Fréttablaðið - 15.02.2023, Síða 24

Fréttablaðið - 15.02.2023, Síða 24
Ég hlakka alveg ótrúlega til að opna á fertugsaldur- inn. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Þetta gerðist | | 15. febrúar 1917 Elskuleg systir mín og frænka okkar, Soffía Rannveig Valdimarsdóttir ljósmóðir, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 10. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Valdimarsdóttir Ásrún Guðmundsdóttir Lovísa Rúna Sigurðardóttir Elsku eiginmaður minn, pabbi, tengdapabbi, afi og langafi okkar, Einar Ómar Eyjólfsson hárskerameistari, Neðstaleiti 6, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni að morgni 26. janúar sl. Útför hans fer fram föstudaginn 17. febrúar kl. 15.00 í Áskirkju. Alúðarþakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir hlýja og góða umönnun. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Bergþóra Lövdahl Guðrún Einarsdóttir Strömberg Urban Strömberg Gunnhildur Einarsdóttir Örn Sveinsson Jóhanna Einarsdóttir Reynir Elís Þorvaldsson afabörn og langafabörn Elísabet Ormslev er á stanslaus- um þönum en ætlar sér þó að ná að fagna þrítugsafmælinu í dag. arnartomas@frettabladid.is „Þetta er bara rétt að byrja, ég er mjög spennt að verða þrítug,“ segir tónlistar- konan og afmælisbarnið Elísabet Orms- lev. „Ég hlakka alveg ótrúlega til að opna á fertugsaldurinn.“ Síðasta ár segir Elísabet að hafi verið mjög þroskandi fyrir sig en það sé einkar góð tilfinning fyrir tímamótunum í ár. „Ég hef lært svo mikið á leiðinni og lent í alls konar vitleysu. Ég grínast oft við vinkonu mína að ég myndi aldrei vilja endurtaka unglingsárin eða árin rétt upp úr tvítugu. Ég myndi bara aldr- ei nenna því!“ Fillet hefðin rofin Afmælishefðirnar á heimilinu eru mat- artengdar. Elísabet segir þó að það verði líklega ekki morgunmatur í rúmið þar sem hún vesenaðist til að eiga þrítugsaf- mæli á miðvikudegi. „Við höfum reynt að fara út að borða eða að elda eitthvað fyrir hvert annað,“ segir Elísabet. „Við erum að fara út að borða núna en tökum börnin og mömmu með, þetta verður svona fjöl- skyldurækið.“ Elísabet hefur í gegnum tíðina haldið tryggð við afmælisréttinn en stefnir á að breyta til í ár. „Í mörg ár, ábyggilega síðasta áratug, fékk ég alltaf lambafille, eins og mamma eldaði alltaf fyrir mig,“ útskýrir hún. „Mig langaði alltaf bara í lambafille, sveppasósu, salat og geggjaðar kartöflur. En núna ætlum við að fara og fá okkur pitsu í Ráðagerði á Gróttu – ég er rosa- lega spennt að prófa.“ Talsetning og tónleikar Þegar Fréttablaðið náði á Elísabetu var hún nýkomin frá því að talsetja nýju myndina um Ástrík og Steinrík sem er væntanleg í bíó á næstunni. Elísabet hefur sinnt talsetningu samhliða tón- listinni undanfarin ár og líkar vel. „Mér finnst þetta ótrúlega gaman. Það brýtur upp vikuna að mæta, sitja fyrir framan míkrófón og horfa á eitthvað sem er oftast eitthvað skemmtilegt og fá að nota grínraddir,“ segir Elísabet en bætir við að börnin fatti ekki alltaf að það sé röddin í mömmu sem þau heyri þegar þau horfa á skjáinn. „Strákurinn minn er bara nýorðinn eins árs en dóttur minni, sem er fjögurra og hálfs, finnst mikið sport þegar ég segi henni að þarna sé mamma að tala.“ Þá er nóg fram undan hjá Elísabetu í tónlistinni. „Við Stefanía Svavars ætlum að halda tvenna Adele heiðurstónleika í apríl, salan á fyrri tónleikana gekk það vel að við hentum í aðra,“ segir hún. „Svo verð ég á Celine Dion tónleikum hjá Jóhönnu Guðrúnu, er að gefa út nokkur lög sjálf og ég veit ekki hvað og hvað.“ Lítið um frítíma Það virðist gagnslaust að spyrja Elísa- betu hvað hún geri í frítímanum, heldur liggur betur við að spyrja hvort hún eigi sér nokkurn frítíma almennt. „Nei! Ég á í rauninni engan frítíma á daginn,“ segir hún og vísar í stöðu leik- skólamála á Íslandi. „Ég er búin að vera föst heima með fallega strákinn minn í fjórtán mánuði. Ég á örugglega eftir að horfa til baka einn daginn og sakna þess hvað hann var lítill en ég er samt tilbúin að fá smá breik á daginn. Ef það eru ein- hverjar dagmömmur þarna úti með laus pláss þá megið þið endilega heyra í mér!“ Aðspurð að lokum um hvort einhver afmælisminning sé í eftirlæti rifjar Elísa- bet upp fimm ára afmælisdaginn. „Þá var ég með Spice Girls-þema í afmælinu og fékk alls konar gjafir í þeim dúr. Ég fékk Spice Girls regnhlíf, mynd- ina Spice World á VHS og meira til.“ Veistu hvar regnhlífin er í dag? „Ekki hugmynd! Þetta væri sko safn- gripur í dag.“ n Týndi regnhlífinni og frítímanum elísabet hefur í gegnum árin haldið tryggð við lambafille á afmælinu en brýtur það upp með pitsu í ár. Fréttablaðið/anton brink 1637 ferdinand 3. verður keisari hins Heilaga rómverska ríkis. 1645 enska borgarastyrjöldin: enska þingið stofnar at- vinnuher, New Model army, með 22.000 mönnum. 1662 ragnheiður brynjólfsdóttir eignast son sinn og Daða Halldórssonar. 1759 breska þjóðminjasafnið (british Museum) er opnað. 1763 Sjö ára stríðinu lýkur með friðarsamningum milli Prússa og austurríkismanna. 1902 Neðanjarðarlestin í berlín, U-bahn, tekur til starfa. 1960 Margeir Pétursson, íslenskur stórmeistari í skák, fæðist. 1964 bandaríski gamanmyndaleikarinn Chris farley fæddur. 1965 fáni Kanada er tekinn upp. 1972 ríkisstjórn Íslands ákveður að færa fiskveiðilög- sögu Íslands að 50 mílum. 1985 bandaríska kvik- myndin break- fast Club frumsýnd. 1989 Sovétríkin tilkynna að allir hermenn þeirra hafi yfir- gefið afg- anistan. 1992 fyrsta fokker 50-flugvél flugleiða hf., Ásdís, kemur til landsins og lendir á akureyri. Kristín Ólafsdóttir varð fyrsta konan til að útskrifast frá Háskóla Íslands þegar hún lauk prófi í læknisfræði þann 15. febrúar 1917. Þar áður hafði hún verið þriðja konan á Íslandi til að ljúka stúdentsprófi þegar hún út- skrifaðist frá Latínuskólanum 1911. Í læknisnáminu kynntist Kristín eiginmanni sínum, Vilmundi Jónssyni, og eignuðust þau saman þrjú börn. Hún starfaði sem læknir í Svíþjóð, Danmörku og síðar á Ísafirði áður en hún opnaði sína eigin læknastofu í reykjavík. Utan starfa sinna sem læknir þýddi Kristín einnig ýmsar ævisögur og rit um heilsufar auk þess sem hún skrifaði sínar eigin bækur á því sviði, til dæmis Heilsufræði handa hús- mæðrum og Manneldisfræði handa húsmæðraskólum. Hún var einn stofnenda félags háskólakvenna 1928 og sat einnig um tíma í barnaverndar- nefnd og skólanefnd Húsmæðraskól- ans í reykjavík. Á hundrað ára afmæli Háskóla Ís- lands færði formaður félags kvenna í læknastétt skólanum málverk af Kristínu að gjöf. Verkið má finna í aðal- byggingu skólans. n Fyrsta konan útskrifast frá HÍ 20 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 mIÐVIKUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.