Fréttablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 8
Íslands- banki telur bankann ekkert geta gert þegar neytendur heimila skuld- færslur af reikning- um þeirra. Neytenda- samtökin segja neyt- endur eiga skýran rétt til endur- greiðslu í vissum tilfellum. Viðskiptamódel smá- lánafyrirtækja virðist hins vegar ganga út á að innheimta háan innheimtukostnað. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna Óverðtryggt húsnæðislán Stýrivextir breytilegir vextir Mars 2021 0,75% 3,44% Maí 2021 1,00% 3,54% Ágúst 2021 1,25% 3,74% Október 2021 1,50% 3,89% Nóvember 2021 2,00% 4,29% Febrúar 2022 2,75% 4,79% Maí 2022 3,75% 5,59% Júní 2022 4,75% 6,59% Ágúst 2022 5,50% 7,34% Október 2022 5,75% 7,59% Nóvember 2022 6,00% 7,84% Febrúar 2023 6,50% ? olafur@frettabladid.is Héraðsdómur dæmdi í gær Lands- bankann til að endurgreiða lántak- endum oftekna vexti af lánum en Arion banki var sýknaður í svipuðu máli. Það voru Neytendasamtökin, með stuðningi frá VR, sem stóðu að baki málshöfðun fjögurra lán- takenda, tveggja í hvorum banka. Málið snýst um að skilmálar f lestra lána með breytilegum vöxtum eru ólöglegir að mati Neyt- endasamtakanna. Ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega mats- kenndar og byggist á óskýrum skil- málum. Af þeim sökum geti neyt- endur ekki sannreynt hvort þær séu réttmætar. Að mati Neytendasamtakanna varðar þetta öll lán með breyti- legum vöxtum til neytenda, bæði verðtryggð og óverðtryggð, hjá öllum bankastofnunum. Gildir þetta líka um lán sem bera „fasta vexti“ hluta lánstímans, til dæmis í 3 til 5 ár. Þar sem vextir þeirra geta tekið breytingum að þeim tíma liðnum telja samtökin að þau séu í raun lán með breytilegum vöxtum. Neytendasamtökin telja að hér sé um að ræða hagsmuni upp á tugi milljarða – talan 70 milljarðar hefur verið nefnd. Út frá því að útlán viðskipta- bankanna til heimilanna nema meira en 1.550 milljörðum, en sam- tökin telja að stærstur hluti þessara lána sé með ólöglega skilmála um breytilega vexti, nemur hvert pró- sentustig til eða frá meira en 15 milljörðum króna á ári hverju. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir samtökin telja að viðskiptabankarnir séu að taka allt að 2,25 prósentum of háa vexti af lánum, sem þýðir að oftaka bankanna geti numið tugum millj- arða á ári hverju. Breki segir mismunandi milli lána um hversu háar upphæðir ræðir, en einnig skipti máli hvernig dómstólar túlki reglur um fyrningu krafna. n Vaxtamálið snýst um tugi milljarða Breki Karls- son, formaður Neytendasam- takanna NEYTENDUR Ólafur Arnarson olafur @frettabladid.is 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% m ar .’2 1 m aí ’2 1 ág ú. ’2 1 ok t. ’2 1 nó v. ’2 1 fe b. ’2 2 m aí ’2 2 jú n. ’2 2 ág ú. ’2 2 ok t. ’2 2 nó v. ’2 2 fe b. ’2 3 Stýrivextir Óverðtryggt húsnæðislán breytilegir vextir Neytendasamtökin hafna þeim útskýringum Íslands- banka að bankinn geti ekkert gert til að liðsinna viðskipta- vinum sem lenda í klóm smálánafyrirtækja. Fram- kvæmdastjóri samtakanna segir skýr lagaákvæði kveða á um endurgreiðslurétt neyt- enda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var fjallað um mál einstæðrar móður sem hafði lent í því á útborgunar- degi að launareikningur hennar var tæmdur með tíu skuldfærslum frá smálánafyrirtækinu Núnú lán ehf. Samtals voru skuldfærðar tæplega 290 þúsund krónur, sem allar voru 28.800 krónur eða rúmlega það. Konan hafði tekið lán hjá Núnú fyrir einu og hálfu ári, að því er fram kom í nafnlausri færslu hennar í Facebook-hóp. Þar birtist jafnframt skjáskot úr appi Íslandsbanka af þessum færslum á reikningnum. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka í síðustu viku segist bankinn ekkert geta gert í þeim til- fellum er neytendur heimila sjálfir skuldfærslu af greiðslukortum sínum. Í lögum um greiðsluþjónustu númer 114/2021 segir í 82. grein: „82. gr. Endurgreiðslur á greiðsl- um sem viðtakandi greiðslu setur af stað eða hefur milligöngu um. Greiðandi á rétt á endurgreiðslu frá greiðsluþjónustuveitanda sínum vegna heimilaðrar greiðslu sem við- takandi hefur sett af stað eða haft milligöngu um ef eftirfarandi skil- yrðum er fullnægt: a. fjárhæð greiðslunnar var ekki nákvæmlega tilgreind í heimildinni þegar hún var veitt, b. fjárhæð greiðslunnar var hærri en svo að hægt væri að gera ráð fyrir að greiðandi réði við þá fjárhæð miðað við útgjaldamynstur hans fram að því, skilmála í rammasamn- ingi og málsatvik að öðru leyti.“ Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um hvort þessi lagagrein þýddi ekki einmitt að bankinn hefði úrræði til að aðstoða viðskiptavini sem lenda í svona málum barst eftirfarandi svar: „Bankinn reynir ávallt að aðstoða viðskiptavini sína hafi hann heim- Allan vafa verður að túlka neytendum í hag Íslandsbanki telur neytendur sjálfa hafa gefið heimild til skuldfærslu og því geti bankinn ekkert gert þeim til hjálpar þótt smálána- fyrirtæki tæmi reikninga þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þróun stýri- og húsnæðisvaxta frá maí 2021 olafur@frettabladid.is Nokkuð hefur borið á því að und- anförnu að eldri borgarar hafi orðið fórnarlömb netsvindls. Í þessari viku hafa þrjú leitað til Neytendasamtakanna með mjög sambærileg mál. Þeim berst fjár- festingartilboð á netinu og eru sett í samband við „ráðgjafa“ sem „aðstoðar“ þau við þau skref sem þarf að fara í gegnum til að fjárfesta. Allt lítur þetta faglega og lögmætt út. „Ráðgjafinn“ fær síðan yfirráð yfir tölvu þeirra með þeirra sam- þykki og það næsta sem er vitað er að búið er að tæma bankareikninga. Tjón þeirra þriggja sem leituðu til Neytendasamtakanna í vikunni er samtals um 20 milljónir króna og tapaði einn einstaklingur 12 millj- ónum. Samtökunum er kunnugt um að einstaklingur hafi tapað 60 milljónum á svona svindli. Neytendasamtökin brýna fyrir fólki að treysta ekki í blindni. Jafn- framt sé mikilvægt að tilkynna allar svona tilraunir til lögreglu. Einnig er hægt að leita til samtakanna eftir ráðgjöf. n Svikin um tugi milljóna á netinu ildir til þess. Ekki er hægt að slá því föstu hver ber ábyrgð í málum líkum þeim sem þú nefnir. Skoða þarf hvert og eitt tilvik fyrir sig en rétt er að benda á að bankinn tjáir sig aldrei um mál einstakra við- skiptavina. Varðandi tilvísun þína í ákvæði 82. gr. laga um greiðsluþjónustu nr. 114/2021 þá er það þannig að reikningar viðskiptavina eru aldrei skuldfærðir nema með vitund og samþykki viðskiptavinarins. Þó krafa sé stofnuð á kennitölu við- skiptavinar þá leiðir það ekki til þess að jafnframt stofnist heimild til að skuldfæra reikning viðskipta- vinar. Viðskiptavinur getur hins vegar hvenær sem er afhent kortanúmer debetkorts sem staðfestingu á að skuldfæra eigi viðkomandi g r e i ð s l u - kort fyrir ein- stakri greiðslu eða röð greiðslna vegna greiðslu á vöru eða þjónustu. Það er viðskiptavinurinn sjálfur sem gefur upp debetkortanúmer sitt til staðfestingar á að það sé sú greiðslu- leið sem hann óskar eftir.“ Fréttablaðið bar svar bankans undir Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasam- takanna. Hún segir samtökin telja mjög óeðlilegt og andstætt lögum að skuldfæra lán eftir að það hafi farið í gegnum allt innheimtu- ferlið. „Ef heimild er til staðar ætti að skuldfæra lánið á eindaga, ekki síðar. Viðskiptamódel smálána- fyrirtækja virðist hins vegar ganga út á að innheimta háan innheimtu- kostnað þannig að það virðist lítill hvati til að skuldfæra lán áður en innheimtuferlið er sett af stað. Þar af leiðandi teljum við eðlilegt að bank- arnir taki við kröfum lántakenda um endurgreiðslu. Allan vafa um um það hvort skuldfærsluheimildin nái einnig yfir innheimtukostnað verðu r au k þess að túlka ney t a nd a í h a g ,“ s e g i r Brynhildur. n 8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 9. FeBRúAR 2023 fiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.