Fréttablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 27
Hildur Hákonardóttir er textíllistamaður, skólastjóri og aktívisti á sviði þjóðmála, umhverfismála og ekki síst kvenréttinda. Fréttablaðið/Ernir
Myndlist
Rauður þráður
Hildur Hákonardóttir
listasafn reykjavíkur
Kjarvalsstaðir
Sýningarstjóri: Sigrún Inga
Hrólfsdóttir
Aðalsteinn Ingólfsson
Sú ákvörðun Listasafns Reykjavíkur
að búa til sérstaka „tímabundna
rannsóknarstöðu“ með það að
markmiði að auka á vitneskju okkar
um hlut kvenna í íslenskri listasögu
er sennilega það jákvæðasta sem
gerst hefur í íslenskum listfræðum
á undanförnum áratugum. Stofnað
er til stöðunnar með aðkomu list-
fræðideildar Háskóla Íslands og
Safnaráð veitir til hennar þriggja
ára styrk. Hér er hugsanlega komin
formúla sem gerir íslenskum list-
fræðingum kleift að takast á við feril
og arfleifð fjölmargra listamanna
sem settu mark sitt á íslenskt þjóð-
líf stóran hluta tuttugustu aldar,
án þess að til þess hafi verið tekið
af okkur, eftirkomendum þeirra.
Að yfirstandandi þriggja ára törn
lokinni, verður væntanlega búið að
kvitta fyrir þá karllægu áherslu sem
innbyggð er í safnaeign Listasafns
Reykjavíkur, samanber þríeykið
Kjarval, Ásmund og Erró, og hægt
að búa til prógramm sem tekur til
listamanna af öðrum kynjum.
Verkefninu er hleypt af stokk-
unum með umfjöllun um Hildi
Hákonardóttur, textíllistamann,
skólastjóra og aktívista á sviði þjóð-
mála og umhverfismála og ekki síst
kvenréttinda. Rannsóknina vann
Sigrún Inga Hrólfsdóttir, mynd-
listarmaður og fyrrverandi stunda-
kennari við Listaháskóla Íslands,
og hafði að bakhjarli Æsu Sigur-
jónsdóttur, dósent í listfræði við
Háskóla Íslands og starfsfólk Lista-
safns Reykjavíkur. Afraksturinn er
til mikillar fyrirmyndar, yfirgrips-
mikil sýning á gjörvöllu ævistarfi
Hildar og 250 síðna sýningarskrá,
prýðilega hönnuð, falleg útlits og
vel prentuð, og tekur á öllu því sem
við þurfum að vita um listakonuna.
Engin huldukona
Hildur hefur aldrei verið svo afskipt
að hægt sé að f lokka hana með
„huldukonum“ í íslenskri mynd-
list. Nær er að kalla hana sínálæga,
því þótt hún sé komin til ára sinna
(og með skerta starfsgetu) bregður
henni iðulega fyrir á ráðstefnum
um náttúrutengda myndlist og
náttúruvernd. Þar að auki er lista-
konan fyrirlesari og pistlahöfundur
á netinu til margra ára, verðlaunað-
ur þýðandi (Henry David Thoreau,
hvað annað?) og höfundur bóka um
grasnytjar og kvennasögu. Og þar
að auki ávallt tilbúin að ræða það
sem henni liggur á hjarta við ágenga
fjölmiðla.
Stóra myndin
En til þessa höfum við ekki fengið
að sjá Stóru Myndina, hvernig þessir
þættir lífshlaups Hildar tvinnast
saman á íslenskum myndlistarvett-
vangi. Með þessari sýningu má segja
að við okkur blasi áðurnefnd Stóra
Mynd, eins og hún birtist í mynd-
verkum, ljósmyndum og aðskiljan-
legum prentheimildum, og ekki
síst ítarlegri samantekt þeirra Sig-
rúnar Ingu og Guðmundar Odds,
sem skrifar um skólastjórann Hildi.
Síðan stendur upp á okkur að kom-
ast til botns í og samræma alla þessa
þætti: náttúrurómantík Hildar, vist-
fræði, hugmyndir hennar um mynd-
list, kvennapólitík og hernámsand-
stöðu, listkennslu, að ógleymdum
rótum hennar í gömlu íslensku
bændasamfélagi. Með því væri feng-
in innsýn í eitthvað sem kalla mætti
„hugmyndafræði“ listakonunnar.
Það eina sem í rauninni mætti leggja
aðstandendum sýningarinnar til
lasts er að í upphengingunni leggja
þeir alla þessa þætti nánast að jöfnu,
þannig að kemur niður á innbyrðis
heild textílverkanna, sem eru, held
ég, hryggjarstykkið í listrænni
tjáningu Hildar. Í stað þess hefði
mátt gefa ýmsu smálegu efni, ljós-
myndum, skipuritum, teikningum
og svo framvegis, veglegra pláss í
sýningarskrá, og láta textílverkin
bera uppi sýninguna.
Í Guðs eigin landi
Ekki ætla ég mér þá dul að brjóta
til mergjar áðurnefnda hugmynda-
fræði listakonunnar, til þess gefst
hvorki tími né rúm. En það sem
við blasir, og hefur sennilega ekki
verið nógsamlega tíundað, er að
hve miklu leyti Ameríkudvölin
1956–63 mótar viðhorf Hildar til
lífs og listar eftir að hún snýr heim,
og raunar miklu lengur. Sjálfur var
ég samkennari hennar við Mynd-
lista- og handíðaskólann um miðjan
áttunda áratuginn og man þá hve
henni var tamt að vitna í stjörnu-
speki og vísdóm amerískra indí-
ána, stundum kallað „hippafræði“ af
gárungum. En til Bandaríkjanna fer
Hildur 1956 ásamt ungum börnum
og eiginmanni, sem stundar fram-
haldsnám í stærðfræði og hag-
nýtri stærðfræði, og búa þau hjón í
þriggja klukkustunda akstursfjar-
lægð frá Manhattan. Þó að Hildur
sé þarna fyrst og fremst sem kona
mannsins síns og gæti barna þeirra,
þá gefast henni mörg tækifæri til að
ferðast til New York að skoða söfn
og sýningar. Og það vill svo til að
lok sjötta áratugar og fyrstu ár þess
sjöunda eru sennilega einhverjir
mestu umbrotatímar í bandarísku
menningarlífi á gjörvallri tuttug-
ustu öldinni.
Abstrakt expressjónismi eftir-
stríðsáranna með sínar stórbrotnu
tilfinningar og háleitu markmið lét
undan síga fyrir margs konar and-
ófshreyfingum sem véfengdu flest
viðhorf sem Bandaríkjamenn höfðu
tileinkað sér í sigurvímu sigurver-
aranna. Enda flæktust þeir áfram í
hvert stríðið á fætur öðru um heim
allan, með hörmulegum enda-
punkti í Víetnam. Nýtt amerískt
Dada vaknaði til lífsins og sendi ein-
staklingsframtakinu og háleitum
hugmyndum langt nef, lagði í stað-
inn áherslu á tilviljanir og úrvinnslu
á alls konar úrgangi, uppvöðslusöm
Beat-skáldin töldu mikilvægara að
„lifa“ í list heldur en að skapa hana
og lærisveinar Johns Cage hópuðust
saman til að kyrja búddamöntrur
og storka viðteknum hugmyndum
um list með uppákomum sínum. Út
úr þessum mörgu þáttum menning-
ar- og stjórnmálalegs andófs spratt
svo Flúxus-hreyfingin, sem lýsti því
yfir að allir væru færir um að skapa
myndlist.
Mjúklátur og þjáll textíll
Nærri má geta hvort 18 ára íslensk
stúlka af frjálslyndu borgaralegu
heimili, með „borgaralega óhlýðni“
Thoreaus í farteskinu, hefur ekki
fundið eitthvað aðdáunarvert og
uppörvandi við alla þessa upp-
stokkun viðtekinna hugmynda í
Guðs eigin landi, ekki síst þar sem
hún smitaði einnig frá sér yfir í fem-
ínisma og umhverfisvernd. En það
tók hana nokkurn tíma að melta
þessar hugmyndir og verða sér úti
um myndlistarmenntun. Árið 1963
er Hildur komin heim og innritast
þá í Myndlista- og handíðaskólann,
er síðar einn vetur í listaskóla í Skot-
landi. Frá byrjun er það mjúklátur
og þjáll textíllinn sem virtist henta
vel til að tvinna saman ýmsar til-
finningar, ýmsar andstæður sem
blöstu við listakonunni, og árið
1968 gerir hún fyrstu sjálfstæðu
textílverk sín.
Svo fjallað sé sérstaklega um
textílinn, þá verður ekki sagt að
Hildur sé með mikilvirkustu vef-
urum. En hún velur viðfangsefni
sín af kostgæfni, tekur sér einfald-
lega þann tíma sem hún þarf til að
leiða verk sín til lykta. Textílverk
hennar eru sömuleiðis kaflaskipt,
fyrst tekst hún á við abstrakthug-
myndir, liti, form og áferð, og er
þar undir áhrifum frá amerískri
kvennapólitík og vefnaði indíána.
Um 1970 fer myndvefnaðurinn
að knýja á, og þá er það ameríska
popplistin sem fyrst fangar athygli
hennar, samanber verkin „Skyrta“,
„Brunnlok“ og „Guð í sjálfum þér“.
Þjóðfélagsgagnrýni og kvenna-
pólitík koma svo til skjalanna árið
1971, og þjóðfélagslega meðvitaðan
myndvefnað vefur hún allt til 1974,
þegar náttúran tekur völdin í textíl
hennar, sjá „Árhringinn“ (1981–82)
sem nýlega var gefinn Listasafni
Reykjavíkur.
Reisn og tímaleysi
Ég skal játa upp á mig, að fyrst í
stað skildi ég ekki til fulls pólitísk-
an myndvefnað Hildar og þeirra
kvenna sem fylgdu í kjölfar hennar;
þótti það tímaeyðsla að fella í vef
þau viðfangsefni sem hægt var að
koma f ljótt og vel til skila í mál-
verkum eða plakötum. En nú
verður mér ljóst, hafandi séð þessa
yfirlitssýningu listakonunnar, að
textíllinn var hennar leið til að hefja
baráttumál sín upp yfir hversdags-
legt dægurþras, gæða þau reisn og
tímaleysi fornra vefta.
Enda er það raunin að helstu
myndvefir Hildar, einkum frá tíma-
bilinu 1971–74, hafa staðist býsna
vel ágang tímans, boðskapur þeirra
er jafn tímabær nú og hann var
fyrir fimmtíu árum, þökk sé skýru
myndmáli og enn skýrari mark-
miðum listakonunnar. n
niðurstaða: Tímabær og
vönduð úttekt á ævistarfi merkrar
listakonu.
Hið sjálfbæra líf
Hildur Hákonar
dóttir hjá verki
sínu Getnaður
með hunangs
vökva frá 2011.
Mynd/aðSEnd
Hildur hefur aldrei
verið svo afskipt að
hægt sé að flokka hana
með „huldukonum“ í
íslenskri myndlist. Nær
er að kalla hana síná-
læga.
Fréttablaðið menning 199. Febrúar 2023
FimmTUDAgUR