Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 7

Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 7
EGGJAKAKA MEÐ APPELSÍNUM 3-4 appelsínur, sykur eftir smekk, 4 egg, 6 msk vatn og rjómi, 1 msk smjör. Afhýðið og skerið appelsínurnar í þunnar sneiðar. Strá- ið sykri yfir þær. Þeytið saman egg, vatn og rjóma með gaffli. Hitið upp pönnu og brúnið smjörið lítilsháttar. Hell- ið eggjahrærunni saman við. Þegar eggjakakan er bökuð að neðan en mjúk að ofan er hún þakin með appelsínu- sneiðunum. Eggjakakan síðan brotin saman og látin renna á heitt fat. Borin fram strax sem eftirréttur. saman við rauðrófusafann safi úr Vz sítrónu, 1 msk af öl- geri og 1 msk af hunangi á mann fáum við einnig kalk og eggjahvítu. Nyponsúpa fæst í búðum undir merkinu „Toro“. Hún er rík af C vítamíni. Búið til súpuna eftir leiðbeiningum á pakkanum og látið hana kólna. Hrærið þá saman við hana eina eggjarauðu og safa úr Vz sítrónu. Góður og hollur morgundrykkur. Hellið í glas gulrótarsafa, setjið saman við safa úr Vz sítrónu, 1 msk af ölgeri og dálítið af saxaðri steinselju ef til er. Þá fáið þið drykk sem inniheldur bæði B og C vítamín og þar að auki kalk og eggjahvítu. Blandið saman gulrótarsafa og tómatsafa. Hellt í glas eða glös. Setjið safa úr Vz sítrónu í hvert glas, örþunna sneið af rótarsellerí, nokkra dropa af tabasco og saxaðan gras- lauk eða steinselju ef til er. Drykkur sem er auðugur af A og C vítamíni, einnig af kalki og járni. Hreinn sólberjasafi er auðugur af A, B og C vítamínum. Ef sett er saman við hann 1 msk af ölgeri á mann og einnig 1 msk af hveitiklíði og önnur af hunangi þá fæst einnig kalk, járn og eggjahvíta. Að lokum kemur hér uppskrift af sunnudaga miðdegis- verði sem hentar einkar vel á þessum árstíma. Vmislegt um appelsínur Borðið eina appelsínu á dag eða drekkið nýpressaðan appelsínusafa á hverjum degi. Gleymið ekki að þvo vel þær appelsínur sem þið ætlið að nota hýðið af við matreiðslu, þar sem appelsínur eru oft sprautaðar með ýmsum kemiskum efnum yfir vaxtartímann. Ef þið notið appelsínu- eða sítrónusafa í mat, notið þá að- eins nýpressaðan safa, þar sem C vítamínið vill gufa upp við geymslu. Appelsínusafi gjarnan blandaður með dálitlu af sítrónu- safa er góð salatsósa á hrásalatið. BACONKLÆTT LIFRARMÓT Vh kg lambalifur, 150 gr hakkað lambakjöt, Vh dl rasp, 2 dl mjólk, 1 lítill laukur, 1 egg, 2 msk tómatpuré, 1 msk sítrónusafi, salt, pipar, paprika, 100 gr bacon. Látið raspið liggja í bleyti í mjólkinni. Þvoið og hreins- ið lifrina vel og skerið hana í bita. Hakkið hana í hakkavél ásamt lauknum. Hrærið þá vel saman hakkað kjöt og lifur og raspblönduna. Hrærið þá saman við egg, tómatapuré, sítrónusafa og krydd. Klæðið aflangt kökumót með þunn- um baconsneiðum. Hellið farsinu í mótið. Bakað í vatns- baði í meðalheitum ofni í ca. 1 klst. Hvolfið lifrarbúðingn- um á fat og berið með soðið grænmeti, soðnar kartöflur og tómatsósu. Gott er að nota appelsínusafa til bragðbætis í ýmsa rétti svo sem pottrétti, sósur og bakstur. Ýmsir grænmetis- og ávaxtadrykkir eru mjög hollir. Þeir sem eiga grænmetispressur geta búið til sína eigin græn- metissaft úr næstum því hvaða tegund grænmetis sem er. Þannig fáum við örugglega öll þau vítamín sem í græn- metinu eru. En einnig má finna í búðum margar tegundir af grænmetis- og berjasafa. Rauðrófusafi inniheldur bæði B og C vítamín. Ef sett er APPELSÍNUFROMAGE 3 egg, 1 dl sykur, 3-4 msk djúpfryst appelsínuþykkni, 3 blöð matarlím. Þeytið saman eggjarauður og sykur. Hrærið þá appel- sínuþykknið saman við. Bræðið matarlímið við vægan hita og hrærið það út í. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið þær saman við. Hellt í vatnsskolað mót. Setjið það á kald- an stað þar til það er stíft. Hvolft á fat og skreytt með þeyttum rjóma og mandarínubátum eða appelsínubátum. Þær sem prjóna heima ullarsokka handa fjölskyldunni til að nota í stígvélin ergja sig oft yfir því hvað hælarnir og tærnar eru fljót að koma út úr sokkunum séstaklega á lopasokkum. Ef þið kaupið nylonstyrkt garn í sama lit og notið það til styrktar garninu eða lopanum þegar þið rpo prjónið hælana og tærnar á sokk- unum þá cndast þeir miklu betur. Eggjabletti á silfurhlutum má fjar- lægja með fínu, röku salti. Sokkabuxur barnanna slitna sem kunnugt er fyrst á hælunum og sólunum, en leggirnir og buxurn- ar eru heilar. Ágætt er þá að klippa sokkana af og sauma við venjulega stutta krepsokka, sem alls ekki þurfa að vera í sama lit. Þar sem smábörn eru á heimilinu eða koma oft sem gestir er gott að eiga safn af pappahulstrum af klósettrúllum og eldhússrúllum. Börn hafa gaman af að mála þau með t.d. vatnslitum eða þekjulit- um og nota síðan á ýmsan liátt. Nota má hulstrin sem byggingar- kubba, þræða má þau á snúru og nota sem jólaskraut í barnaher- bergi, eða festa þau aftan í þrí- hjól og fleira og fleira. Róstarsellerí sem skorið hefur verið í sundur helst lengur stinnt ef skurðflöturinn er núinn með sítrónusafa. Ágætt ráð er að krafsa með nögl- unum í sápustykki áður en byrj- að er á óþrifalegu verki innan eða utanhúss og ekki eru notaðir hanskar. Sápan bæði verndar negl- urnar og hindrar óhreinindi í að setjast undir neglurnar. Sápuna er auðvelt að fjarlægja á eftir með naglabursta og heitu vatni.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.