Fréttablaðið - 28.02.2023, Qupperneq 9
Markmiðið með tollasamningi Evr-
ópska efnahagssvæðisins var að auka
samkeppni á íslenskum matvöru-
markaði. Eins og alþekkt er leiðir ein-
okun og fákeppni til minna vöruúr-
vals og hærra verðlags. Því er aukin
samkeppni óneitanlega til góða fyrir
neytendur. Á smáum markaði, eins
og hinum íslenska, erum við sérstak-
lega viðkvæm fyrir þessu. Af þessum
sökum lagði ég fram fyrirspurn til
matvælaráðherra í kjölfar frétta um
að innlendir framleiðendur væru að
kaupa upp tollkvóta í stórum stíl. Og
að þeir gerðu það meðal annars með
það fyrir augum að koma í veg fyrir
innflutning á ódýrari erlendum kjöt-
vörum, þrýsta upp tollverðinu sem
samkeppnisaðilar þeirra greiða og
drepa niður samkeppnina.
Fyrirspurnin var einföld:
1. Hversu miklu magni tollkvóta á
matvörum frá öðrum löndum var
úthlutað til framleiðenda á sömu
eða sambærilegum vörum á tíma-
bilinu frá janúar 2017 til dagsins í
dag?
2. Hvert var hlutfall nýtingar á þeim
tollkvóta?
Svar frá ráðuneytinu barst síðan 23.
Jóhannes V.
Reynisson
Blái naglinn
Ég er staddur á hjartadeild Land-
spítalans við Hringbraut á sex
manna stofu. Stofan er full og kona
liggur á ganginum. Allt í einu víbrar
gemsinn á borðinu og ég tek hann
upp. Dagurinn er 22. september
2021 kl. 09:20:56. Pétur H. Hannes-
son, yfirlæknir röntgendeildar, er
að senda mér tölvupóst.
Hann tilkynnir mér að Land-
spítalinn hafni ómtækjum fyrir
brjóstamyndgreiningu sem spítal-
inn var búinn að samþykkja. Þá
voru fá tæki í Evrópu, núna eru á
annað hundrað talsins. Tækið er frá
General Elcetric og heitir Invenia
ABUS 2.0 og greinir 30% meira en
röntgentækni gerir.
Ómtækin eru hugsuð sem við-
bótargreiningartækni við röntgen-
tæknina. Upphaflega var hugmynd
mín að fá þrjú tæki, en krabba-
meinsy f irlæknir, hún Monika
Vajde, vildi frá fjögur tæki. Tvö fyrir
LSH eitt fyrir SAk og eitt færanlegt.
Hvert tæki kostar 23 milljónir plús
vsk. Þegar hér er komið eru níu
dagar þangað til að tilkynna ætti
spítalanum að það væru til pen-
ingar, 68,4 milljónir fyrir tveimur
tækjum með vsk.
Þannig að í október í hinum
bleika mánuði átti að tilkynna
Landspítalanum, Brjóstamiðstöð
við Eiríksgötu, að hún fengi tvö
ómtækitæki til krabbameinsrann-
sókna fyrir jól 2021. Daginn eftir
hófust skil á fjármagni.
Hugsað til baka
Árið 2018 fór ég undirritaður JVR
(Blái naglinn) að velta því fyrir mér
af hverju svo margar konur dæju úr
brjóstakrabbameini eða u.þ.b. 38
konur á ári, konur sem voru undir
eftirliti. Þegar menn og konur undir
engu eftirliti vegna ristilkrabba-
meins deyja ca. 50 manns á ári. Það
var það sem vakti athygli mína. Það
var eitthvað að þessu forvarnarkerfi
fyrir konur. Konum var trúað fyrir
því að ef þær kæmu í skimun, og
ekkert sæist á myndum væri ekk-
ert krabbamein. Staðreyndin er að
öll tækni hefur sínar takmarkanir,
eins og röntgengeislar höndla illa
þétt brjóst og geta misst af meinum.
Þannig að ég fór að hugsa að ef rönt-
gen gefur ca. 60% öryggi, hvert er
þá það tæki sem væri stoðtæki við
röntgentæknina?
Og leitin hófst þá að fá betri
gæðatækni fyrir brjósta skimun.
Fyrst skoðum við thermology eða
hitatækni. Krabbamein fram-
kallar hita sem thermology-tæki
geta greint. Eftir töluverðan lestur
tókum við þessa tækni út, hún
hentaði ekki hér. Vorið 2019 frétti
ég að nýju tæki fyrir viðbótarskim-
un á brjóstum frá General Electric
og er það ómtæki eða ultrasound-
tæki. Þarna var komið tæki til þess
að bæta gæðastjórnunarkerfi í
brjóstaskimun.
Á fundi með Landspítalanum og
Fastus umboði fyrir þessi tæki, kom
ég mínum hugmyndum á framfæri
við þá. Haldnir voru nokkrir Zoom-
fundir 2020 með læknum í Skand-
inavíu og General Electric í Þýska-
landi. Í samningum fór ég fram á
að fá fjögur tæki á verði tveggja.
Niðurstaðan var fjögur tæki á verði
þriggja. Spítalinn var búinn að gefa
grænt ljós, og söfnunin hófst og
gekk mjög vel.
Það sem Landspítalinn vissi ekki
Það átti að upplýsa Landspítalann
í október 2021 um að unnið hefði
verið að því að koma á nýsköpunar-
verkefninu; krabbamein í brjósti
með samanburðargervigreind fyrir
röntgen/ómtæki fyrir Landspítala.
Leitað var til Háskóla Íslands og
fundað með Jóni Atla rektor og
tölvudeild HÍ, einnig var fundað
með tölvudeild HR. Verkefnið var
mjög flókið.
Unnið var með f jár festum.
Væntanlegir voru erlendir fjárfestar
í janúar 2022. Í september 2021 fór
margra ára vinna í ruslið, sem er
meira háttar mistök hjá LSH.
Hugmyndin
Á þessari jörðu eru ca. 160.000 spít-
alar sem eru af öllum stærðum og
gerðum. Hugmyndin var að búa til
samanburðargervigreindarforrit
fyrir krabbameinsrannsóknir sem
getur keyrt röntgen/ultrasound/
MRI/CT eða önnur kerf i fyrir
sjúkrahús.
Til þess að dæmið gengi upp
kostnaðarlega, þurfti greiningar-
kerfið að tengjast 0.05% sjúkrahúsa
í heiminum eða 80 sjúkrahúsum.
Þetta var hluti af B.U.S. og stend-
ur fyrir blood, urine, screening-
verkefninu: SKIMUN.
Óskað var eftir svörum frá for-
stjórum Landspítala.
Hvorki Páll Matthíasson, þá for-
stjóri, né settur forstjóri, Guðlaug
Rakel Guðjónsdóttir, hafa svarað
ósk um upplýsingar um höfnun
á ómtækjum fyrir Landspítala.
Munnleg beiðni liggur núna fyrir
hjá Rafni Pálssyni forstjóra um
upplýsingar um höfnun Invenia
ABUS 2.0
Landspítalinn - Skimunardeild:
Árið 2021 óskaði Skimunardeild eftir
gervigreind frá Medtronic vegna
ristilspeglana. Blái naglinn brást
við kallinu og fjármagnið kom frá
félagasamtökum sem vilja ekki láta
nafn síns getið. Tækið, sem kost-
aði nokkrar milljónir, var afhent
Skimun/Landspítala 13. desember
2022. Ekkert hefur verið fjallað um
þessa gjöf á innri vef Landspítala eða
fréttatilkynning birt í blöðum.
Háskóli Íslands - Lífvísinda-
setur: Styrkir til grunnrannsókna
á krabbameini frá Bláa naglanum.
Umsóknarfrestur var til 23. janúar
2023. Upphæðin var 2.375.000 kr.
Umsóknir voru opnar fyrir nemend-
ur í framhaldsnámi og nýdoktora.
Fljótlega verða birtar upplýsingar
hverjir hlutu styrki.
Nýir tímar, ný hugsun, ný tæki-
færi. n
Gjöfin
Í september 2021 fór
margra ára vinna í
ruslið, sem er meiri
háttar mistök hjá LSH.
Guðbrandur
Einarsson
þingmaður
Viðreisnar
í Suðurkjördæmi
Allt í plati
Ingimundur
Gíslason
augnlæknir
á eftirlaunum
Suðurlandsundirlendið er stærsta
samfellda landsvæðið undir 400
metra hæðarlínu á Íslandi. Umfang
þess telst vera um það bil 3.400 km².
Allt Ísland er 103.125 km² að flatar-
máli.
Þegar ekið er um Suðurland á góð-
viðrisdegi frá Hveragerði til Víkur
blasir við fjallahringur að heita má í
allar áttir ef Vestmannaeyjar ásamt
með Surtsey eru taldar með. Hvergi á
Íslandi er útsýni til fjalla eins og hér.
Ég get endalaust talið upp fjöllin
sem sjást frá þjóðvegi eitt frá Ingólfs-
fjalli til Surtseyjar. Læt þau hæstu og
frægustu duga: Botnssúlur, Kálfa-
tindar, Efstadalsfjall, Högnhöfði,
Hlöðufell, Langjökull, Bjarnarfell,
Jarlhettur, Búrfell, Bláfell, Þríhyrn-
ingur, Hekla, Tindfjallajökull, Mýr-
dalsjökull, Eyjafjallajökull, Vest-
mannaeyjar og Surtsey.
En þetta er allt að breytast. Að
hluta til á kostnað skattgreiðenda.
Adam virðist vera að hörfa úr para-
dís. Um er að ræða stórfelldar lands-
lagsbreytingar án nokkurs skipulags.
Víða sést ekki lengur til fjalla vegna
trjáræktar meðfram þjóðvegum
landsins. Og þetta versnar með
Fagur er fjallahringur
Víða sést ekki lengur til
fjalla vegna trjáræktar
meðfram þjóðvegum
landsins.
hverju ári sem líður. Trén stækka
óðfluga og ræktunarsvæðum fjölgar.
Er þetta það sem viljum? Almenn-
ingur er aldrei spurður.
Þegar ekið er frá Skáni í Svíþjóð
í norðurátt um Smálöndin er sára-
lítið útsýni til að geta notið lands-
lagsins. Leiðin liggur um trjágöng
með háum trjám til beggja hliða
og útsýni aðeins beint fram á við, á
malbikaðan veg. Munu ferðamenn
halda áfram að sækja Ísland heim?
Munu þeir vilja borga fyrir ferðalag
í gegnum þétta skóga og án þess að
geta notið hins fagra landslags sem
Ísland hefur upp á að bjóða? n
janúar sl. og verð ég að viðurkenna
að það kom mér á óvart. Öfugt við
það sem greint hafði verið frá var
ekki hægt að lesa út úr svarinu að
íslenskir matvælaframleiðendur
væru að kaupa upp tollkvóta í
stórum stíl. Þeir keyptu jú eitthvað
af tollkvóta en það gæti átt sínar eðli-
legu skýringar, til dæmis að bregðast
við skorti á innanlandsmarkaði.
Fljótlega barst þó greining frá
aðilum sem þekkja þennan markað
vel. Niðurstaða þeirra var að svar
ráðuneytisins væri á engan hátt full-
nægjandi og næði alls ekki utan um
uppkaup á tollkvótum.
Samkvæmt sömu aðilum er veru-
leikinn sá að matvælaframleiðendur
á Íslandi eru tengdir stórum inn-
flutningsfyrirtækjum sem þeir nota
m.a. til þess að kaupa tollkvóta fyrir
sig. Því séu kaup íslenskra matvæla-
framleiðenda á tollkvóta mun meiri
en fram kemur í svari ráðuneytisins.
Þessu til viðbótar kvaðst ráðu-
neytið ekki hafa upplýsingar með
höndum um nýtingu tollkvóta. Með
öðrum orðum hefur ráðuneytið ekk-
ert eftirlit með því hvort tollkvóti
sem keyptur er upp sé raunverulega
nýttur til innflutnings á vörum.
Það hlýtur að vera eðlileg og rétt-
mæt krafa að ráðuneytin svari þeim
spurningum sem fyrir þau eru lögð
á þann hátt að hægt sé að draga eðli-
legar og skýrar ályktanir af þeim. Það
hlýtur líka að vera krafa að stjórn-
völd standi vörð um samkeppni á
Íslandi og hagsmuni neytenda. Í
þessu tilviki er það ekki raunin. n
FréttAblAðið skoðun 928. FebrúAr 2023
ÞRIðJuDAGuR