Fréttablaðið - 15.02.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.02.2023, Blaðsíða 22
Vanda Sigurgeirsdóttir, núverandi formaður KSÍ, er fyrsta konan í sögu sambandsins til þess að gegna embætt- inu. aron@frettabladid.is Fótbolti Sjálfkjörið verður í þau sæti stjórnar Knattspyrnusam- bands Íslands sem kjósa átti í á 77. ársþingi sambandsins sem fer fram á Ísafirði þann 25. febrúar næst- komandi. Frá þessu hefur samband- ið greint í tilkynningu á vef sínum. „Alls bárust fjögur framboð í stjórn (fjögur sæti) og eru þau Hall- dór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlyns- dóttir og Unnar Stefán Sigurðsson því sjálfkjörin,“ segir í tilkynningu KSÍ en frestur til að skila inn fram- boðum rann út á miðnætti þann 11. febrúar síðastliðinn. Tvö þeirra framangreindu, Helga og Unnar Stefán, eiga nú þegar sæti í stjórn KSÍ en Halldór og Tinna Hrund myndu taka skrefið upp frá varastjórn til aðalstjórnar. Ekkert framboð hefur borist í varastjórn sambandsins en kjósa á í þrjú sæti þar. Sökum þessa hefur framboðsfrestur til varastjórnar verið framlengdur til miðviku- dagsins 15. febrúar næstkomandi. KSÍ setti af stað, fyrir ekki svo löngu síðan, átaksverkefnið „Konur í fótbolta“ þar sem leitast var við að hvetja til og efla þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunnar. Í aðdraganda ársþingsins hvetur stjórn KSÍ aðildarfélög sín því til þess að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfull- trúum en á ársþingi sambandsins í fyrra var þar aðeins að finna þrjátíu kvenkyns þingfulltrúa af 149. Því voru aðeins 20% þingfulltrúa á árs- þinginu kvenkyns. Sú staða stangast að miklu leyti á við stöðuna sem blasir við þegar hlutdeild knattspyrnukvenna meðal knattspyrnuiðkenda á Íslandi er skoðuð en um þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfing- unni er hlutfall kvenna mun lægra. n Sjálfkjörið í stjórn KSÍ á komandi ársþingi sambandsins Vanda Sigurðardóttir er formaður KSÍ. Fréttablaðið/Ernir Andri Rúnar Bjarnason skrifaði í gær undir eins árs samning við Val í Bestu deild karla, möguleiki er á að fram- lengja þann samning um eitt ár. Andri lék á síðasta sumri með ÍBV en af fjölskyldu- ástæðum gat hann ekki lengur búið í Vestmanna- eyjum og hefur nú fundið sér nýtt heimili á Hlíðarenda. hordur@frettabladid.is Fótbolti Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason klæðist rauðu á næstu leiktíð en eftir fimm ár í atvinnu- mennsku snéri Andri heim til Íslands á síðustu leiktíð og skoraði 10 mörk í 21 deildarleik hjá ÍBV. Framherjinn fékk samningi sínum í Vestmannaeyjum rift á dögunum. „Þetta gerðist bara allt frekar fljótt, ég var ekkert að tala við nein lið fyrr en ég var líkamlega klár í að fara á æfingar. Ég beið með það að taka spjallið,“ segir Andri Rúnar um félagaskiptin en hann hafði glímt við meiðsli stóran hluta síðasta tímabils sem þurftu að fá tíma til að jafna sig. Eftir tvö erfið ár vilja Valsmenn snúa taflinu við, Arnar Grétarsson var ráðinn þjálfari liðsins og Sig- urður Heiðar Höskuldsson aðstoðar hann. Andri heillaðist af plönum þeirra á fundi. „Það fyrsta og síðasta sem ég var að spá í var að fara í lið sem ætlar sér að berjast um eitt- hvað, ég tók fund með þjálfarateymi Vals og eftir 15 sekúndna spjall vildi ég láta þetta ganga,“ segir Andri. Æfa eins og atvinnumenn Valsmenn hafa á síðustu árum verið að stíga skrefin nær atvinnu- mennsku, flestir leikmenn félagsins hafa það að atvinnu að spila fótbolta og sökum þess æfir liðið snemma dags og er saman stóran hluta úr deginum. „Það er heillandi og hjálp- ar mér að taka þessa ákvörðun, ég finn að það ýtir við mér. Umhverfið sem þú ert í hjálpar þér að halda þér á tánum,“ segir Andri. Andri vonast til þess að Valur geti látið til skarar skríða og keppt um titla í ár. „Þú horfir á hópinn og sérð að þetta eru frábærir fótboltamenn, með þessa aðstöðu og allt í kringum félagið. Þá finnst manni að það eigi að stefna á titla, ég ætla samt ekki að setja neina pressu á þetta því ég hef ekki mætt á eina einustu æfingu. Ég held samt að viljinn hjá klúbbnum sé að keppa um titla,“ segir Andri sem fagnar því að fara í þá miklu samkeppni sem er hjá Val. Hann fær tækifæri til að eigna sér stöðu fremsta manns í upphafi móts. Danski framherjinn Patrick Fjölskyldan í fyrsta sæti og Andri fór í Val Nýir leikmenn Vals í vetur n Adam Ægir Pálsson n Andri Rúnar Bjarnason n Elfar Freyr Helgason n Hlynur Freyr Karlsson n Kristinn Freyr Sigurðsson n Lúkas Logi Heimisson n Óliver Steinar Guðmundsson Pedersen fór í aðgerð og verður lík- lega ekki klár fyrr en í júlí. „Ég held að það sé gott fyrir alla, mér finnst það gott fyrir mig að kveikja í mér, að vera með þá pressu á sér að standa sig á öllum æfingum og í leikjum.“ Fjölskyldan réð ferðinni Eins og fyrr segir átti Andri Rúnar fína spretti hjá ÍBV á síðasta ári en glímdi við meiðsli sem hjálpuðu ekki til. „Í raun fékk ég aldrei neinn tíma til þess að jafna mig, ÍBV var með lítinn hóp og það mátti lítið út af bregða. Ég fékk smá frí þegar við tryggðum sætið okkar, ég myndi ekki segja að ég hafi verið meiddur en spilaði og æfði í gegnum sársauka sem á ekki að vera. Við höfðum bara ekki tíma í að láta þetta gróa,“ segir Andri. „Ég held að það sé horft í það núna, það gleymist í umræðunni um meiðsli. Þetta voru 10 mörk í 21 leik fyrir úrslitakeppnina, ég er spenntur að sjá hvernig ég verð í enn þá betra standi og í liði sem er að berjast um titla.“ Unnusta Andra er ófrísk að öðru barni þeirra og það spilaði stórt hlutverk í því að fjölskyldan ákvað að f lytja í höfuðborgina. „Það voru fjölskylduástæður, kærastan var að vinna hjá Play síðasta sumar og bjó í Eyjum. Það tók mjög mikið á hjá henni og ég var mikið einn með strákinn í Eyjum. Svo verður hún ófrísk og við eigum von á öðru barni, þá vildi hún fara í bæinn og ég skildi það mjög vel. Það var mjög erfitt að púsla saman síðasta ári, ég spjallaði við Hemma (Her- mann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV) og við reyndum að láta það ganga áfram en það gekk ekki. Það var fjölskyldan sem varð að fá að ganga fyrir,“ segir Andri sem er sjöundi leikmaðurinn sem Arnar Grétars- son fær til Vals. n Allt sem er rautt, rautt finnst mér vera fallegt. mynd/aðsEnd Ég tók fund með þjálf- arateymi Vals og eftir 15 sekúndna spjall vildi ég láta þetta ganga. 18 Íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.