Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2023, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 15.02.2023, Qupperneq 28
Tölvuleikir Hogwarts Legacy Portkey Games Leikjatölvur: PlayStation 5 og PlayStation 4, Xbox Series X og Series S, Nintendo Switch og PC Oddur Ævar Gunnarsson Hogwarts Legacy er tölvuleikurinn sem margir Harry Potter aðdáendur hafa látið sig dreyma um frá barn- æsku. Loksins getur maður prófað það sjálfur að fá bréf frá Hogwarts galdraskólanum, kaupa sér töfra- sprota og láta flokka sig á heimavist. Ekki nóg með það heldur getur maður líka gengið um öll gólf Hogwarts-skóla og meira til, maður getur kíkt til Hogsmeade galdra- þorpsins og rölt um hættulega króka og kima hins forboðna skógar við enda skólalóðarinnar. Leikurinn er svokallaður RPG- leikur þar sem spilarinn býr til sinn eigin nemanda og kynnist galdra- heiminum og að þessu sinni vindur sögunni fram á 19. öld, hundrað árum áður en Harry Potter bæk- urnar og hinar sálarlausu Fantastic Beasts kvikmyndir áttu sér stað. Spilarinn bregður sér í hlutverk nemanda sem fær ekki inngöngu í Hogwarts fyrr en á fimmta ári af óútskýrðum ástæðum. Vegna ann- arra óútskýrðra ástæðna er per- sónan haldin dularfullum galdra- mætti sem hjálpa henni að bregðast við uppreisn svartálfa undir forystu svartálfsins Ranrok. Valið á illmennum í leiknum hefur verið gagnrýnt mjög en hug- myndin um svartálfa, sem alla jafna gæta Gringotts-banka í söguheimi Harry Potter, hefur verið sögð inn- blásin af meintu gyðingahatri vegna líkinda við fordómafullar frásagnir af gyðingum í Evrópu í aldanna rás. Aðalsöguþráður leiksins er ein- mitt helsti veikleiki hans, og eru samræður oft stirðar og framvinda sögunnar ekkert sérlega spennandi. Óvenju mikið andleysi ríkir yfir þessum galdraheimi, allt frá því að Fantastic Beasts myndirnar komu í bíó og J.K Rowling opinberaði ógeð- felldar skoðanir sínar á trans fólki. Helsti styrkur leiksins er hins vegar án alls vafa Hogwarts-kastal- inn, sem gegnir sannkölluðu aðal- hlutverki í leiknum. Séu spilarar sérlegir Harry Potter aðdáendur þá mun sá hluti leiksins alls ekki valda vonbrigðum en aukaverkefni verða fljótlega mjög þreytandi og eru ansi kunnugleg; fara hingað eða þangað að ná í eitt eða annað. Þá eru óvinirnir sem er að finna í leiknum og ráðast á þig fyrir- varalaust ansi kunnuglegir í hvert einasta skipti, meðal annars svart- álfar og tröll. Það mætti vera meiri fjölbreytileiki. Að galdra í leiknum er þó hin besta skemmtun og frekar auðvelt að læra að ná tökum á þeirri iðju. Skorturinn á Quidditch er hins vegar grátlegur og skondið að ætla að græða á að selja þá íþrótt í ein- hverjum aukapakka síðar. n NiðursTaða: Hogwarts kastal- inn er risastór og ætti að kæta Harry Potter aðdáendur en fyrir aðra má þetta líklega teljast leikur í meðallagi. Sálarlaus snilld fyrir Harry Potter aðdáendur Það er líf og fjör á göngum Hogwarts í nýja leiknum. mynd/skjáskot Íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT kynnti nýja vöru, EGF Power Serum, fyrir helgi og auðvitað var íslenskum konum boðið að prófa dropana á eigin skinni. bjork@frettabladid.is Það var glatt á hjalla í höfuðstöðv- um Bio Effect fyrir helgi þegar hópum kvenna var boðið að koma og prófa nýju dropana, spjalla og njóta veitinga. EGF serumið hefur fyrir löngu slegið í gegn hér á landi sem erlendis en droparnir komu á markað árið 2010. Nú hefur fyrirtækið hannað nýja útgáfu dropanna, EGF Power serum, sem eru sagðir með enn meiri virkni og hugsaðir fyrir eldri og þroskaðri húð. Vörur Bio Effect eru framleiddar úr vaxtarþáttum sem Orf Líftækni framleiðir úr bygg- plöntum í gróðurhúsum sínum á Reykjanesi. Byggið er ræktað í vikri í vistvænu hátæknigróðurhúsi og vökvað með hreinu íslensku vatni svo um er að ræða alíslenska vöru. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri rannsókna og þróun- ar hjá BIOEFFECT, segir: „EGF Power Serum var sérstaklega þróað fyrir þroskaða húð til að styrkja varnar- lag hennar og jafna húðlit auk þess að vinna á helstu sýnilegu merkjum öldrunar.  Auk lykilinnihaldsefnanna EGF og KGF inniheldur þessi framsækna formúla hýalúronsýru, NAG og fleiri náttúruleg efni sem sjá til þess að draga úr sýnileika hrukka, auka raka og lágmarka litamisfellur,“ útskýrir Sigrún. „Við erum virkilega stolt af þess- ari nýju vöru og hlökkum til að kynna hana fyrir markaðinum,“ segir hún að lokum. n Fengu að reyna nýja húðdropa á eigin skinni Svana Lovísa, kennd við Svart á hvítu á Trendneti, augljóslega alsæl. Elísabet Margeirsdóttir með Bio Effect maskann. myndir/ALdís PáLs- dóttir Leik- konan Svan- dís Dóra naut þess að fá förðun frá MAC eftir húð- rútínuna frá Bio Effect. Karítas Diðriks- dóttir og Elísabet Gunnarsdóttir. Sigrún Dögg Kjartans- dóttir, fram- kvæmdastjóri rannsóknar og þróunar. Liv Bergþórs- dóttir, forstjóri ORF Líftækni, ásamt Hildi Björgu Halldórsdóttur. 24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MiðViKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.