Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 28
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 2928 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
almennt efni
Ljósmæðradraumar
Frá stefnumótun til aðgerða
Í lok ársins 2020 var gefin út ný stefna fyrir barneignarþjónustu á
Íslandi til ársins 2030 og í framhaldinu aðgerðaráætlun sem fylgir
stefnunni. Í síðasta Ljósmæðrablaði var birtur pistill um helstu
nýjungar sem má finna í stefnunni og aðgerðaráætluninni, en gera
má ráð fyrir að þær nýjungar geti verið ljósmæðrum upp spretta
nýrra hugmynda um þróun þjónustunnar. Því leitaði ritnefnd Ljós
mæðrablaðsins til nokkurra öflugra og hugmyndaríkra ljósmæðra
og fékk þær til að velta fyrir sér hvað hægt væri að gera í framhaldinu.
Hvaða dyr eru að opnast sem áður voru lokaðar? Hvað vilja þær
gera, innan núverandi vinnustaðar eða utan, sem þessi stefna gæti
stutt þær við? Þessar ljósmæður deila nú með lesendum Ljós
mæðrablaðsins hugmyndum sínum, framtíðarsýn og draumum.
Sumir draumar eru jarðbundnir, aðrir nýjungagjarnari, en allir geta
þeir verið okkur leiðar ljós þar sem við höldum áfram að berjast fyrir
bættri þjónustu fyrir íslenskar fjölskyldur á frjósemisskeiði sínu.
höfundur berglind hálfdánsdóttir
upplögð til að ræða fæðingarupplifun, líðan og lífið
með nýburanum en má einnig nýta til eflingar kyn
heilbrigðis. Saumaskapur, gróandi á rifum, virkni
grindarbotns, þvagleki og blæðingar eru meðal efna
sem gott væri að fara yfir. Einnig mætti ræða kynlíf
og parsambandið, frjósemi og getnaðarvarnir og
taka leghálsstrok þar sem við á.
Þegar ljósmæður hafa fylgt konum í gegnum
fyrrgreind lífsskeið er sjálfsagt framhald að fylgja
þeim í gegnum lok frjósemisskeiðsins, sjálf tíðahvörfin.
Breytingaskeiðið getur reynst mörgum konum erfitt
og mikil þörf er fyrir stuðning, fræðslu og ráðgjöf
fagfólks. Ljós mæður eru sérfræðingar í kven og
kynheilbrigði og breytingaskeiðið ætti að vera hluti
af þekkingu og menntun ljósmæðra. Minn draumur
er að ljósmæður öðlist einn daginn rétt til að ávísa
hormóna lyfjum fyrir konur á breytingaskeiði líkt
og þær hafa nú fengið rétt á að ávísa hormóna
getnaðarvörnum.
Ég hef þá trú að flestir þeirra drauma sem hér
eru reifaðir muni að endingu rætast. Sumir þeirra eru
meira að segja vel komnir á veg. Í júní 2021 sendi
heilbrigðisráðherra bréf á stjórn Heilsugæslu höfuð
borgarsvæðisins um opnun kvennamóttöku innan
heilsugæslunnar. Í bréfinu kemur fram að mót
tökunni sé meðal annars ætlað að annast fræðslu
og ráðgjöf um breytinga skeið kvenna, getnaðarvarnir
og sjúkdóma sem herja sérstaklega á konur. Í dag
starfa ég sem ljós móðir í hlutastarfi hjá HH í þver
faglegu teymi sem vinnur að því að setja þessa mót
töku á laggirnar. Auk mín starfa í teyminu hjúkrunar
fræðingur, heimilislæknir og sérnámslæknir í kven
sjúk dóma og fæðingarlækningum. Mitt hlutverk
í teyminu er að útbúa, þróa og veita fræðslu og ráð
gjöf tengda breytingaskeiði kvenna sem og að sinna
getnaðarvarnarráðgjöf. Annað stórt verkefni er í
burðarliðnum, en það er Fæðingarheimili Reykja
víkur sem mun bjóða upp á kven og kynheil brigðis
þjónustu frá kynþroska til tíðahvarfa. Margar dyr
eru því að opnast fyrir ljósmæður á sviði kynheil
brigðis og forvarna og þar með fjölmörg tækifæri
til að bæta heilsu og kynheilbrigði kvenna á Íslandi.
Anna María Oddsdóttir
Héraðsljósmæður
„Ég er héraðsljósmóðir“ var það fyrsta sem ég hugsaði
eftir að ég las skýrsluna um skipulag barn eignar
þjónustu á Íslandi. Samfelld þjónusta í barneignar
ferlinu er grunnurinn þar sem engin skil greind
fæðingarþjónusta er til staðar. Ef það þarf að slíta
í sundur keðjuna eins og á mínu land svæði, þar sem
konur þurfa að fæða börn sín utan héraðs, þá þurfa
hinir hlekkirnir að standa ansi þétt saman og halda
þegar mest á reynir. Nú hef ég starfað sem ljósmóðir
á Sauðárkróki í 10 ár. Ég kom hingað nýútskrifuð
og full af eldmóði án þess að hafa þá reynslu og
þekkingu sem þarf til að standa ein í héraði og taka
þá ábyrgð sem nauðsynlegt er að standa undir svo
hægt sé að veita þjónustuna og hún sé til fyrirmyndar.
Ég væri sannarlega að ljúga ef ég segði að þetta væri
ekkert mál, því þetta er oft á tíðum mjög erfitt og
ábyrgðin sem maður finnur fyrir er oft mjög yfir
þyrmandi. En alltaf held ég áfram og þakka ég það
m.a. þeim frábæra stuðningi sem ég hef haft frá
fæðingardeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri hjá
öllum þeim frábæru læknum og ljósmæðrum sem
þar starfa, án þeirra væri starfið ekki eins og það
er. Það er svo mikilvægt að finna stuðning og hafa
gott aðgengi að ráðleggingum. Einnig hef ég haft
gott bakland hjá þeim heimilislæknum sem ég hef
starfað með, þeir hafa sannarlega staðið þétt við
bakið á mér og er það ómetanlegt. Hér hef ég staðið
vaktina dag og nótt, með það eitt að leiðarljósi að
mínir skjólstæðingar upplifi sig örugga, hafi greiðan
aðgang að mér og geti treyst því að þeir fái sam bæri
lega þjónustu og ef þeir hefðu búsetu nær fæðingar
stað. Það þarf mikla seiglu til að búa fjarri fæðingar
stað, sérstaklega á veturna þegar allra veðra er von
og færðin ekki góð. Reynslan hefur kennt mér að
það að vera til staðar fyrir konurnar og fjölskyldur
þeirra skiptir gríðarlega miklu máli og er algjör for
senda fyrir því að fólk hreinlega treysti sér til að
búa hér á barneignaraldri. Þess vegna fagna ég því
sem stendur í skýrslunni, að auka eigi stöðugildi
fyrir ljósmæður í héraði. Draumurinn væri að geta
verið með tvö stöðugildi ljósmæðra til að geta deilt
ábyrgð og verkum og standa áfram vörð um gæði
þjónustunnar sem veitt er. Starfið er svo fjölbreytt
og gefandi þó auðvitað komi kaflar sem manni finnast
mjög erfiðir og gefa lítið af sér, en yfir þá kafla reynir
maður að skauta hratt og heldur svo sínu striki og
finnur eldmóðinn sem maður hafði í upphafi, leitast
við að viðhalda honum með endur menntun, um
gangast annað fagfólk og deila reynslu. Ég er svo
óendanlega þakklát fyrir starfið mitt, ég er stolt ljós
móðir og þann dag sem ég finn ekki eldmóð til að
standa vörð um þjónustu fyrir „mínar“ konur og fjöl
skyldur þeirra, vona ég að mér beri gæfa til að finna
mér annað starf og hleypa nýrri ljósmóður að sem
brennur fyrir besta starf í heimi.
Áfram ljósmæður, aldrei missa sjónar á því sem
skiptir mestu máli í okkar starfi, þ.e skjól stæðingar
okkar og fjölskyldur þeirra. Vissulega væri himneskt
að fá greidd laun í samræmi við vinnuframlag en ég
óttast að þessi frábæra framtíðarsýn á barneignar
þjónustu eins og hún birtist í skýrslunni kosti of
Steinunn Zophoníasdóttir
Kynheilbrigði
Þó heiti nýrrar skýrslu um stefnu og aðgerðaráætlun
um barneignarþjónustu til ársins 2030 beri það ekki
með sér, þá tekur hún líka á málefnum kven og kyn
heilbrigðis utan barneigna. Eitt af fjórum fræða sviðum
ljósmæðra er einmitt kynheilbrigði og for varnir og
innan þess felast mörg sóknarfæri fyrir ljósmæður.
Minn draumur er að ljósmæður verði rauði
þráðurinn í kynheilbrigðisþjónustu kvenna á öllum
lífsskeiðum, frá tíðabyrjun fram yfir tíðahvörf. Ég
vil að ljósmæður verði sá fagaðili sem kemur fyrstur
upp í huga kvenna þegar þær leita sér ráðgjafar um
getnaðarvarnir, frjósemi og breytingaskeið. Alveg á
sama hátt og konur hugsa fyrst til ljósmæðra þegar
þær ganga í gegnum barneignarferlið.
Til að draumar geti orðið að veruleika þarf margt
að ganga upp. Fræðasviðið er þegar til staðar og
stefnan skýr. Ljósmæður eru að taka fyrstu skrefin
í átt að aukinni þjónustu á sviði kyn heilbrigðis. Með
leghálsskimunum og rétti til ávísunar getnaðarvarna
hafa ljósmæður stækkað skjólstæðingahóp sinn og
sinna nú konum á fleiri lífsskeiðum en áður. Sú þróun
veitir ljós mæðrum möguleika á að víkka starfsvið
sitt enn frekar.
Í draumsýninni sé ég fyrir mér einingar þar sem
ljósmæður sinna kven og kynheilbrigði á breiðum
grundvelli. Þjónustan væri í boði í þverfaglegu sam
starfi við aðrar starfsstéttir eins og lækna, hjúkrunar
fræðinga, kynfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga
og sjúkraþjálfara. Eitt sóknar færi ljósmæðra er að
efla aðgengi ungs fólks að kynheilbrigðisþjónstu.
Í því gæti falist aukin um ræða og fræðsla um kyn
þroskann, blæðingar, kynlíf og samskipti, getnaðar
varnir og þungunar rof. Annað sóknarfæri er heilsu
eflandi ráðgjöf (e. preconcepitonal care) fyrir fólk
sem hyggur á barn eignir. Mikil þörf er fyrir slíka
þjónustu þar sem ófrjósemi er að aukast hjá báðum
kynjum og heilsa fólks fer versnandi með aukinni
tíðni offitu, sykursýki og hjarta og æðasjúkdómum.
Með heilsu eflandi ráðgjöf gætu ljósmæður hjálpað
fólki að bæta heilsu og frjósemi sem gæti skilað sér
í far sælli meðgöngu en ella.
Ljósmæður eru sérfræðingar í barneignarferlinu
og sinna því af faglegheitum og kost gæfni. Til við
bótar við núverandi fyrirkomulag mætti bjóða upp
á komu 68 vikum eftir fæðingu. Slík viðtöl eru