Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 15

Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2023 Vildís Edwinsdóttir er að gera garðinn frægan víða en segir sitt mesta afrek vera að hafa komist í landslið snjóbretta á Íslandi. MYND/DANIEL BERNIE BERNSTÅL Best er að nota hitaðan hníf til að skera kökuna. FRéTTABLAðIð/gETTY jme@frettabladid.is Þessi bakaða og nær brennda ostakaka frá Baskalandi í vestan- verðum Pýreneafjöllum er bæði gómsæt og einföld að gerð. Brennd Baskaostakaka 680 g rjómaostur við stofuhita 200 g sykur ¼ tsk. salt 2 tsk. vanillu extrakt 4 stór egg 2 msk. hveiti 3,5 dl rjómi Rjómaostur, salt, sykur og van- illa sett í hrærivél og blandað á miðlungshraða með hrærara, ekki þeytt. Bættu við einu eggi í einu og skafðu á milli með sleikju. Sigtaðu hveitið út í og hrærðu. Minnkaðu hraðann og helltu rjóma hægt út í og blandaðu í um 30 sekúndur, uns deigið er vel blandað (ekki óttast hvað það er þunnt). Útbúðu 22 cm (eða hér um bil) springform, lokaðu því. Þjapp- aðu bökunarpappírsörkum út í hornin og brjóttu saman upp eftir forminu uns pappírinn þekur innra borð formsins. Helltu deig- inu í formið og skelltu því í borðið til að losa loftbólur. Bakaðu við 200 °C (án blásturs) í 45-60 mínútur eða uns ostakakan skelfur enn smá í miðjunni þegar hún er hrist og er dökkbrún að ofan. Láttu kökuna kólna við stofuhita áður en hún er kæld í forminu í ísskáp í minnst fimm klst. áður en hennar er neytt. Kakan fellur við kólnun. n Bökuð og brennd Hættuleg trikk en samt bara gaman Snjóbrettastelpan Vildís Edwins segir nær óhjá- kvæmilegt að slasa sig í snjóbrettasporti og hefur sjálf brotið í sér nokkur bein. Hún stefnir ótrauð á Vetrarólympíuleikana á Ítalíu 2026. 2 Austurmörk 21 • 810 Hveragerði Hornsteinn 60 ára afmælissýning 11/02 – 20/08 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.