Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 11
SVFR
VEIÐIMAÐURINN
MARZ
MÁLGAGN STANGAVEJÐIMANNA Á ÍSLANDI 1963
Ritstjóri: Viglundui Möller, Útgefandi: StangaveiÖifélag Reykjavikur
ÆgissiÖu 92, Reykjavik. AfgreiÖsla Bergstaöastrati 12B, Reykjavik.
Simi 13755. Prentað i Ingólfsprenti.
Vorhugleföing á góuþrœl
ÞEGAR þetta hefti Veiðimannsins kem-
ur til lesenáanna, verður rúmur fjórð-
ungur ársins 1963 horfinn i haf tímans.
Það er þvi vist nokkuð seint að óska gleði-
legs árs, og þó ef til vill ekki, þegar stang-
veiðimenn eiga i hlut, þvi að nú er þeirra
langþráði árstimi að byrja. Um pásk-
ana, og jafnvel fyrr, fara framverðir fylk-
ingarinnar að þreifa fyrir sér á slóðum
sjóbirtingsins, og sumir hafa áður bleytt
linu i stöðuvötnum. Fyrir nokkru frétt-
um vér t.d. að litill snáði, sem senni-
lega á einhverntima eftir að leggja Veiði-
manninum til meira efni, hefði veitt 8
punda urriða austur i Þingvallavatni.
Það kom vist kippur í suma við þá frétt.
Þegar þetta er skrifað — á góuþræl —
er ekki annað fyrirsjáanlegt en að vel
vori. Dagblöðin i höfuðstaðnum skýrðu
frá þvi fyrir viku, að spóinn vceri kom-
inn. Þrir bilstjórar höfðu heyrt í honum
i suðurátt frá Miklatorgi. Ekki kom Ijóst
fram í fréttinni, hvort þeir hefðu heyrt
hann langvella, en samkvœmt gamalli al-
þýðutrú „eru úti vorhörkur og vetrar-
þraut“, þegar hann kvakar í þeim tón.
Sé þessi fregn um komu spóans sönn, œtti
vorið að þessu sinni að vera um það bil
mánuði fyrr á ferð en venjulega, þvi að
Bjarni Sœmundsson segir i Fuglunum, að
hann fari að jafnaði ekki að sýna sig á
Suðurlandi fyrr en undir lok april, en
getur þess þó, að i mjög hlýjum drum
verði hans vart hér i byrjun apríl og jafn-
vel i marz. Þetta œtti, eins og eitt blaðið
komst að orði, að geta „dregið nokkuð úr
beyg þeirra“, sem mest kviða vorhörk-
um og hretum ncestu vikurnar, og jafn-
vel lengur. Vér megum að sjálfsögðu ekki
ganga þess dulin, að eitthvert páskahret
komi, því að það virðist vera allt að þvi
óskeikult náttúrulögmál, en koma spó-
ans gefur von um að það verði mein-
laust og stutt. Fleira kemur og til, sem
Veibimasurinn
1