Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 15

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 15
strenginn. Ennþá hafði ég ekki séð hann greinilega og vissi ekki hve stór hann mundi vera; en þá kom upp bakugginn og hélt ég fyrst að það væri sporðurinn! Nokkru síðar skaut upp sporðinum. Blöskraði mér stærðin og hljóp veiði- titringur og tryllingur um mig allan, og þá fyrst byrjaði bardaginn upp á líf og dauða! En loks tókum við að þreytast báðir tveir, og þó til hamingju laxinn meira. Tókst mér að draga hann úr strengnum inn í pollinn, hnédjúpan, sem er fyrir ofan klöppina, sem aðskilur Mið- og Neðstastreng, en strax og kenndi grunns, þaut laxinn út í strenginn aftur. A þessu gekk um hríð og var mér ekki unnt, vegna þyngsla og átaka, að lenda hon- um. Loks datt mér í hug að vaða straum- megin fram fyrir hann og reyna að koma höggi á hann, þegar hann færi fram hjá mér út í strenginn, því enga hafði ég ífæru. Þetta tókst vonum betur í fyrstu tilraun; því nú var laxinn farinn mjög að þreytast. Hæfði ég hausinn með fæt- inum, og fannst mér hann heldur linast við. í annað sinn óð ég fram fyrir hann, og höggið kom á miðjan bol. Stöngin var iveigð, færið þanstrengt, og láðist mér að lina á taki, svo að kastið slitnaði! Þarna var þessi stóra skepna laus orðin á hnévatnsdýpi og skamrnt út í streng- inn. En á sama augnabliki kastaði ég mér yfir laxinn, náði tveim höndum um sporðinn, sletti honum upp í mig, beit þéttan og draslaði honum í land, eftir nálega klukkutíma viðureign. Þegar ég var búinn að rota laxinn og dást að honum, fór ég að líta eftir stöng- inni. Sá ég hana hvergi; en brátt kom ég Halldór Vilhjálmsson á laxveiðum. auga á hana úti f streng, þar sem ég náði henni. Hafði ég kastað henni af hendi út í á um leið og ég henti mér yfir lax- inn! Enga hafði ég vog til að vega hann á, en þegar ég kom heim með hann nokkru síðar, vóg hann 15i/£ kg. eða 34 lb. Hér fylgja nokkur stœrðarmál: Lengd 120 cm, hauslengd 29 cm, sporðbreidd 30 cm, ummál fyrir framan bakugga 56 cm. Laxinn var allmjög leginn. STÆRSTI sverðfiskur, sem veiðst hefur við Af- ríku, veiddist þar í júní s.l. sumar. Hann var 700 ensk pund. Ekki fylgir fréttinni, hver veiddi hann eða hve langan tíma tók að ráða niðurlögum hans. Veiðimaðurinn 5

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.