Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 68

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 68
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 6968 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 ritrýnd fræðigrein Erfitt og eitthvað sem maður gerir ekki ráð fyrir: Reynsla kvenna sem byrja í eðlilegri fæðingu en enda í bráðakeisaraskurði A Difficult Experience and Something That One Does Not Expect To Happen: The Experience of Women Who Begin in Normal Labour and Then Must Undergo an Emergency Caesarean Section Bakgrunnur Konur sem enda í bráðakeisaraskurði eru líklegri til þess að upplifa neikvæða fæð­ ingarreynslu en konur sem fæða eðli lega eða fæða með valkeisaraskurði. Þær fá gjarnan þá tilfinningu að þær séu búnar að missa stjórn, óttast jafnvel um líf sitt og barnsins og finna fyrir kvíða og von­ brigðum yfir því að fæðingin hafi ekki endað eins og þær vonuðust til. Tilgangur Að öðlast dýpri skilning á reynslu kvenna sem byrja í eðlilegri fæðingu en þurfa að fara í bráðakeisaraskurð. Aðferð Þessi rannsókn var gerð með fyrirbæra­ fræði legri nálgun og stuðst var við að ferð Vancouver­skólans. Úrtakið var tilgangs­ úrtak þar sem skilyrði fyrir þátttöku voru: að tala íslensku, að hafa byrjað í eðlilegri fæðingu og endað í bráðakeisaraskurði, að minnsta kosti sex mánuðir og í mesta lagi fimm ár væru liðin frá fæðingu. Aug­ lýst var eftir þátttakendum í Facebook­ hópnum Mæðratips og tekið var eitt við­ tal við hvern þátttakanda, þar sem stuðst var við viðtalsramma, samtals 12 viðtöl. Niðurstöður Konurnar lýstu blendnum tilfinningum eins og vonbrigðum, hræðslu og því að óttast um líf sitt og barnsins, auk þess sem þær fundu fyrir ákveðnum létti. Yfir ­ þema rannsóknarinnar, erfið reynsla: eitt hvað sem maður gerir ekki endilega ráð fyrir að gerist, lýsir því hvernig konurnar upplifuðu það sem áfall að þurfa að fara í bráðakeisaraskurð og að þær hefðu verið lengi að vinna úr þeirri lífs reynslu. Megin­ þemun voru sjö: að þurfa að fara í bráða­ keisara skurð, andleg líðan, áhrifa þættir, líkamleg líðan, fræðsla og eftir fylgni, maki og stuðningsaðilar og líðan í dag. Síðan voru greind undirþemu undir meginþemunum. Ályktun Það að byrja í eðlilegri fæðingu og fara í bráðakeisaraskurð reynist konum erfið og oft flókin lífsreynsla þar sem stuðningur ljósmæðra getur haft mikil áhrif á upp­ lifun kvennanna. Lykilorð bráðakeisaraskurður fæðingarupplifun andleg líðan ljósmóðurfræði fyrirbærafræði ÁgripHöfundar María Sunna Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunar- fræðingur BS, MS 1 Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir, prófessor, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur BS, MS, PhD 2 1 Landspítali. 2 Heilbrigðis-, viðskipta- og raun- vísinda svið, Háskólinn á Akureyri. tengiliður inga@unak.is Inngangur Það er mjög mismunandi eftir löndum og heimsálfum hversu há keisaratíðni er, en hún hefur haldið áfram að aukast undan­ farin ár og samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismála­ stofnuninni (World Health Organization, 2021) var tíðnin á heimsvísu komin upp í 21% árið 2021, samanborið við 7% árið 1990. Undanfarin ár hefur keisaratíðni á Íslandi verið 14.0%­ 17.5% og árið 2020 var hún 16.1% en það ár voru 65% keisara­ skurða bráðakeisaraskurðir og 35% valkeisaraskurðir. Þegar ákveðið er að framkvæma keisaraskurð áður en fæðing hefst, og að minnsta kosti átta klukkustundir hafa liðið frá ákvörðun um keisara þar til aðgerð er framkvæmd, flokkast keisaraskurðurinn sem valkeisaraskurður. Þeir keisaraskurðir sem ekki falla undir þessa skilgreiningu teljast til bráðakeisaraskurða (Védís Helga Eiríksdóttir og Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, 2021). Í þessum aðstæðum getur upplifun kvenna af fæðingunni orðið töluvert frábrugðin upphaflegum væntingum þeirra (Coates o.fl., 2019; Yokote, 2008). Mikilvægt er fyrir ljósmæður að auka þekkingu sína á því hver reynsla kvenna sem fara í bráðakeisaraskurð er, þar sem hann eykur líkur á neikvæðri fæðingarreynslu (Karlström, 2017). Þar að auki getur hann haft neikvæð áhrif á við horf kvenna til frekari barneigna (Coates o.fl., 2019). Fræðilegur bakgrunnur Bráðakeisaraskurður er gerður þegar líf móður og/eða barns er í hættu en keisaraskurður er ekki áhættulaus. Helstu ástæður fyrir bráðakeisaraskurði eru fósturstreita og tepptur fram gangur í fæðingu og helstu fylgikvillar keisaraskurða eru blæðing frá legi, rifa frá legskurði og hiti í sængurlegu. Einnig er aukin hætta á blóðtappa, blóðgjöf og sýkingu í skurðsárum (Heiðdís Valgeirsdóttir o.fl., 2010). Tilgangur bráðakeisara skurðs er að bjarga lífi móður og/eða barns, en mikilvægt er fyrir heilbrigðis­ starfsfólk að hafa í huga hvaða áhrif bráðakeisaraskurður getur haft á andlega og líkamlega heilsu kvenna til skemmri eða lengri tíma (Benton o.fl., 2019). Niðurstöður rannsóknar sem fram­ kvæmd var í Tyrklandi sýndu að þær konur sem höfðu byrjað í eðlilegri fæðingu og endað í bráðakeisaraskurði upp lifðu nei­ kvæðar tilfinningar eins og ótta, depurð og kvíða (Meric o.fl., 2019) og þær upplifðu jafnframt vonbrigði, fannst þær ekki hafa stjórn á aðstæðum og óttuðust um líf sitt og barnsins (Benton o.fl., 2019). Auk þess hefur komið fram í rannsóknar niður­ stöðum að konur upplifa gjarnan eftirsjá (Konheim­Kalkstein og Miron­Shatz, 2019). Konur sem hafa farið í keisara skurð eru frekar með neikvæða upplifun af fæðingunni en þær konur sem hafa fætt um fæðingarveg (Burcher o.fl., 2016; Schantz o.fl., 2021), sérstaklega þær konur sem hafa farið í bráða keisara skurð (Coates o.fl., 2019; Handelzalts o.fl., 2017). Sterk tengsl eru einnig á milli þess að fara í bráðakeisaraskurð og kvíða fyrir því að eignast aftur barn (Dencker o.fl., 2019). Ein helsta ástæða ótta við fæðingu hjá fjölbyrjum er slæm fyrri reynsla af fæðingu og þær konur sem verða fyrir slíkri reynslu óska frekar eftir að fara í valkeisaraskurð (Eide o.fl., 2019; Løvåsmoen o.fl., 2018). Barnshafandi konum finnst of litlum tíma varið í með gönguverndinni í að ræða fæðingarmáta og undirbúa þær fyrir þann möguleika að fæðingu ljúki með bráðakeisaraskurði (Gottfredsdottir o.fl., 2016) og stór hluti kvenna sem leitar sér aðstoðar vegna neikvæðrar fæðingarupplifunar hefur fætt með bráða keisara skurði (Valgerður Lísa Sigurðardóttir o.fl., 2017). Í fræðilegri samantekt úr 26 fræðigreinum, þar sem þátt­ takendur voru alls 5.693, sýndu niðurstöður að konunum sem höfðu endað í bráðakeisaraskurði fannst þær vera hlutgerðar og hunsaðar og þær töldu sig ekki vera hafðar með í ákvarðanatöku. Þeim fannst heldur ekki hafa verið hlustað á þær og upplifðu þar af leiðandi vanmáttarkennd. Einnig þótti þeim þær ekki nægi lega vel undirbúnar og upplifðu sig misheppnaðar vegna þess að þær hefðu ekki fætt eðlilega. Þar að auki voru þær með þá tilfinningu að þær hefðu misst af einhverju. Í þessari rann sókn kom einnig fram að konunum fannst vera skortur á upp lýsingum um gang fæðingarinnar og eftir fæðinguna fannst þeim vanta útskýringar á ástæðu þess að þær enduðu í bráða­ keisara skurði. Einnig töldu þær vanta fræðslu um bataferlið og um önnun barnsins (Coates o.fl., 2019). Konur sem hafa farið í bráða keisara skurð eru síður sáttar við störf heilbrigðisstarfsfólks (Benton o.fl., 2019). Bráðakeisaraskurður er áhættuþáttur fyrir því að konur fái áfallastreituröskun (Benton o.fl., 2019) og allt að 3.1% kvenna fá slíka röskun eftir fæðingu (De Graff o.fl., 2018). Einnig eru auknar líkur á því að konur sem fara í bráða keisara skurð fái fæðingarþunglyndi (Eckerdal o.fl., 2017) og þær eru lengur að ná sér líkamlega eftir bráðakeisaraskurð í samanburði við annan fæðingarmáta (Benton o.fl., 2019). Þegar konur eru með neikvæða fæðingarupplifun getur það haft neikvæð áhrif á andlega líðan þeirra til skemmri eða lengri tíma (Simpson og Catling, 2016). Helsta markmið ljósmæðra og annars heilbrigðis starfsfólks sem kemur að fæðingu er að móðir og barn komist heil í gegnum fæðingu en eins og fram hefur komið sýna rannsóknir að þessu getur verið ábótavant þegar kemur að upplifun kvenna af bráðakeisaraskurði (Burcher o.fl., 2016; Carquillat o.fl., 2016; Boorman o.fl., 2014). Því er mikilvægt að rannsaka og fá aukinn skilning á því hver reynsla kvenna sem fara í bráðakeisaraskurð er og hvernig hægt er að styðja þær konur sem best. Markmið rannsóknar og rannsóknarspurning Takmörkuð þekking er til staðar á reynslu kvenna sem byrjað hafa í eðlilegri fæðingu og endað í bráðakeisaraskurði. Til­ gangur þessarar rannsóknar er að fá betri og dýpri skilning á reynslu kvenna sem byrja í eðlilegri fæðingu en enda í bráða­ keisaraskurði, hvernig þær upplifa þá reynslu og hvernig þeim farnast eftir fæðinguna. Sett var fram rannsóknarspurningin: Hver er reynsla kvenna sem byrja í eðlilegri fæðingu en enda í bráðakeisaraskurði?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.