Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 13

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 13
nokkrum líkum, að laxinn fari norður i Dumbshaf, undir isinn umhverfis Norð- urpólinn og taki þar út þroska sinn, af þvi að þar sé ceti, sem honum falli vel, og tillölulega lítið af þeim hcettum og óvinum, sem hann helzt þarf að varast. Þó eru þar víst bceði rostungar og selir, sem vér hinir fáfróðu hefðum haldið að vœru honum ekki hœttulausir nágrann- ar. Ég hef líka lesið grein, þar sem þessi kenning var harðlega gagnrýnd og eitt eða tvö háðsmerki sett á eftir svo til hverri tilvitnun. Svona eru nú skoðan- irnar skiptar, enn sem komið er. En eins og stundum hefur verið sagt hér í ritinu áður, er óvissan ef til vill það, sem heillar oss mest, og því vœri það kannski bjarnargreiði, ef fiskifræðing- arnir legðu einn góðan veðurdag á borð- ið fyrir oss nákvœmar upplýsingar um laxinn, lífsferð hans og háttu alla. Sarna máli gegnir um sjóbirtinginn, að maður ekki tali um frcenda hans gcesunginn, sem deilt er um, hvort til sé eða ekki. Vér erum nú svo undarlega gerð, mann- anna börn, að þótt vér séum sífellt að reyna að bæta við þekkingu vora, þá er ánægjan yfir unnum sigri í þeirri sókn stundum aðeins „gleði, sem andast, ef óskinni er náð“, eins og stórskáldið, sem vitnað var i hér á undan, hefur einnig komist að orði. Þegar töfrar óvissunn- ar eru úr sögunni, geta staðreyndirnar oft orðið ósköp hversdagslegar. Og nú eruð þér, góðir veiðibrœður, auðvitað farnir að spyrja og spá um sum- arið. Sumt af þeim spám hef ég heyrt i hópi félaga minna og kunningja. Þær eru eins og œvinlega óskadraumar bjart- sýnna manna, og þvi eru þær bæði falleg- ar og skemmtilegar. Það er tæplega hægt að vera veiðimaður, nema vera lika gæddur talsverðri bjartsýni, enda ávinna flestir sér hana í veiðiskapnum, þótt hennar hafi lítið gætt i fari þeirra áð- ur og gæti ef til vill ekki á öðrum vett- vangi. íþróttin er þess eðlis, að hún er alltaf að vekja nýjar og nýjar vonir — áin sjálf er full af fyrirheitum, sem halda oss við efnið, þvi að þar sem fiskurinn er getsur œvintýrið. alltaf gerst. Hann á stundum til að taka í síðasta kastinu. Maður, sem engan áhuga hafði fyrir stangveiði, átti eitt sinn leið framhjá stað, þar sem kunningi hans var að veiða. Hann stöðvaði bílinn og fór að horfa á tilburði veiðimannsins. Þetta var ósköp algeng sjón við laxveiðar. Maðurinn kastaði og kastaði, skipti um flugu og kastaði aftur, en ekkert gerðist. Loks var gestinum nóg boðið. Hann steig út úr bilnum, gekk til kunningja síns og sagði: „Þetta minnir mig á sögurnar um sand- burð sjúklinganna á Kleppi, sem sagt var að Þórður heitinn Sveinsson hefði fundið upp, til þess að láta þá hafa eitt- hvað fyrir stafni. Mér telst svo til, að þú sért búinn að kasta 64 sinnum þennan tima, sem ég hef horft á þig. Ef þetta er ekki Klepps-vinna, þá veit ég ekki hvað verðskuldar það nafn“. „Já, en nú fer hann að taka“, svaraði hinn. „Sjáðu bara. Þessa flugu tekur hann!“ — Og honum varð að trú sinni. Ekkert segir af viðbrögðum gestsins, en allir vildum við eflaust hafa verið i sporum veiðimannsins — í þessari „Klepps-vinnu“! GLEÐILEGT SUMAR. Ritstj. VSIDIMACUNNN 3

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.