Fréttablaðið - 15.02.2023, Síða 2

Fréttablaðið - 15.02.2023, Síða 2
Hér verður komið upp ófremdarástand. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA Um er að ræða áttunda Bretann sem hefur látist í stríðinu. Enginn er verri þótt hann vökni Ný árkvísl myndaðist í Elliðaám og rann yfir göngu- og hjólastígana sem renna þvert yfir dalinn í átt að Elliðarárstöðinni. Útivistarfólk á svæðinu lét ekki blauta sokka skemma göngutúrinn sinn. Fréttablaðið/ErNir Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn á Hótel Natura Reykjavík í tengslum við Búgreinaþing 2023 fimmtudaginn 23. febrúar 2023, kl. 16:00 Dagskrá 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn að lækka hlutafé og til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu Ístex í Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim hluthafa sem þess óskar. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar, fundargögn og hlekkur á fundinn verða afhent eftir skráningu á fundardag. Mosfellsbæ, febrúar 2023. Stjórn ÍSTEX hf. Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, úti- lokar samninga við Eflingu á öðrum grunni en við önnur stéttarfélög. Hann segir sam- félagið lamast vegna verkfalla. gar@frettabladid.is kjaramál „Ég sé fyrir mér að verk- föll muni lama íslenskt samfélag að öllu leyti fyrir eða eftir helgi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, um afleiðingar verkfalls félags- manna Eflingar sem hefst í dag. Verkfall tuga bílstjóra, sem eru félagsmenn í Eflingu og annast akstur olíuflutningabíla á starfssvæði félags- ins, hefst á hádegi í dag. Þá hefst verk- fall hundruð hótelstarfsmanna til viðbótar við þá sem þegar eru í verk- falli hjá Íslandshótelum. „Hér verður komið upp ófremdar- ástand sem mun snerta alla Íslend- inga með beinum hætti, annars vegar í gegnum verkfall Olíudreifingar og hins vegar vegna afleiddra áhrifa þess á samfélagið,“ segir Halldór Benja- mín. „Samgöngur lamast og rekstur fyrirtækja lamast. Þúsundir ferða- langa verða á vergangi og geta ekki innritað sig á hótel og þar fram eftir götunum.“  Ástráður Haraldsson héraðsdóm- ari, sem skipaður hefur verið ríkis- sáttasemjari í stað Aðalsteins Leifs- sonar í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, boðaði í gær samninga- nefndir aðilanna á fund klukkan níu fyrir hádegi í dag. Ekki náðist í Sólveigu Önnu Jóns- dóttur, formann Eflingar, í gærkvöldi en í færslu á Facebook lýsti hún ánægju með Ástráð Haraldsson sem sáttasemjara. „Ég trúi því að skipun nýs sátta- semjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjara- deilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör held- ur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt,“ skrifaði Sólveig Anna. „Ég geri ráð fyrir að ríkissátta- semjari muni fara yfir stöðu mála með samningsaðilum og setja sig inn í deiluna. Og væntanlega verða sam- töl á milli samninganefndanna líka,“ svarar Halldór Benjamín spurður við hverju hann búist. Engar þreifingar hafi verið milli aðila undanfarna daga. Hann minnir á að fulltrúar Eflingar hafi ekki mætt á boðaðan fund á þriðjudaginn í síðustu viku. Trúnaður Samtaka atvinnu- lífsins liggur gagnvart níutíu pró- sent íslensks vinnumarkaðar sem þegar hefur undirritað samninga við Samtök atvinnulífsins og við getum ekki brugðist trúnaði þeirra einstaklinga,“ svarar Halldór Benja- mín spurður hvort SA sæi fyrir sér að teygja sig lengra til að koma til móts við kröfur Eflingar og forða þannig því ástandi sem hann sér fyrir. „Við höfum gengið frá sams konar kjarasamningum við allan almenna vinnumarkaðinn. Ef við myndum lita út fyrir þær línur myndi það hafa áhrif á alla kjarasaminga sem búið er að undirrita og það þyrfti að endurskoða þá frá grunni,“ heldur Halldór Benjamín áfram. Það muni gerast jafnvel þótt ekki sé ákvæði um slíkt í þegar gerðum samning- um. „Ef menn þekkja sögu íslensks vinnumarkaðar þá er það með þeim hætti.“ n Semja ekki við Eflingu um annað en nú þegar er boðið Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttrablaðið/aNtoN briNk ser@frettabladid.is NEYTENDUr Kostnaður heimila vegna dreifingar á rafmagni á árun- um 2018 til 2023 hækkaði um allt að þriðjung, að því er fram kemur í nýrri samantekt Alþýðusambands Íslands. Mesta hækkunin var hjá HS veit- um á umræddu tímabili, ríf 32 pró- sent, en minnst hjá RARIK í dreif- býli, 10 prósent. Kostnaður heimila vegna f lutn- ings og dreifingu raforku er mis- jafn milli landshluta, lægstur hjá Veitum, 50.282 krónur á ári miðað við meðalnotkun, en 86 prósentum hærri hjá Orkubúi Vestfjarða í dreif- býli þar sem hann er hæstur, 93.489 krónur. n Mikill munur á rafmagnsverði heimila Lægstur raf- magnskostnað- ur er hjá Veitum. Fréttablaðið/ ErNir benediktarnar@frettabladid.is ÚkraíNa Breskur ríkisborgari lést í Úkraínu í átökum við rússneskar hersveitir. Þetta staðfestir utanríkis- ráðuneyti Bretlands. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu kemur fram að fjölskyldu hins látna verði veittur tilheyrandi stuðningur. Ekki hafa verið veittar nánari upp- lýsingar um andlát Bretans, en þetta er áttunda manneskjan frá Bretlandi sem hefur látið lífið á vígvellinum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Í janúar létust bresku ríkisborgar- arnir Andrew Bagshaw og Christop- her Parry í Austur Úkraínu á meðan þeir reyndu að aðstoða fólk að flýja stríðið. n Breti í Úkraínu lést á vígvellinum Átökin halda áfram. Fréttablaðið/GEtty 2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.