Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 27

Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 27
Þorvaldur segist stundum verða uppiskroppa með hluti til að mála og detta ekkert nýtt í hug. Ein myndin á sýningunni varð til 2022 en flestar urðu þó til á þessu ári. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Þorvaldur Jónsson málar skemmtilega skrýtna karakt- era og hluti sem fastir eru í hringiðu tímans á nýrri mál- verkasýningu. tsh@frettabladid.is Listamaðurinn Þorvaldur Jónsson sýnir sjö ný málverk á sýningunni Hringiða í Þulu gallerí. Þema sýn- ingarinnar er tíminn sem er alltaf á iði og snýst sögusvið verkanna hring eftir hring eins og vísar á klukku. Á málverkunum má sjá nokkra kar- aktera sem birtast aftur og aftur og áhorfendur fylgjast með í gegnum hringiðu tímans. „Þetta eru sjö myndir og tíminn líður á hverri mynd, fólkið þroskast, eldist og deyr. Þetta eru sjö sögu- hetjur sem myndirnar eru nefndar eftir, það er hús, köttur, egg, hæna, kall, kona og svín. Svínið er að labba um og verður svo að beikoni á einni myndinni, svo er kötturinn alltaf að lenda í einhverjum óskunda og deyja á myndunum. Karlinn eldist, heggur niður tré, smíðar sér líkkistu og deyr. Konan stækkar og stækkar og hænan verpir egginu sem rúllar um, brotnar svo og verður að fúl- eggi,“ segir Þorvaldur. Hvernig vinnurðu málverkin, verða karakterarnir til fyrst? „Já, ég ákvað þá aðeins áður en ég byrjaði á myndunum. En svo eru þetta líka bara fígúrur sem ég hugs- aði að ég myndi nenna að mála sjö sinnum. Hlutur eins og eggið, sem er svona fjölbreyttur hlutur og er til í mörgum myndum. Þetta er egglaga form en getur orðið að fúleggi og spæleggi eða verið í hreiðri þar sem verið er að verpa því.“ Karlarnir ræflar og dólgar Af hverju er konan alltaf að stækka og stækka, er þetta einhvers konar tröllkona? „Já, það var svona hugmyndin. Hún er til dæmis að elta köttinn og reyna að éta hann. Hún átti fyrst að vera að éta á öllum myndunum og verða stærri og stærri. En svo er þetta líka það að karlinn eldist, þannig ég vildi ekki að þau væru bæði að eldast á myndunum og vildi hafa smá fjöl- breytni í þessu.“ Þorvaldur bætir því við að hann máli iðulega karla og konur á nokkuð mismunandi hátt í verkum sínum. „Mér finnst gaman að mála karla og konur, konurnar eru oft smá æðri verur í myndunum mínum og karl- arnir, þeir eru alltaf einhverjir ræflar. Mér finnst oft skemmtilegt að hafa þá fulla einhvers staðar, þetta eru allt svona dólgar,“ segir hann og hlær. Vildi hafa söguþráð Myndir Þorvaldar eru gjarnan upp- fullar af alls kyns persónum og til- vísunum. Spurður um hvort hann hugsi verk sín sem sögur segir lista- maðurinn: „Ég hef oft verið spurður um það. Venjulega er þetta bara eitthvað sem mér dettur í hug sem ég mála en í þessari seríu vildi ég hafa sögu- þráð. Svo er það hvað maður nennir að mála sjö sinnum, það skiptir líka máli. Að það sé enn þá skemmtilegt á seinustu myndinni.“ Þorvaldur kveðst hafa viljað forðast að hafa sögusviðið einsleitt og því má sjá umhverfi myndanna breytast frá hverri mynd þrátt fyrir að persónurnar séu þær sömu. „Árstíðirnar breytast, lækirnir eru mismunandi, þetta er ekki allt- af sami staður þannig séð. Stundum sér maður húsið frá mismunandi sjónarhornum, á einni myndinni er það á haus og svo sér maður bak- hliðina á því á annarri myndinni. Þetta er svona smá Hvar er Valli?, maður er alltaf að leita að ein- hverjum hlutum,“ segir Þorvaldur og vísar þar í hinar þekktu teikni- myndasögur. Ólínuleg framvinda Ertu að nota sömu karaktera og sömu hlutina í mismunandi mynd- um og seríum? „Já, það er stundum þannig. Stundum dettur manni ekkert nýtt í hug og maður er að verða uppi- skroppa með hluti til að mála. Ég gerði eina mynd fyrir hálfu ári síðan og hún er eiginlega innblásturinn að þessari seríu.“ Þema sýningarinnar er sem áður sagði hringiða tímans og kveðst Þorvaldur ekki hafa viljað vinna með hefðbundna línulega frásögn á milli verka. „Myndirnar eru merktar frá eitt til sjö en ég vildi samt ekki hafa einn byrjunarpunkt og einn endapunkt því þá myndu allir verða dauðir á síðustu myndinni. Ég vildi aðeins dreifa því svo það yrði ekki of niður- drepandi,“ segir hann. Spurður um hvað sé næst á döf- inni hjá honum kveðst Þorvaldur vera með tvær aðrar sýningar fram undan á þessu ári, annars vegar hjá Listamenn innrömmurum og hins vegar í Gallery Port. n Konur æðri verur en karlar ræflar Mér finnst gaman að mála karla og konur, konurnar eru oft smá æðri verur í mynd- unum mínum og karlarnir, þeir eru alltaf einhverjir ræflar. Á Listahátíð er sérstök áhersla lögð á frum- sköpun og verkefni þar sem ólíkar listgreinar skarast. tsh@frettabladid.is Kallað er eftir hugmyndum frá listafólki að verkefnum til að flytja á Listahátíð í Reykjavík 2024. Lista- hátíð fer fram í júní 2024 og er þema hátíðarinnar HÉR. „Hvaða viðfangsefni og hvaða spurningar er brýnast að takast á við hér og nú? Hvað kemur í ljós ef fingurinn er settur á púls tíðarand- ans?“ segir í tilkynningu frá Lista- hátíð. Þemað HÉR er sagt opna á vanga- veltur um tengsl manns og náttúru, við landið, en jafnframt spurning- ar um hvar manneskjan stendur í sögunni og hvaða áhrif menning- ararfur og tungumál hafa á hugsun hennar og skynjun. Tekið er á móti hugmyndum á Opið kall hjá Listahátíð í Reykjavík Sýningin ActRed var á glæsilegri opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík 2022. Fréttablaðið/Ernir Thelonious Monk er eitt af höfuð- skáldum djassins og einn þekktasti píanóleikari 20. aldarinnar. tsh@frettabladid.is Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í dag, miðviku- daginn 15. febrúar, þar sem Hilmar Jensson, gítarleikari, Daníel Friðrik Böðvarsson, gítarleikari, og Matthí- as Hemstock, trommuleikari, f lytja tónlist djasstónskáldsins Thelon- ious Monk í Björtuloftum í Hörpu. Thelonious Monk er eitt af höfuð- skáldum djassins og einn þekktasti píanóleikari 20. aldarinnar. Höf- undarverk hans hefur verið hljóð- ritað af fleirum en nokkrum öðrum djasshöfundi, að Duke Ellington undanskildum. Í fréttatilkynningu frá Múlanum segir að Hilmar, Daníel og Matthías muni varpa ljósi á tónlist Monks með ögn óvenjulegri hljóðfæraskip- an, tveimur gíturum og trommum, og verður píanóið því fjarverandi. „Það sama má kannski segja um tónlistina. Hún er ögn óvenjuleg, kunnugleg í ókunnugleika sínum, einföld en marglaga. Tríóið mun þræða sig í gegnum þekkt og aðeins minna þekkt lög Theloniusar. Þar koma við sögu glitrandi smaragðar, draumar og stemning, sönnunar- gögn og eina lagið sem Monk samdi í 3/4.“ Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir spennandi vordagskrá á mið- vikudagskvöldum í Björtuloftum, Hörpu fram til loka maí. Múlinn er að hefja sitt 26. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazz- vakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múl- ans. Múlinn er styrktur af Reykja- víkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna. Tónleikarnir hef jast í kvöld klukkan 20.00 í Björtuloftum á fimmtu hæð Hörpu, miðaverð er 3.900 kr. en 2.700 kr. fyrir nemendur og eldri borgara og eru seldir í miða- sölu Hörpu og á tix.is. n Monk á Múlanum hvaða stigi sem er og er öllu lista- fólki frjálst að senda inn hugmyndir. Þó er tekið fram að stærri og dýrari verkefni þurfa að vera komin áleiðis með eigin fjármögnun til þess að koma til greina. „Á Listahátíð er sérstök áhersla lögð á frumsköpun og verkefni þar sem ólíkar listgreinar skarast. Við leitum að viðburðum frá alls konar listafólki, sem höfða til fjölbreyttra áhorfendahópa. Viðburðir mega vera hugsaðir jafnt innan sem utan miðborgar- innar og höfuðborgarsvæðisins. Við leitum jafnframt að þátttöku- verkefnum og verkefnum í almenn- ingsrými sem teygja sig út fyrir hefðbundið umhverfi lista.“ Kjarni stefnu Listahátíðar er að listir og menning séu ekki forrétt- indi fárra heldur réttur allra. Hátíð sem endurspeglar fjölbreytileika mannlífsins er sterkari hátíð. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Listahátíðar og skila- frestur er til miðnættis 13. mars 2023. n FRéttabLaðið menning 2315. FebRúaR 2023 miÐViKUDAgUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.