Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Side 4

Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Side 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 Var bæjarstjóra­ stóllinn aðalumræðu­ efnið í stjórnar mynd­ unarviðræðum Sjálf­ stæðisflokks og Fram sóknar? Hvern­ ig stendur á því að oddvitum stjórnmálaflokka dettur í hug að deila með sér bæjar stjóra­ stólnum, 2½ ár og 1½ ár? Bæjar­ stjóra embættið eins og það er í Hafn­ arfirði er ekki pólitískt embætti. Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitar félagsins og bæjarstjórnin legg ur línurnar, mótar stefnu og samþykkir fjárhagsáætlanir. Fyrir átta árum var starfið auglýst af m.a. núverandi bæjarstjóra og þá voru miklar kröfur gerðar til menntunar og reynslu. Hvers vegna ekki fyrir fjórum árum og hvers vegna ekki nú. Við höfum pólitískt embætti sem er forseti bæjarstjórnar. Það hefur áður verið notað sem eins konar pólitískur bæjarstjóri sem kom út á við fyrir hönd sveitarfélagsins og var tals mað­ ur hans en bæjarstjórinn fékk meiri frið til að sinna sinni vinnu sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Eru það launin?, upphefðin?, titillinn eða hvað er það sem gerir fólk svona þyrst í að verða bæjarstjóri? Spyr sá sem ekki veit. Nú ríkir meirihluti sem hefði ekki átt að vera í meirihluta ef lýðræðið væri virkt. Hvers vegna er notast við undarlegar reiknireglur til að ákveða úthlutun bæjarfulltrúasæta á meðan einfalt atkvæðahlutfall væri miklu sanngjarnara. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fengu einu sæti meira en hlutfallslegt fylgi þeirra sagði til um og af sömu ástæðu misstu Vinstri græn og Píratar af því að eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Ætlar enginn að taka þetta mál upp? Sem dæmi um vitleysuna fékk D í Garðabæ aðeins rétt rúmlega 49% atkvæða en 64% bæjarfulltrúa, 7 af 11. Fyrir utan það að 17,5% greiddra atkvæða duttu dauð niður þar sem flokkarnir sem það fólk kaus náði ekki inn og aðeins um 43% kosninga­ bærra bæjarbúa nýttu atkvæði sín til að kjóa þá sem í bæjarstjórn sitja. Í bæjarstjórn sitja fulltrúar bæjarbúa og flokkslínur ættu lítt að ráða för. Gott gengi til nýrrar bæjarstjórnar! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason Ritstjórn og auglýsingar: sími 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866 www.fjardarfrettir.is www.facebook.com/fjardarfrettir.is Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Víðistaðakirkja Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11:00. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum sem er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Kaffi og dagskrá á Króki eftir messur. Sjá nánar á Facebook: Sumarmessur í Garðakirkju Skráning í fermingu 2023 á vidistadakirkja.is Heiðdís sýnir Á fyrstu sýningu sinni STYTTIR UPP að Norðurbakka 1 sýnir Heiðdís Helgadóttir olíumálverk sem hún hefur unnið að síðastliðin fjögur ár. Sorg, vonbrigði og tilfallandi geð­ sveifl ur eru hluti af eðlilegri líðan manns ins. Dapurleikinn varir ýmist stutt eða lengi, stundum of lengi. Hegðun hugans var Heiðdísi hugleikin við vinnslu verkanna og hvernig hann á það til að koma aftan að manni með látum þegar maður á síst von á því. Birtan og blæbrigðin í verkunum er áminning um það að vonir glæðast, vorsólin yljar vetrarhríð og blómin birtast á ný, um leið og það styttir upp. Heiðdís Helgadóttir (38) nam listfræði í HÍ áður en hún útskrifaðist með BA gráðu í arkitektúr frá Lista háskóla Íslands. Sýningin stendur yfir til 11. júní 2022

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.