Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 4

Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 4
Stuttmyndasamkeppn- in Sexan var hluti af viku Sex, þar sem áhersla er á kynfræðslu í grunnskólum. Fólk horfir á stöðug- leikann og fólk horfir á vextina. Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evr­ ópuhreyfingar­ innar. Stuðningur við íslensku krónuna er innan við 40 pró­ sent samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið. Stuðningur við evru er 52,2 prósent. kristinnhaukur@frettabladid.is efnahagsmál Meirihluti lands­ manna vill taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Frétta­ blaðið. 52,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast vilja taka upp evru en aðeins 39,6 prósent vilja halda krónunni. Stuðningur við aðra gjaldmiðla er mjög lítill. 6,3 prósent vilja taka upp Bandaríkjadollar, 0,3 prósent breskt pund og 1,6 prósent einhvern annan gjaldmiðil. Jón Steindór Valdimarsson, for­ maður Evrópuhreyfingarinnar, segir að þessar niðurstöður komi sér ekki á óvart. Þær rími vel við þá almennu viðhorfsbreytingu sem er að eiga sér stað á Íslandi í Evrópu­ málum. „Almenningur er farinn að efast um að þetta fyrirkomulag með krónuna sé það besta,“ segir Jón Steindór. „Ástæðurnar eru margar. Fólk horfir á stöðugleikann og fólk horfir á vextina.“ Hafi stýrivextir hækkað mörgum sinnum í röð og það virðist ekkert lát vera á. Gríðar­ legur kostnaður fylgi vaxtamun­ inum milli krónunnar og evrunnar, fyrir ríki, sveitarfélög og heimilin í landinu. Aðspurður um hvort hægt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið segir Jón Stein­ dór að sennilega sé það möguleiki. „En ég tel að það sé ákaflega óskyn­ samlegt. Eina leiðin til þess að gera þetta almennilega er að ganga í Evr­ ópusambandið,“ segir hann. Kjósendur Viðreisnar eru hrifn­ astir af því að taka upp evruna, eða 84 prósent, á meðan aðeins 11 pró­ sent vilja halda krónunni. 79 pró­ sent Samfylkingarfólks vill taka upp evruna, 77 prósent Pírata, 62 prósent Sósíalista, 58 prósent kjós­ enda Flokks fólksins, 41 prósent Vinstri grænna, 31 prósent Mið­ f lokksmanna, 29 prósent Fram­ sóknarmanna og 26 prósent Sjálf­ stæðismanna. Stuðningur við íslensku krónuna er mestur innan Miðflokksins, eða 64 prósent, en þar á eftir koma Sjálf­ stæðismenn og Framsóknarmenn með 61 og 60 prósent. Sjálfstæðismenn eru hrifnastir af Bandaríkjadollar, þó vilja aðeins 12 prósent þeirra taka gjaldmiðil­ inn upp hér. Það sama á við um 10 prósent Framsóknarmanna og 7 prósent kjósenda Flokks fólksins. Stuðningur við breska pundið er mestur hjá Flokki fólksins, 2 pró­ sent. Munurinn á milli höfuðborgar­ svæðisins og landsbyggðarinnar mælist nánast enginn, ögn meiri stuðningur er við upptöku evru á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar mælist nokkur munur á kynjum, aldurshópum og tekjuhópum. Hjá konum er nokkurn veginn jafnt hlutfall sem vill taka upp evru og halda krónunni. 55 prósent karla vilja hins vegar taka upp evru en aðeins 34 halda krónunni. Þrefalt fleiri karlar vilja taka upp dollar en konur, 9 prósent á móti 3. Aldurshópurinn 55 til 64 ára er hrifnastur af evru, 63 prósent, en yngsta fólkið, undir 25 ára, síst, það er 29 prósent. Þegar kemur að tekjuhópum er stuðningurinn fyrir upptöku evru mestur hjá þeim sem hafa 800 þúsund krónur eða meira í mánaðartekjur, 62 prósent, en 43 prósent hjá þeim sem hafa 400 þús­ und eða minna. Könnunin var netkönnun, fram­ kvæmd 27. janúar til 6. febrúar. Úrtakið var 2.400 og svarhlutfallið 51,4 prósent. n Rúmur helmingur vill taka upp evru Ágæti íslensku krónunnar hefur verið umdeilt mál á undanförnum áratugum. Fréttablaðið/Ernir ? Já, evru Já, dollara Já, pund Já, annan gjaldmiðil nei 52,2% 6,3% 0,3% 1,6% 39,6% Vilt þú taka upp annan gjaldmiðil og þá hvern? kristinnhaukur@frettabladid.is stjórnmál Drífa Lýðsdóttir, for­ maður Ungra Vinstri grænna (UVG), segir að f lokkurinn sé að greiða of hátt verð fyrir stjórnar­ samstarfið og forsætisráðherrastól­ inn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær mælist f lokkurinn aðeins með 5,9 prósent í nýrri könnun Prósents. Vinstri grænum sé kennt um öll umdeild mál. „Þetta er mjög erfið staða. Ef eitthvað slæmt gerist í samfélaginu bitnar það alltaf á VG,“ segir Drífa. Samkvæmt könnuninni styðja aðeins 4 prósent fólks undir 25 ára Vinstri græn. Aðspurð um nýliðun í UVG segir Drífa að ný fram­ kvæmdastjórn hafi verið kosin í haust en ekki hafi tekist að manna allar stöður. Fjögur séu í stjórninni, öll nýbyrjuð. Drífa segir að ríkisstjórnarsam­ starfið sé að reynast f lokknum dýrkeypt. „Við hjá UVG höfum aldrei verið hlynnt þessu ríkis­ stjórnarsamstarfi. Það er eins og r ík isstjórnarsamstar f ið sk ipti meira máli en annað,“ segir hún. Málið sé þó ekki svart og hvítt og Vinstri græn geti ekki komið sínum málum að nema í stjórn. Einnig hafi forystunni ekki tekist að koma sínum sjónarmiðum nægilega vel til almennings. Í ljósi þess að fylgi flokksins hjá lágtekjufólki mælist aðeins 2 prósent tekur hún undir það að umhverfis­ málin hafi fengið sviðið hjá flokkn­ um á kostnað hefðbundinna vinstri málefna, svo sem kjaramála. „Við erum ekki sammála gjörðum flokksins í einu og öllu,“ segir Drífa. Meðal annars hafi UVG barist gegn brottvísunum hælisleitenda. Hún segir UVG muni sýna forystunni aðhald. n Vinstri græn greiði of mikið fyrir forsætisráðherrastólinn Drífa Lýðsdóttir, formaður UVG. benediktboas@frettabladid.is samfélag Sjöundi bekkur Selás­ skóla sigraði stuttmyndasamkeppn­ ina Sexuna sem haldin var í fyrsta sinn í ár. Myndin fjallar um hvernig tæling birtist ungmennum sem eru að feta sín fyrstu skref á stafrænum miðl­ um en ungmenni mega byrja að nota samfélagsmiðla 13 ára gömul. Í tengslum við keppnina fengu nemendur fræðslu um hvernig stafrænt of beldi birtist ungu fólki og áttu svo að búa til stuttmynd um eitt af fjórum viðfangsefnum: Tælingu, samþykki, slagsmál eða nektarmynd en þátttaka fór fram úr björtustu vonum, segir í tilkynn­ ingu. n Selásskóli með vinningsmyndina Vinningsmyndin bar heitið „Friend Request“. Mynd/aðsEnd Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is benediktarnar@frettabladid.is Björgunarstörf Ís lenski hópur­ inn sem tók þátt í björgunar að­ gerðum á Anta kya­svæðinu eftir jarð skjálftann í Tyrk landi sneri aftur heim til Ís lands í gær. Björn J. Gunnars son, einn af hóp­ stjórum ís lenska hópsins, sagði að mark mið hópsins hafi verið að koma að góðum notum. Hann hrós­ aði tyrk neskum al manna vörnum á þessum gríðar lega erfiða tíma.  „Það er náttúrlega fólk með ættingja grafið undir húsum alls staðar,“ sagði Björn í Skógarhlíðinni í gær. „Til finningin var að við værum komin til að vinna á kveðið verk­ efni, í krafti mjög góðs sam starfs við utan ríkis ráðu neytið, Land­ helgis gæslu Ís lands og Icelandair, þá komumst við þarna niður eftir,“ sagði Björn. Segir Tyrki standa sig gríðarlega vel „Tyrkir hafa gríðar lega sterkt al manna varna kerfi. Þeirra rústa­ björgunar sveitir eru mjög góðar. En þetta voru svo of boðs lega stór svæði og miklar ham farir að flestar er lendu björgunar sveitirnar eru sendar inn á þetta svæði sem við vorum á, Hatay­hérað. Þess vegna voru svona margar sveitir þar sem þurftu að vinna saman. Tyrk nesku sveitirnar voru að standa sig gríðar lega vel í því sem þeir voru að gera, eins og að flytja mat og vistir og allt sem þurfti að gera á svæðinu,“ sagði Björn. n Björn J. Gunnars son, einn af hóp­ stjórum ís lenska hópsins. Fréttablaðið/ sigtryggur ari 4 fRéTTiR FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MiÐViKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.