Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 70

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 70
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 7170 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 Aðferðafræði Þessi rannsókn var gerð með fyrirbærafræðilegri nálgun þar sem tekin voru viðtöl við konur sem endað höfðu í bráða keisara­ skurði eftir að hafa byrjað í eðlilegri fæðingu. Fyrir bæra fræðin er nálgun við rannsóknir sem leitast við að skilja kjarna fyrir bæris með því að skoða það frá sjónarhorni þess sem hefur upp lifað það. Rannsóknaraðferðin er því heppileg til að öðlast skilning á fyrirbærinu sem rannsaka á og þegar efnið hefur lítið verið rann­ sakað. Markmiðið er að lýsa merkingu þessarar reynslu, hvað var upplifað og hvernig það var upplifað (Neubauer, o.fl., 2019). Vancouver­skólinn í fyrirbærafræði Vancouver­skólinn er blanda af fyrirbærafræði, túlkunarfræði og hugsmíðahyggju. Þegar rannsakandinn undirbýr sig fyrir að nota Vancouver­skólann sem rannsóknaraðferð er mikilvægt að hann sé móttækilegur og opinn fyrir því sem hann er að reyna að skilja. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að hann opni sjón­ deildar hringinn fyrir einhverju nýju og átti sig á því hvernig reynslan lítur út frá sjónarhorni viðmælandans (Sigríður Hall­ dórs dóttir, 2021). Rannsóknarferli Vancouver­skólans skiptist í sjö meginþætti og rannsakandinn getur farið aftur og aftur inn í hvern þátt, fram og til baka í gegnum allt rann sóknar ferlið, sem má segja að sé eins konar hringferli. Þessir sjö megin þættir eru: að vera kyrr, að ígrunda, að koma auga á, að velja, að túlka, að raða saman og að sannreyna (sjá mynd 1). Úrtak og val á þátttakendum Við val á þátttakendum var stuðst við hentugleikaúrtak. Auglýst var eftir þátttakendum í Facebook hópnum Mæðratips. Þar létu viðbrögðin ekki á sér standa og um eitt hundrað konur buðu fram þátttöku sína. Skilyrði fyrir þátttöku var að tala íslensku, hafa byrjað í eðlilegri fæðingu og endað í bráðakeisaraskurði og hafa áhuga á því að deila reynslu sinni. Einnig var sett sem skilyrði að það væru liðnir að minnsta kosti sex mánuðir en ekki meira en fimm ár frá fæðingu, þegar viðtalið fór fram. Alls voru tekin viðtöl við 12 konur; 6 frumbyrjur og 6 fjölbyrjur. Haft var samband við konur í þeirri tímaröð sem þær gáfu kost á sér. Þegar komnar voru 6 frumbyrjur í úrtakið en aðeins 4 fjölbyrjur var eingöngu haft samband við þær tvær fjölbyrjur í viðbót sem voru næstar á listanum. Framkvæmd og réttmæti Tekið var eitt viðtal við hverja konu, þar sem stuðst var við við talsramma, á tímabilinu 15. desember 2021 til 4. mars 2022. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu, í tengslum við covid­19, fóru flest viðtölin fram í gegnum samskiptaforritið Zoom. Eitt við tal fór þó fram í gegnum Messenger­forritið og eitt viðtal var tekið í skrif stofu húsnæði. Fyrsti höfundur tók öll viðtölin og stóð hvert þeirra í 40­70 mínútur. Viðtölin voru svokölluð hálf­ stöðluð viðtöl, þar sem stuðst var við viðtalsramma. Þau voru hljóð rituð og skrifuð orðrétt upp og síðan greind samkvæmt að ferð Vancouver­skólans (sjá töflu 1). Hvert viðtal var greint, fundið yfirþema, meginþemu og undirþemu og niðurstöður voru síðan settar upp í greiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda. Hver þátt takandi fékk síðan sent sitt greiningarlíkan og var gefinn kostur á að bæta við eða koma með athugasemdir. Að lokum var gert eitt heildar greiningar líkan (sjá mynd 2) sem borið var undir tvo þátttakendur sem valdir voru af handahófi. Siðfræði Fengið var leyfi hjá Vísindasiðanefnd VSN­21­192 fyrir rann­ sókninni og hún var einnig tilkynnt til Persónuverndar. Konurnar fengu allar afhent kynningarbréf þar sem tekið var fram að þær gætu alltaf dregið sig út úr rannsókninni þegar þær vildu og að fullri nafn leynd væri heitið. Einnig var tekið fram að þær þyrftu ekki að svara spurningum sem þær vildu ekki svara. Konurnar fengu jafnframt boð um einn tíma hjá sálfræðingi, þeim að kostnaðar lausu, sem þær gætu haft samband við ef við talið vekti upp erfiðar tilfinningar. Öllum konunum var gefið dul nefni og leitast við í hvívetna að viðhafa siðferðilega góð vinnu brögð og misnota ekki það traust sem viðmælendur sýndu rannsakendum. 1. Að vera kyrr 2. Að ígrunda 4. Að velja 5. Að túlka 3. Að koma auga á 6. Að raða saman 7. Að sannreyna Mynd 1 Sjö meginþættir rannsóknarferlis Vancouver-skólans í fyrirbærafræði (Sigríður Halldórsdóttir, 2021, bls. 262). Tólf meginþrep Vancouver-skólans Lýsing á þrepunum Það sem var gert í þessari rannsókn 1. Að velja samræðufélaga Leitast er við að velja þátttakendur sem Auglýst var eftir þátttakendum og þeir valið bæði dæmigerða og ódæmigerða hafa út frá þeirri tímaröð sem þeir gáfu kost á reynslu af fyrirbærinu. sér í rannsóknina og uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku. 2. Undirbúningur hugans Fyrirframgefnar hugmyndir ígrundaðar Hér var reynt að gera sér grein fyrir fyrir- og settar meðvitað til hliðar. fram mótuðum hugmyndum um hvernig upplifun það er að fara í bráðakeisaraskurð og leggja þær hugmyndir til hliðar meðan á rannsókn stóð. 3. Að taka þátt í samtalinu Tekin eru eitt til tvö viðtöl við hvern þátt- Eitt viðtal var tekið við hverja konu. Samtals takanda. Fjöldi þátttakenda er ekki ákveðinn tólf viðtöl í formi samræða. fyrirfram heldur markast það af mettun (e. saturation), hversu marga þátttakendur er rætt við. 4. Skerpt vitund varðandi hugmyndir Unnið er samhliða að gagnasöfnun og Viðtölin voru hljóðrituð og skrifuð orðrétt og hugtök gagnagreiningu og gagnagreiningin hefst upp. Unnið var samhliða að gagnasöfnun strax í viðtölunum. og gagnagreiningu. 5. Þemagreining/kóðun Rannsakandi les yfir rituð viðtöl og finnur Viðtölin voru ítrekað lesin yfir til þess að átta lykilsetningar og merkingu þeirra. Greinir sig á heildarreynslu hverrar konu fyrir sig. síðan í þemu og undirþemu. Greind voru bæði yfirþemu og undirþemu. 6. Að átta sig á heildarmynd hvers Að átta sig á heildarmynd reynslu hvers Þemu frá reynslu hverrar konu fyrir sig voru einstaklings einstaklings. Meginþemu í sögu hvers þátt- vo sett upp í greiningarlíkan. takanda eru dregin fram og aðalatriðin sett fram í greiningarlíkan fyrir hvern og einn. 7. Staðfesting á heildarmynd hvers Í hverju greiningarlíkani felst ákveðin túlkun Haft var samband við allar konurnar sem þátttakanda með honum sjálfum rannsakanda. Hver þátttakandi er fenginn til tóku þátt og staðfestingar leitað á greiningu að staðfesta þessa túlkun rannsakandans. þeirra greiningarlíkans. Einn þátttakandi vildi bæta við sitt greiningarlíkan og annar óskaði eftir breyttu orðalagi á aðalþema. 8. Að átta sig á heildarmyndinni af Rannsakandi reynir að átta sig á heildar- Greiningalíkönin og viðtölin voru borin fyrirbærinu sjálfu myndinni af fyrirbærinu sjálfu, átta sig á hver saman, til þess að sjá sameiginlega upp- er sameiginleg reynsla þátttakenda og hvað lifun kvennanna. Síðan voru niðurstöðurnar er frábrugðið. Rannsakandi setur fram sameinaðar í eitt heildargreiningarlíkan. heildargreiningarlíkan fyrir alla þátttakendur. 9. Að bera niðurstöðurnar saman við Rannsakandi ber saman rituðu viðtölin við Hér var farið aftur yfir niðurstöður og þær rannsóknargögnin heildargreiningarlíkanið. bornar saman við rannsóknargögn til þess að sjá hvort þar væri samræmi á milli. 10. Yfirþema sem lýsir niðurstöðunum Rannsakandinn setur fram niðurstöðu sína Hér var leitast eftir að finna heiti sem lýsti í aðalatriðum um fyrirbærið í örstuttu máli. Það verður niðurstöðum í stuttu máli: Erfið og áhrifarík yfirþema rannsóknarinnar. reynsla: eitthvað sem maður gerir ekki endilega ráð fyrir að gerist. 11. Að sannreyna niðurstöður með Þróun heildargreiningarlíkans byggir alltaf Heildargreiningarlíkan var borið undir tvo meðrannsakendum að einhverju leyti á túlkun rannsakandans. þátttakendur og rætt hvort það sam- Þessa túlkun er nauðsynlegt að fá staðfesta ræmdist þeirra reynslu. af einhverjum þátttakendum. 12. Að skrifa upp niðurstöður rannsóknar. Að skrifa upp niðurstöður rannsóknarinnar. Hér var reynt að passa upp á að raddir Beinar tilvitnanir í orð allra þátttakenda úr kvennanna kæmu fram, sem var gert með viðtölunum til að rödd þeirra fái að heyrast beinum tilvitnunum frá þeim. og auka þannig trúverðugleika niðurstaðna. Tafla 1 12 þrep Vancouver-skólans og framkvæmd rannsóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.