Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 16

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 16
Bté4 llí xrÁdaJídaú.. ÞAÐ er ekki amalegt að fá svona tilskrif á þorr- anum. Lesendur Veiðimannsins kannast eflaust við höfund þess, því að margt skemmtilegt hef- ur áður verið birt eftir hann hér í ritinu. Sumir hafa auk þess kynnst honum persónu- lega, veitt með honum og heyrt hann varpa fram snjallri stöku. — Bréfið er skrifað á Páls- messu í vetur. Það er rangt til getið, Steingrímur, að ég hafi hætt lestrinum fyrr en lokið var efninu — og ég hefði þegið meira. Blessaður talaðu meira við sjálfan þig, en hafðu pennann í hendinni og láttu hann festa eintalið á blað fyrir Veiðimann- inn. Með kærri kveðju. — Ritstj. Kæri, herra ritstjóri. ÉG óska þér alls góðs á nýbyrjuðu ári, þakka þér fyrir Veiðimanninn og góða kynningu fyrr og síðar------ Nú horfi ég yfir hvíta, þögula flatn- eskju. — Þarna er áin undir íssænginni. Ég finn til einhvers nagandi óþols hið innra. Ég þrái bláan straum, hreyfingu, vatnanið, líf og liti, andstæðu hinnar hvítu kyrrðar. Æ, ég veit svo sem hvað að mér er: Það er veiðiþráin, sem bloss- ar upp öðru hvoru, þegar áin og veiði- stöngin eru fangar í sínu hulstrinu hvor. Ef ég væri yngri, myndi ég taka skíðin mín og leita óþoli mínu lækningar í brattri brekku, en — því miður — beinin eru orðin of stökk til þess að hætta á nokkuð slíkt. Hefði ég nú gamlan veiðifélaga að tala við! En hann er ekki við hendina. Ég gríp því til pennans og ímynda mér, að ég sé að spjalla við þig. Ég veit, að þú skilur mig. — Allir veiðimenn hafa gam- an af að heyra veiðisögur og þó einkum að segja þær! Þá streyma fram lindir skemmtilegra atvika. f þeim lindum glampar á margan fallegan hylinn og margt veiðilegt brotið. Flestar veiðisögur eru um mikla veiði, Þegar menn vitja veiðistöðva endurminn- inga sinna, leita þeir oftast á fengsælu rniðin. — Því ekki það? Samt er það svo, að sumir minnast fremur atvika, sem ekki eru tengd mik- illi veiði, heldur viðureign við einstaka fiska. — Fiskar á sama aldri og svipaðir á stærð eru harla misjafnir að hörku og þoli. Auðvitað skiptir afarmiklu, hvar og hvernig öngullinn stendur í þeim, og einnig vatnslag þar, sem þeir eru þreytt- ir. En varla verður hjá því komizt að álykta, að vitsmunastig einstaklinga sé talsvert mismunandi, en einkum þó skap- ið. Og er næsta skemmtilegt að veita eft- irtekt hinum afarmisjöfnu viðbrögðum fiska sömu tegundar við svipaðar aðstæð- ur. Hér er eingöngu átt við lax, en ekki er ólíklegt, að þeir, sem veitt hafa aðrar fisktegundir á stöng eða handfæri, hafi orðið hins sama varir. Og hversu oft finnur maður ekki til samúðar með fisk- inum, sem berst fyrir lífi sínu með öll- um tiltækum ráðum, þangað til þrotinn er allur máttur? Eitt sinn tók hjá mér lax á meðalstóra flugu alllangt frá landi. Hann byrjaði 6 Veioimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.