Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 62

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 62
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 6362 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 fréttir Alþjóðleg ráðstefna um eðlilegar fæðingar og rannsóknir höfundur ritstjórn Í Danmörku, nánar tiltekið í Árósum, var 21. Inter­ national Normal Labour and Birth Research Con ference (NLNB) haldin dagana 12­14. september 2022. Heiti ráðstefnunnar var Evidence Knowledge and Creativity; Optimising Safety and Personalisation in Maternity Care, sem vísar til mikilvægi gagn reyndrar þekkingar og frum kvæði til að hámarka öryggi og persónulega barneignarþjónustu. Ráð stefnan hefur verið skipu lögð af rannsóknarhóp um barneignir og heilsu við University of Central Lan cashire og hefur hlotið lof fyrir að vera ein fremsta ráðstefna um eðlilegar fæðingar sem í boði er. Í þetta sinn voru nokkrar ljós mæður með framlag frá Íslandi sem byggja á meistara­ og doktorsverkefnum. Ráðstefnan hefur verið haldin í Bretlandi síðan 2001 og síðasta áratuginn, annað hvert ár þar og hitt árið í öðru landi. Á heimasíðu ráðstefnunnar er sagt frá því að markmið hennar sé að safna saman og miðla alþjóðlegri vísindalegri þekkingu um líf eðlis­ fræðilega fæðingu, byggða á klínískum, gagn reyndum upplýsingum og umræðum. Markmiðið er að ljós­ mæður, fæðingar­ og nýburalæknar geti veitt örugga persónulega þjónustu, á gagnkvæman og virðingar­ verðan hátt í samstarfi milli fagstétta. Einnig með skjól stæðingum og brugðist við að stæðum á réttum tíma fyrir og í fæðingu. Einnig er lögð áhersla á að fólk í fæðingu sem óskar eftir sjálfkrafa fæðingu hafi aðgang að nýjustu upp lýsingum og fái stuðning frá fagfólki sem getur unnið vel saman og ein beitt sér að bestu mögulegu þjónustu og öruggri útkomu, á klín­ ískan, sálrænan, tilfinninga legan og menningar legan hátt, hvar sem er í heiminum. Þó nokkrar íslenskar ljósmæður mættu á ráð­ stefnuna að þessu sinni og voru með erindi. Eitt af þeim fjallaði um sameiginlegt rannsóknarefni Nord plus­netsins Midwives of the North um við horf ljós mæðra til eðlilegra fæðinga og verndun þeirra í sjúkra hús fæðingum. Erindið fluttu saman full trúar nemenda og kennara og stóð því stór hópur á senunni. Í þessu verkefni hafa tekið þátt fyrir Íslands hönd Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir sem lauk sínu meistara­ námi vorið 2022 og Sunna Líf Guðmundsdóttir sem lýkur námi vorið 2023. Leið beinandi þeirra er Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Nemendur og kennarar í Árósum sem kynntu rann- sóknarverkefnið um verndun eðlilegra fæðinga. Fundur í samstarfsnetinu Midwives of the North í Árósum haustið 2022. fréttir Samstarfsnet ljósmóðurnáms á Norður­ og Eystrasaltslöndum höfundur ritstjórn Samstarsfnet ljósmæðraskóla á Norðurlöndum hefur verið starfrækt síðustu 25 ár. Á vegum Nord­ plus var netið Nordejordemoderen stofnað um það leyti sem nám ljósmæðra á Íslandi fluttist í Háskóla Íslands árið 1995. Skólarnir voru í fyrstu alls sjö, tveir í Noregi og Svíþjóð, einn í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Fleiri skólar hafa bæst við og einnig eru með fæðingardeildir sjúkrahúsanna í Nuuk á Græn­ landi, Þórshöfn í Færeyjum og á Álandseyjum. Árið 2007 bættust við skólar frá Eystrasaltlöndunum, nafn netsins var breytt í Midwives of the North og einnig varð tungumál netsins enska. Mikil virkni hefur löngum verið í netinu. Nema­ og kennaraskipti hafa verið milli skóla og landa með jákvæðum áhrifum á mótun náms í ljósmóðurfræði, bæði klínískt og fræði ­ lega. Fulltrúar okkar nemenda og kennara á Íslandi voru með framlag og fóru á sameiginleg viku náms­ keið sem haldin voru t.d. í Osló, Borås og Kaup­ manna höfn og síðar í Eystrasaltslöndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Efni þeirra hefur meðal annars verið um kjarna ljósmóðurfræðinnar, vald eflingu nem­ enda og ungra ljósmæðra, eðlilegar fæðingar, gagn­ reynda þekkingu, notkun tækni s.s. fóstur greiningu í barn eignar þjónustu og gagnrýna íhugun í klínísku námi og klíníska kennslu. Einnig hafa verið unnin sérstök rannsóknar­ og þróunarverkefni milli skólanna, hér áður um þarfir feðra og nú síðustu árin stórt rannsóknarverkefni um eðlilegar fæðingar, viðhorf ljósmæðra og skil greiningu þeirra á þeim og leiðir til að vernda þær á fæðingar­ deildum sjúkrahúsa. Í því verkefni vinna nemendur ásamt kennurum frá tíu skólum loka verk efni til BS eða MS gráðu, gera fræðilegar saman tektir og taka við töl við ljósmæður. Kennarar eru að safna saman niður stöðum, endurgreina og samþætta. Jafnframt er verið að skrifa grein til birtingar í fræði tímariti. Fyrstu niðurstöður hafa verið kynntar á ráðstefnunum í Helsinki og Árósum sem sagt er frá hér í blaðinu, en kynningin var haldin af nemendum ásamt kennur­ unum Elíne Skírnisdóttur Vik, frá Bergen í Noregi sem er hálf íslensk og Alina Liepinaitienė frá Kaunas í Litháen. Styrkir í gegnum Nordplusnetið og Erasmus hafa einnig fengist í fleiri verkefni s.s. milli Háskóla Íslands og Kaunas University of Applied Sciences í Litháen. Vorið 2022 var Ólöf Ásta Ólafsdóttir gesta prófessor í Kaunas með viku námskeið um hug­ mynda fræðilega nálgun í starfi og námi ljós mæðra. Með henni á námskeiðinu var Litháísk ljósmóðir Aurelija Povilaitytė; sem er ljósmæðrum á fæðingar­ vakt Landspítalans vel kunn. Þær voru með vinnu­ smiðjur um ljósmóðurstarf í Litháen og Íslandi, hugmynda fræði, starfshætti og menningarlegar að ­ stæður. Í lok vikunnar var haldin ráðstefna á ensku með þátttöku kennara og nemenda þar sem nema­ verkefni voru kynnt og umræður voru um eðlilegar fæðingar og ljós móður fræði í báðum löndunum. Eftir fyrsta skóladaginn í Kaunas. Á covid tíma í heimsókn á fæðingardeild í Kaunas.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.