Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 3

Eldhúsbókin - 10.03.1982, Blaðsíða 3
Hólmfríður Árnadóttir handíðakennari (38) .. (44) -----41 BARNAPEYSA Stærð 4-5 ára. (13.5) 06.5) •----15---•—20- (13.5) (16.5) •-----15---------20- (47) (53) -----29------ (26) (32) Gangið frá stykkjunum á sama hátt og lýst er í prjónaráðum. Saumið peys- una saman, skiljið eftir um 19-20-21 sm ósaumaða á hvorri hlið fyrir erm- ar. Takið upp 84-88-92 I. fyrir háls- líningu, prjónið 1 I. sl. og 1 I. br. 3 sm og fellið af frá röngu með því að prjóna allar I. br. Skemmtileg tilbreytni getur verið að geyma axlalykkjurnar og fella þær síð- an saman í einni umf. frá réttu og þá gjarnan bakstykkismegin. PEYSA — Stærð 38-40. Franskar peysur prjónaðar úr léttu snúðlinu ullargarni. Þær mætti einnig prjóna úr lopa eða mohairgarni. Munstrin eru unnin út frá áhrifum um- hverfisins. í þessu tilfelli fjörunni og öldum hafsins. Litaval og röðun ásamt uppbyggingu munstursins endurspegl- ar greinilega þau áhrif. Peysan er prjónuð úr ullarhvítum grunnlit með sex munsturlitum, hvít- um, naturlitum, kremgulum, himinblá- um og vatnsbláum. Sjálfsagt er að breyta bæði litum og röðun þeirra eftir eigin smekk. Peysan er prjónuð með brugðnu og sléttu prjóni og er munstrið sýnt á skýr.mynd. Þéttleiki prjónsins: 11 I. prjónaðar sl. á prj. nr. 8 mæla 10 sm á breidd og 161/2 umf. 10 sm á hæð. Hlutföllum má breyta með prjóna- og garngróf- leika. Prjónað er með 2 prj. nr. 31/2 og 8 og 5 prj. nr. 31/2. (Sjá nánar prjóna- ráð). Bakstykki: Fitjið upp 60 I. á prj. nr. 31/2 og prj. stuðlaprjón 2 I. sl. og 2 I. brugðnar 7 sm. Skiptið þá um prjóna í nr. 8, auk- ið út 5 I. í 1. umf. með jöfnu milli- blli og prjónið 14 umf. brugðið prjón. Prjónið síðan næstu 44 umf. eftir munstrinu. Fellið þá af fyrir handveg- um 4 I. og takið síðan úr fyrir ská- ermum (ranglan) á þann hátt að taka úr báðum megin 1 I. í byrjun hverrar umf. 12 sinnum, síðan 1 I. í 2. hv. umf. 7 sinnum. Þá eru felldar af í einni umf. 19 I. sem eftir eru. Framstykki: 19 Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki nema hvað framstykkið er haft lægra og skáermaúrtakan þvi gerð á þann hátt að þegar felldar hafa verið af 4 I. fyrir handvegum báðum megin eru teknar úr 1 I. á hvorri hlið í hv. umf. 19 sinnum en í 13. umf. eru 9 miðlykkjurnar felldar af fyrir háls- máli og prjónuð hvor hlið um sig. Tekin er úr 1 I. við hálsinn í hv. umf. 5 sinnum. Ermar: Fijtið upp 36 I. á prj. nr. 31/2 og prj. 13 sm stuðlaprjón 2 I. sl. og 2 I. br. Skiptið þá um prjóna í nr. 8 og prj. 18 umf. brugðið prjón. Prjónið síðan munstur eftir skýr.mynd. Aukið út 1 1. í 10. hv. umf. 5 sinnum (46 I. á prj.). Takið úr fyrir handvegum og fellið af 4 I. í hv. hlið. Takið síðan úr og mynd- ið skáa ermarinnar á þann hátt að taka úr 1 I. í 2. hv. umf. 12 sinnum á þeirri hlið er snýr að bakstykkinu en á þeirri hlið er snýr að framstykk- inu 1 I. í hv. umf. 8 sinnum og 1 I. í 2. hv. umf. 6 sinnum, síðan 4 I. 3 sinnum. Vasar: Fitjið upp 40 I. á prj. nr. 31/2 og prj. 3 sm sléttprjón. Aukið þá út á hlið- unum í 2. hv. umf., 1 I. 3 sinnum, 2 I. 1 sinni og 9 I. 1 sinni (68 I. á prj.). Prjónið 4 sm og fellið af. Gangið frá peysunni og saumið hana saman. Sjá nánar prjónaráð. Saumið vasana saman, staðsetjið og saumið þá í hliðarsaumana um 12 sm og um 12 sm frá uppfitjun eða stuðla- prjóni eftir smekk. Takið upp 76 I. fyrir hálslíningu á 4 prj. nr. 31/2 og prj. 2 I. sl. og 2 I. br. 11 umf. og fellið af fremur laust. Brjótið innaf hálslíning- unni og tyllið niður í höndum. Sjá nánar uppgefin mál á fylgiörk. Peysan er prjónuð á sama hátt og kvenpeysan. Bakstykki: Fitjið upp 42 I. á prj. nr. 31/2 og prjónið stuðlaprjón 2 I. sl. og 2 I. br. 6 sm. Skiptið þá um prjóna í nr. 8 og aukið út í 1. umf. með jöfnu millibili þar til 50 I. teljast á prjóninum. Prjónið 9 umf. brugðið prjón. Prjónið síðan 32 umf. eftir skýr.mynd. Takið þá úr fyrir skáermum (raglan). Byrjið á að fella af 4 I. fyrir handvegum og takið síðan úr báðum megin 1 I. í 2. hv. umf. 5 sinnum og 1 I. í hv. umf. 8 sinnum. Fellið af 16 I. sem eftir eru í einni umf. (Framh. á bls. 21) NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR VARÐANDI PRJÓN NauSsynlegt er aS prjóna prufu áður en byrjað er svo haegt sér að glöggva sig á réttri stærð. Fæstir prjóna sama þéttleika þó um bæði sama lykkju- fjölda og prjónagróffeika sé að ræða. Getur þar munað töluverðu sem auð- veldlega má fyrirbyggja með útreikn- ingi og viðmiðun við góða prufu. Prjónagrófleika má alltaf breyta að vild miðað við æskilegan þéttleika prjónlessins, einnig garngrófleika. Óöryggi og upprak ætti því að vera úr sögunni og engin hætta á að flíkurnar verði hvorki of litlar né stórar. Best er að ganga frá prjcnuðu stykkj- unum á þann hátt að leggja þau á þykkt undirlag, leggja raka grisju yfir og láta síðan gegnþorna. Einnig má pressa mjög lauslega frá röngu gerist þess þörf, en þá er nauð- synlegt að bregða straujárninu (á væg- um híta) yfir þunna grisjuna áður en pressað er svo mesti rakinn hafi gufað upp. Við báðar þessar aðferðir er nauð- synlegt að næla stykkin út i æskilegt form og má þá um leið hagræða lengd og breidd með því að teygja á eða gefa eftir. Prjónuð stykki er hentugt að lykkja saman frá réttu með óþynnt- um garnþræðinum. Venja er þó að sauma þau saman frá röngu vegna þess að oft eru jaðrarnir misteygðir. Best er að þynna garnþráðinn svo minna fari fyrir saumunum og sauma með aftursting með þeirri sporastærð er fellur best í prjónið. Hentugt er að hafa saumfarið nokkuð mjótt. Þurfi að breyta sniði má bæði klippa af og varpa sauminn og einnig skal bent á teygjanlegan saum í saumavél (stærsta sporagerð) og athuga sérstaklega að ekki togni á prjóninu um leið og saum- að er.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.