Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 14

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 14
Halldór Vilhjálmsson: Sá stóri úr Miðstrengnum í Grímsá. MARGIR veiðimenn munu hafa heyrt getið um stóra laxinn, sem Halldór heitinn Vilhjálms- son, skólastjóri á Hvanneyri, veiddi í Grímsá. Sumir hafa ef til vill séð líkanið af þessum laxi, en það hefur a.m.k. til skamms tíma hangið uppi á vegg hjá Kristjáni Fjeldsteð í Ferjukoti í Borgarfirði. En vér væntum að ýmsum muni þykja fengur í frásögn Halldórs sjálfs um við- ureignina. Líkanið er þannig til komið, að þegar Halldór kom heim með laxinn, lagði hann skepnuna á blað og merkti útlínurnar nákvæm- lega. Líkanið var síðan gert eftir þeirri teikn- ingu. Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem oft hefur reynst Veiðimanninum vel áður, var svo vinsamlegur, að lána oss bréf frá Halldóri Vil- hjálmssyni, þar sem eftirfarandi frásögn er geymd. Kunnum vér Guðmundi beztu þakkir fyrir birtingarleyfið. — Ritstj. Úr gömlu fréfi til Guðmundar Einars- sonar frd Miðdal. SÍÐUSTU dagana í ágúst, árið 1917, var ég staddur upp við Grímsá, að veiða lax 1 svo nefndum Strengjum. Stöngin, sem ég notaði, var létt og lipur greenheart- stöng. Þá var það seinni hluta dags, ég þá búinn að veiða 6 væna laxa, að allt í einu var kippt harkalega í færið neðst í Miðstrengnum og um leið sá ég gríð- arstóran lax bylta sér af önglinum. Þótt- ist ég aldrei fyrr hafa séð slíka skepnu. Sennilega mér til láns, datt mér þá þegar í hug, að betra mundi vera að hvíla og bíða um stund, og rölti ég þá niður í Litlafossinn og Hörgshyl, ef vera kynni að ég yrði þar var við lax. Eftir rúman klukkutíma kom ég aftur upp í Mið- streng. Hafði ég stöðu efst í honum og veiddi strenginn hægt og rólega niður, en varð ekki var. Loks renndi ég með maðki niður í botn á sama stað og ég hafði orðið var fyrr um daginn, en þá festist færið og virtist óbifandi. Ég bölv- aði í huga mínum, að hafa eytt fullum klukkutíma til einskis og þurfa svo að slíta af mér kast og öngul. Kippti ég nú í færið allsterklega í fyrsta og annað sinn, án þess að nokkuð léti undan, og í þriðja sinn kippti ég með þeim fulla ásetningi að slíta, en þá kvað við í hjólinu og upp strenginn geystist með þungum skrið stórlax, svo sauð á færinu, en slík músík lætur vel í eyrum veiðimanns. Laxinn stöðvaði ekki strik sitt fyrr en efst í Efsta- streng, sneri þar við snögglega og strik- aði með miklum hraða niður alla strenm og niður undir Litlafoss; þar bylti hann sér, sneri við og strikaði með siná kipp- um og útúrdúrum upp í bæli sitt neðst í Miðstreng og lagðist þar niður, sem klettur væri. Ekki veit ég hve lengi ég stóð þar yfir honum með stöngina beygða í hálfhring, en að lokum leiddist honum þófið og fór að gera smá rokur fram og aftur um 4 Veujimaburinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.