Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 25
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 2524 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
fréttir
Norðurlandaráðstefna 2022 í Helsinki
höfundur ritstjórn
Í Helsinki í Finnlandi var Norðurlandaráðstefnan
haldin í 22. sinn þann 4.6. maí s.l. Yfirskrift hennar
var: Midwives Promoting Sexual and Reproductive
Health and Rights. Enn á ný gafst ljósmæðrum á
Norðurlöndum og samstarfsfélögum víða að tæki færi
til að kynna og ræða nýjustu þekkingu og rann sóknir
á sviði ljósmóðurfræða. Einnig gafst þátt takendum
tækifæri til að kynnast og mynda sambönd til
eflingar ljósmóðurfaginu í framtíðinni. Þátttakendur
voru fjölmargir og margir frá Íslandi. Eins og Unnur
Berglind formaður sagði á Ljósmæðraspjallinu, lét
nærri að 20% starfandi ljósmæðra væru á staðnum.
Farið var í skoðunarferðir, skálað í gleði og óspart
farið í gufubað að hætti innfæddra. Einnig voru
erindi flutt, bæði munnleg og á veggspjöldum, nær
30 talsins frá íslenskum ljósmæðrum og sam starfs
félögum. Hér að neðan er hópmynd sem tekin var
á alþjóðadegi ljósmæðra 5. maí í blíðu vorveðri.
Íslensku ljósmæðurnar í Helsinki.
félagsstörf
Ljósmæðradagurinn 13. maí 2022
Ljósmæðrafélag Íslands hélt fræðsludag ljósmæðra þann 13. maí
2022. Þetta var dagur fyrir ljósmæður, haldinn af ljósmæðrum og
er óhætt að segja að hann hafi verið stútfullur af áhugaverðu efni.
Fræðsludagurinn var haldinn í Nauthól og fór vel um þær rúmlega
100 ljósmæður sem nýttu sér þetta frábæra tækifæri. Fundarstjórar
voru þær Guðlaug María Sigurðardóttir og Gréta María Birgisdóttir.
Karitas Halldórsdóttir tók að sér að setja fræðsludaginn.
höfundur guðlaug erla vilhjálmsdóttir og anna guðný hallgrímsdóttir
Fyrsti fyrirlesarinn var Berglind Hálfdánsdóttir
en hún kynnti stöðuskýrslu um framtíð barneignar
þjónustu á Íslandi 20202030. Mjög gott var að fá
útdrátt úr þessari skýrslu en efni hennar eru til lögur
frá starfshópi heilbrigðisráðherra. Margir áhuga verðir
punktar komu fram, bæði í tengslum við með göngu
vernd, fæðingarþjónustu, sængurlegu, fag mennsku,
menntun, kven og kynheilbrigði og ósjúkra tryggðar
og erlendar konur. Til að nefna eitt hvað má nefna
úrbætur á landsbyggðinni þar sem reynt verður að
tryggja jafnt aðgengi að sér hæfðri þjónustu. Inn
leiddar verða stöður um dæmis ljós móður í hverju
heilbrigðisumdæmi sem og stöður héraðs ljósmæðra
í dreifðari byggðum þannig að hvergi verði lengra
en klukkustundar neyðar flutningur í vaktþjónustu
ljósmóður. Eins og Berglind benti sjálf á þá er fram
tíðin full af tækifærum fyrir ljósmæður sem vilja
spreyta sig á áhugaverðum verkefnum.
Helga Gottfreðsdóttir prófessor í ljósmóður
fræði við Háskóla Íslands ræddi um nám og starfs
svið ljósmæðra. Það var gaman að hlusta á hana rifja
upp sögu námsbrautar í ljósmóðurfræði í stuttu máli
og segja frá því þegar hún sjálf var nemandi í ljós
mæðra skólanum. Helga nefndi að mikilvægt væri
að fá nákvæma tölu yfir fjölda starfandi ljósmæðra
á landinu, meðal annars til þess að meta raunveru
lega þörf á ljósmæðrum. Hún nefndi einnig að sér
þætti mikilvægt að efla leiðtogaþjálfun ljósmæðra.
Helga sagðist hafa viljað sjá í skýrslunni um framtíð
barn eignar þjónustu að stefnt væri að því að ákveðinn
fjöldi kvenna fengi samfellu í þjónustu og færi í
gegnum eðlilegt fæðingarferli.
Dögg Hauksdóttir fæðingarlæknir og for
stöðumaður Kvenna og barnaþjónustu Landspítala
hélt mjög skemmtilegt erindi um stöðu og framtíð
barneignarþjónustu á Landspítalanum. Hún nefndi
að árin 20202021 hefðu verið eins og fullkominn
stormur sem samanstóð af metfjölda fæðinga og
heimsfaraldri. Heimsfaraldri sem fylgdu miklar
breytingar á starfsumhverfi til að mynda með notkun
hlífðarbúnaðar og grímuskyldu, uppskiptum starfs
mannaeiningum, fundar og fræðslubanni ásamt
manneklu vegna skorts á ljósmæðrum og veikindum
eða sóttkví starfsfólks. Á sama tíma hefur húsakostur
Landspítala farið versnandi en kröfur starfsfólks
um sveigjanleika í vinnutíma aukist. Jafnframt hafa
kröfur skjólstæðinga um notkun samfélagsmiðla
í fæðingum aukist sem og væntingar þeirra til
fæðingar upplifuninnar breyst. Hún minnti þó á að
eftir storminn lægir og að vonandi séu bjartari tímar
fram undan. Dögg sagði einnig að hennar fram tíðar
sýn sneri að öryggi og ánægju skjólstæðinga en jafn
framt vonaðist hún til að fæðingarþjónusta Land
spítala yrði eftirsóttur vinnustaður þar sem nýsköpun
og vísindastarf væri partur af daglegri starfsemi.
Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir ljósmóðir
á Landspítalanum kynnti meistaraverkefni sitt um
ljósmæðrastýrðar einingar. Markmið verkefnisins
var að bera saman útkomu móður og barns eftir
upp hafs stað fæðingar. Bornar voru saman útkomur
fæðinga kvenna sem stefndu að fæðingu á ljós
mæðra stýrðum einingum innan og utan sjúkra húsa
við útkomu fæðinga á þverfaglegum deildum sjúkra
húsa. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að
konur sem stefndu að fæðingu á ljósmæðrastýrðum
einingum voru líklegri til þess að fæða eðlilega en
minni líkur voru á notkun hríðaörvunar, mænu rótar