Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 94

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 94
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 9594 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 Verkjamatskvarðinn PIPP­R Verkjamatskvarðinn PIPP­R er endurbætt útgáfa forvera síns PIPP (e. Premature Infant Pain Profile) (Stevens o.fl., 2014; Rakel Björg Jónsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir, 2005). PIPP verkjamatskvarðinn er fjölþátta og metur tvær lífeðlis legar breytur (hjartsláttartíðni og súrefnismettun) og þrjár hegðunar­ breytur (svipbrigði í andliti). Jafnframt tekur PIPP kvarðinn til greina meðgöngualdur og vökustig barns. Hver breyta er metin út frá grunngildi og getur stigagjöf náð frá 0­18 stig fyrir fullburða barn en lítill fyrirburi getur hæst skorað 21 stig. PIPP er vel rannsakaður með tilliti til áreiðanleika og rétt mætis en hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu notenda vænn. Einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að vera ekki réttmætur þegar kemur að verkjamati fyrirbura með leið réttan meðgöngu­ aldur <32 vikum, þar sem nær alltaf fæst stig á PIPP fyrir meðgöngualdur og vökustig hvort sem verkir eru til staðar eða ekki (Ballantyne o.fl., 1999). Í ljósi þessa var ráðist í breytingar á PIPP sem ætlað var að ná betur yfir verkjamat fyrirbura og skýra að auki betur stigagjöf í tengslum við leiðréttan meðgöngualdur og vökustig og var niðurstaðan endurskoðaður PIPP eða PIPP­R (e. Pre­ mature Infant Pain Profile – Revised) (Gibbins, o.fl., 2014). Niðurstöður rannsóknar Stevens og félaga (2014) sýndu fram á réttmæti PIPP­R með gögnum úr tveimur slembiröðuðum samanburðarrannsóknum þar sem PIPP og PIPP­R voru bornir saman við sársaukafull inngrip hjá litlum fyrirburum. Jafnframt sýndu þeir fram á notagildi PIPP­R með könnun á viðhorfum hjúkrunarfræðinga. Nú liggur fyrir íslensk útgáfa PIPP­R sem hér eftir verður kallaður íslPIPP­R til aðgreiningar frá upp­ runa legu útgáfunni á frummálinu ensku. ÍslPIPP­R hefur verið þýddur og lagaður að menningu íslenskrar nýburagjörgæslu en upp lýsingar vantar um réttmæti og áreiðanleika (Sigríður María Atladóttir, 2017; Olsson o.fl., 2018). Það er mikilvægt að verkjamatskvarðinn sé prófaður áður en hann er innleiddur og að til séu aðgengilegar leið­ beiningar á íslensku. Þessi rannsókn hefur það markmið að prófa mælitækið og meta réttmæti og áreiðanleika íslPIPP­R verkja matskvarðans og meta gagnsemi hans við verkjamat á nýburagjörgæslu á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar er því að prófa íslenska þýðingu á endurbættu gagnreyndu alþjóðlegu matstæki fyrir verki fyrirbura (PIPP­R) (Stevens o.fl., 2014) á nýburagjörgæsludeild á Íslandi með tilliti til verkjamats hjá litlum fyrirburum og veikum nýburum. Eftirfarandi til gáta var sett fram: Íslensk þýðing endurskoðaðs PIPP­R­verkja­ mats kvarða er áreiðanleg og réttmæt til notkunar í klínískum aðstæðum á Íslandi. Prófun tilgátunnar mun svara rann sóknar­ spurningunni: Er íslensk þýðing endurskoðaðs PIPP­R­verkja­ matskvarða áreiðanleg og réttmæt til notkunar í klínískum aðstæðum? Aðferðafræði Rannsókn þessi er megindleg samanburðarrannsókn á klínískum mælieiginleikum íslPIPP­R með prófun í þremur aðstæðum á nýburagjörgæslu. Rannsóknin var framkvæmd á Vökudeild, Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum og fór gagnasöfnun fram frá febrúar til apríl árið 2018 og febrúar til apríl árið 2021. Stuðst var við tölfræðiforritið SPSS við tölfræðilega gagna úr­ vinnslu, marktektarútreikninga og fylgnipróf voru notuð til að athuga hvort verkjamatskvarðinn væri marktækur. Réttmæti var athugað með Cronbach‘s fylgni og ANOVA og stuðst við Pearson’s r til að athuga áreiðanleika milli rannsakenda og hvers mat þáttar íslPIPP­R. Einnig var gert Tukey­próf sem mælir nákvæmlega á milli hvaða hópa er marktækur munur. Prófaðar voru eftirfarandi rannsóknartilgátur: 1. T1: Stigagjöf með íslPIPP­R nemur mun á milli sársaukafullra aðstæðna, raskaðra aðstæðna og hlut ­ lausra aðstæðna. 2. T2: Ekki er marktækur munur á mælingum með íslPIPP­R á sársauka milli rannsakenda í þremur ólíkum aðstæðum. Þátttakendur Þýðið er inniliggjandi fyrirburar og veikir nýburar á nýburagjör­ gæsludeild á Íslandi. Alls voru valdir í úrtak 50 fyrirburar og veikir nýburar með leiðréttan meðgöngualdur frá 23 til 40 vikur. Þægindaúrtak var valið, bæði stúlkur og drengir. Þátt­ takendur voru valdir sem einungis þurftu að gangast undir sárs aukafull inngrip tengd meðferð eða veikindum meðan dvöl á nýburagjörgæslu stóð yfir. Fyrirburar og veikir nýburar með taugasjúkdóm, nýburar sem voru alvarlega veikburða eða með sjaldgæf efnaskipta­ og genafrávik voru ekki teknir með í rannsóknina þar sem þótti eðlilegt að taka tillit til aðstæðna fjölskyldu sökum mikilla veikinda barns. Rannsóknin var sam þykkt af siðanefnd heilbrigðisrannsókna Landspítala, leyfi nr. 45/2017 og 6/2021 og vísindarannsóknanefnd heilbrigðis­ rannsókna. Tilkynning var send til persónuverndar og skriflegt leyfi fengið frá yfirlækni og deildarstjóra Vökudeildar. Foreldrar veittu upplýst samþykki fyrir þátttöku barns síns. Framkvæmd Þátttakendur voru valdir í samvinnu við hjúkrunarfræðinga og vaktstjóra eftir að hafa fengið skriflegt upplýst samþykki frá forráðamönnum barns. Fyrirburar og veikir nýburar sem þurftu að gangast undir sársaukafull inngrip vegna meðferðar voru metnir í þrenns konar aðstæðum og voru sitt eigið viðmið. Rannsakendur eru hjúkrunarfræðingar sem starfa á ný bura gjörgæsludeild, Barnaspítala Hringsins. Rannsakandi A er höfundur þýðingar íslPIPP­R­verkjamatskvarðans, hefur starfað við ný bura gjörgæslu í yfir 15 ár og er með mikla reynslu á þessu sviði. Rannsakandi B er einnig hjúkrunarfræðingur og hefur starfað á nýburagjörgæslu í rúmlega fjögur ár. Tveir rann sakendur framkvæmdu þrjár mælingar fyrir hvert barn. Hlut lausar aðstæður (H), ekkert inngrip af neinu tagi þar sem Verkjamat fyrir fyrirbura Janúar 2017 © Ensk frumútgáfa Bonnie J. Stevens, Sharyn Gibbins, Janet Yamada, Kimberley Dionne, Grace Lee, Céleste Johnston & Anna Taddio. © Íslensk þýðing: Sigríður María Atladóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Endurgerð og þýðing með samþykki Bonnie Stevens. Þessa útgáfu af PIPP-R má nota við rannsóknir, kennslu og í klínísku starfi en ekki í hagnaðarskyni. The Premature Infant Pain Profile – Revised PIPP-R Matsþáttur hjá barni Mat (stig) Mat hjá barni (stig) 0 +1 +2 +3 Breyting á hjartsláttartíðni (slög/mín) Grunnlína:_______ 0-4 5-14 15-24 >24 Lækkuð súrefnismettun -SaO2 (%) Grunnlína: ______ 0-2 3-5 6-8 >8 eða aukið súrefni (FiO2) Setur í brýnnar (sek) Enginn (<3) Lítill (3-10) Miðlungs (11-20) Hámarks (>20) Augu kreist aftur (sek) Enginn (<3) Lítill (3-10) Miðlungs (11-20) Hámarks (>20) Skora frá nasavæng að munnviki/ efri vör dregst upp (sek) Enginn (<3) Lítill (3-10) Miðlungs (11-20) Hámarks (>20) * Samanlögð grunnstig: Leiðréttur meðgöngualdur (vikur + dagar) ≥36 32–35+6 28–31+6 <28 Vökustig Virk/ur vakandi Róleg/ur vakandi Virk/ur sofandi Róleg/ur sofandi ** Samanlögð heildarstig: * Samanlögð grunnstig fyrir lífsmörk og svipbrigði. Ef samanlögð grunnstig > 0, bæta þá við stigum fyrir leiðréttan meðgöngualdur og vökustig. ** Samanlögð heildarstig: Samanlögð grunnstig + stig fyrir leiðréttan meðgöngualdur + vökustig. Leiðbeiningar við stigagjöf Skref 1: Fylgist með barni í 15 sekúndur í hvíld (án áreitis) og metið lífsmörk (hæsta hjartsláttartíðni (HT), lægsta súrefnismettun (SaO2)) og vökustig. Skref 2: Fylgist með barni í 30 sekúndur eftir að inngrip hefst og metið breytingar á lífsmörkum (mesta breyting á HT, lægsta súrefnismettun SaO2***) og hversu lengi svipbrigði eru til staðar. ***Ef barn þarf aukið súrefni (FiO2) á einhverjum tímapunkti fyrir eða við inngrip, eru gefin 3 stig fyrir SaO2 matsþátt. Skref 3: Reikna samanlögð grunnstig. Gefa stig fyrir leiðréttan meðgöngualdur og vökustig ef samanlögð grunnstig >0. Skref 4: Reikna samanlögð heildarstig með því að leggja saman samanlögð grunnstig + stig fyrir leiðréttan meðgöngualdur + vökustig. Mynd 1 PIPP-R verkjamatskvarðinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.