Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 9
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 98 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 félagsstörf Félagslífið 2022 höfundur unnur berglind friðriksdóttir, formaður lmfí Nóg hefur verið um að vera hjá ljósmæðrum á þessu ári enda komin uppsöfnuð þörf á því að hittast á ný eftir langan og strembinn heimsfaraldur. Fræðsludagur ljósmæðra var haldinn 13. maí á Nauthól í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands og Landspítala. Upp­ selt var á sjálfan fræðsludaginn þar sem hundrað ljós mæður komu saman en þema dagsins voru hin ýmsu skipulags form á ljósmæðraþjónustu. Virki lega skemmtilegir og áhugaverðir fyrirlestrar prýddu dag­ skrána og ekki síður var gaman að hitta ljós mæður og spjalla. Ljósmæðrafélag Íslands hefur haldið nokkra fjar fundi á árinu. Tæknin býður upp á hentuga að ferð til að koma saman eina kvöldstund hvar sem við erum á landinu og hlusta á fræðsluerindi. Hingað til hafa erindin eingöngu verið frá ljós mæðrum, enda sérhæfing stéttarinnar mjög mikil og á ólíkum sviðum. Í janúar fjallaði dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir prófessor við Háskólann á Akur eyri um jákvæða fæðingar reynslu. Í mars voru það Hallfríður Jóns­ dóttir ljósmóðir og brjósta ráð gjafi sem flutti erindi um brjóstagjöf og Hafdís Guðna dóttir ljósmóðir, sem hefur sérhæft sig í svefni ung barna, sem var með fyrirlestur um svefn nýbura. Í október fjallaði ljósmóðirin Gréta Rún Árnadóttir, sem stundar diplóma nám í geðheilbrigðisfræði við Háskólann á Akureyri, um líðan kvenna á með göngu og gaf ljósmæðrum gagnlega og hag nýta ráð gjöf á því sviði. Í nóvember flutti Steinunn Zophoníasar­ dóttir ljósmóðir erindi um breytinga skeið kvenna en Steinunn er ein af þeim sem koma að kvenna­ móttökunni á Heilsugæslu höfuð borgar svæðisins. Stefnt er að því að halda áfram með „zoom kvöldin“ okkar annan hvern mánuð yfir vetrar tímann, en fundirnir hafa verið teknir upp og eru aðgengi legir á heimasíðu félagsins í einhverja daga á eftir. Gefst þannig öllum tækifæri til að horfa og hlusta á erindin. Stjórn Ljósmæðrafélagsins, f.v. Gréta María Birgis- dóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Bryndís Ásta Bragadóttir, Unnur Berglind Friðriksdóttir, Hafdís Guðnadóttir og Guðlaug María Sigurðardóttir. Á myndina vantar Ingu M. H. Thorsteinson sem er í leyfi. Ljósmæður á GynZone námskeiði á Akureyri í nóvember 2022. Ljósmæðrafélag Íslands hefur einnig nýtt fjar fundabúnaðinn í hádegisfræðslu, m.a. um Betri vinnu tíma, Stafræna Ísland, þ.e. umsóknarferlið fyrir fæðingar or lof, og nú síðast þegar Herdís Storgaard fjallaði um öryggi í svefnumhverfi ungbarna. Eins var félagið í samstarfi við ljósmóðurina Heiðdísi Dögg Sigurgeirsdóttur varðandi fræðslu um grindar­ botninn sem sjúkraþjálfarar hjá Hraust fluttu og var það erindi mjög vel sótt. Tveir kennarar frá danska ljósmóðurfyrirtækinu GynZone komu hingað til lands á vegum félagsins og voru með námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Því miður komust mun færri að en vildu og verður því stefnt að því að halda aftur námskeið á næsta ári. Nálastungunámskeiðið vinsæla verður síðan haldið í janúar 2023. Í vor fjölmenntu ljósmæður til Helsinki í Finn­ landi á Norðurlandaráðstefnuna. Tvo daga á undan hittust formenn ljósmæðrafélaganna á Norður­ löndum til skrafs og ráðagerða. Þessir dagar duga sjaldan en fyrir mig, svona nýja í starfi, þá er þetta sam starf okkar mér mjög lærdómsríkt. Aðalfundur ICM, International Confederation of Midwives, var haldinn í júní 2022 og var hann raf rænn eins og á síðasta ári. Næsta ár, 2023, er stefnt að því að halda staðfundi á Balí samhliða ICM ráð­ stefnunni sem verður 11.­14. júní. Í september var aðalfundur EMA, European Midwives Associations, haldinn í Brussel. Mjög áhuga­ vert var að hitta þar ljósmæður frá öðrum Evrópu­ löndum, en staða ljósmæðra er mjög ólík eftir svæðum. Ég sé alltaf betur og betur hvað íslenskar ljós mæður eru faglegar og sjálfstæðar í sínum störfum, enda horfa önnur lönd öfundaraugum til Íslands þar sem tölfræðin hjá okkur er með því besta sem gerist í heiminum. Skemmst er frá því að segja að aðal fundur samtakanna verður haldinn hér á landi árið 2024 en það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og er undirbúningur strax hafinn. Búast má við að starf félagsins muni í vetur að mestu snúast um kjaramál, þar sem samningar ljós­ mæðra við ríkið verða lausir í mars á næsta ári. Er þegar hafin vinna við undirbúning viðræðna og gerð kröfugerðar. Góð samvinna er við aðildarfélög BHM og nýtur Ljósmæðrafélag Íslands góðs af því að vera hluti af bandalaginu. Þó hafa ljósmæður mikilvægar sérkröfur sem snúa að mestu að greiðslum og skipu­ lagi vaktavinnu/bakvakta þar sem veitt er sólar­ hrings þjónusta ljósmæðra. Ég fer bjartsýn inn í samningavinnuna og trúi því að við eigum eftir að ná árangri við samnings­ borðið, en geri samt fastlega ráð fyrir því að þetta verði langdregin fæðing. „Ljósurnar,“ 60+ deild Ljósmæðrafélagsins á árlegu ferðalagi vorið 2022. EMA fundur í Brussel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.