Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 89

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 89
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 8988 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 sem tala ekki íslensku upp á möguleikann á nám skeiði. Svo er markaðs setning erlendis og útf ærsla á því eitthvað sem ég er ekki farin að hugsa út í en það er aldrei að vita. Draumur minn er að námskeiðin stuðli að bættum svefni landsmanna til langs tíma litið og að tíðni svefnlyfjanotkunar fari niður. Hvernig fer saman að starfa sem ljósmóðir og vinna við svefnráðgjöf? Það fer bara vel saman, mér finnst svolítið eins og ég sé að grípa foreldra þegar þetta mikla eftir - lit hættir eftir fyrstu vikurnar. Markmiðið með ný- buranámskeiðinu er að veita foreldrum þær upp- lýsingar sem þeir þurfa til að geta lesið barnið sitt, komið til móts við þarfir þess á sama tíma og þeir leggja grunninn að góðum svefni. Ég tala einnig um óværð og leiðir til að róa nýbura. Það er ótrúlega margt sem ég tek með mér úr ljósmóðurstarfinu inn í svefnráðgjöfina, þá sér- stak lega þegar kemur að nýburanum. Einnig hefur reynsla í samskiptum við foreldra komið sér mjög vel. Að vera nærgætin og sýna skilning en koma skilaboðunum áleiðis er eitthvað sem þessi störf krefjast bæði. Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Við erum alltaf að verða meðvitaðari um mikil- vægi svefns og það á ekki síður við um börn. Góður svefn og getan til að sofa vel er ein stærsta gjöfin sem foreldrar geta gefið börnunum sínum og barnið mun njóta góðs af því út barn æskuna. Markmiðið með námskeiðunum er að veita for- eldrum þá þekkingu sem þeir þurfa til að geta hjálpað barninu sínu að sofa vel, því ég trúi því að fyrir utan að með henni fari barnið að sofa vel, að þá sé góð þekking á svefni barna valdeflandi fyrir foreldra og ég vil að foreldrar upplifi sjálfs- traust í foreldrahlutverkinu. fréttir Rannsóknakaffi á vegum Fagráðs ljósmæðraþjónustu á Landspítala höfundur valgerður lísa sigurðardóttir Töluverður fjöldi ljósmæðra stundar nú rann sóknar­ tengt framhaldsnám, auk þess sem árlega útskrifast 10­14 ljósmæður með meistarapróf í ljós móður fræði til starfs réttinda. Fagráð um ljós mæðra þjónustu á Land spítala hefur undanfarin misseri staðið fyrir mál stofum sem kallast Rannsóknakaffi, til að skapa tækifæri til umræðna um rannsóknir ljósmæðra. Mark miðið er að eiga samtal við ljósmæður og skoða hvernig niðurstöður rannsóknanna geta nýst á klín­ ískum vettvangi. Þrjár málstofur voru haldnar á árinu 2022. Fyrsta Rannsóknakaffið var haldið 6. apríl. Þar var El len Blix, prófessor í ljósmóðurfræði við OsloMet háskólann með erindið Physiological Birth – Birth Hormons, Pain and Epidural og fjallaði það um hið flókna samspil hormóna, lífeðlisfræði fæðingar, verkja og utan basts deyfinga. Emma Marie Swift lektor í ljós móður fræði við HÍ kynnti þar einnig rannsókn sem hún hefur unnið að um ábendingar og útkomu á fram köllun fæðingar. Næsta Rannsóknakaffi var haldið 22. september. Guðrún Pálsdóttir ljósmóðir MS kynnti þar rann­ sókn á stjórnun og starfsánægju ljósmæðra og Berg­ lind Hálfdánsdóttir dósent í ljósmóðurfræði við HÍ kynnti rannsókn Bryndísar Sunnu Jóhannesdóttur ljósmóður MS á áhrifum notkunar ytra oxýtósíns í fæðingu á brjóstagjöf. Þriðja og síðasta Rannsóknakaffið var haldið 1. desember. Elsa Ruth Gylfadóttir ljósmóðir MS kynnti þar rannsókn sína á viðhorfum ljósmæðra í fæðingarþjónustu til notkunar ómtækja við mat á framgangi fæðingar. Harriet Nabulo ljósmóðir og doktorsnemi í Úganda kynnti rannsókn á reynslu kvenna af flutningi milli þjónustustiga í fæðingu og leiðum til að bæta útkomu fæðingar í nærumhverfi kvenna í Úganda (Emergency Obstetric Referral: Women’s Experiences, Perceived Community­Led Initiatives To Facilitate Referral, Maternal, Neo­ natal Outcomes and Associated Factors in Isingiro District South­Western Uganda). Það er ljóst að mikil gróska er í rannsóknum í ljósmóðurfræði. Fróðlegar umræður sköpuðust á málstofunum sem vonandi eru kveikjur fyrir frekari rannsóknir á fjölbreyttum starfsvettvangi ljósmæðra. Svipmyndir úr Rannsóknakaffinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.