið innaf hálslíningunni og tyllið niður í höndum.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.