Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 28
ÞJÓSTÓLFUR:
Við árósftoa.
FYRIR mörgum árum var ég á veiðum
við neðri hluta Laxár í Dölum. Lítið
var um lax í ánni, enda var þetta fyrri
hluta sumars, áin lítil og bjart veður.
Þarna hagar svo til, að stórt lón er
neðst í ánni. Fellur inn í það um flóð.
Fyrsta kvöldið, sem ég var þarna, gekk
ég út á höfðann, norðan við útfallið úr
lóninu. Er þarna mjög kvöldfagurt í
góðu veðri og dvaldist mér þar fram yf-
ir flóðið.
Horfði ég ýmist til allra átta og naut
útsýnisins, eða ég horfði niður í ósinn
milli lóns og sjávar. Þar var töluverð
laxför, bæði út og inn. Óskaði ég auð-
vitað, að laxarnir gengju í ána. Man ég
sérstaklega eftir einum laxi, sem ég sá
þarna á sveimi og varð mjög hrifinn af.
Hann var ákaflega stór og með Ijósan
blett á vinstri síðunni. Hefir sennilega
hlotið áverka nokkurn á yngri árum.
Loks lagði ég af stað heim í tjald, sem
stóð í hvammi, ofan við brúna. Þegar
ég kom þar að, sem áin fellur út í lónið,
var nokkuð farið að falla út. Settist ég
VEIÐIMENN!
Geri við veiðistengur og hjól.
Einar Þ. Guðmundsson.
Njálsgötu 9. Stmi 20290.
18
þar niður til þess að athuga, hvort nokk-
ur laxaferð væri þar um.
Er ég hafði setið þarna um stund, án
þess að verða nokkurs vísari, heyrði ég
allt í einu annarlegan nið. í fyrstu var
mér ekki ljóst, hvaðan hann barst, en
brátt sá ég hvar lág, bogmynduð alda
reis yzt í lóninu og nálgaðist óðum. Hún
kom alla leið inn í vikið, sem ég sat
við, þar sem áin fellur út í lónið. Vikið
fylltist af laxi á svipstundu og sumir fóru
lítið eitt upp í árstrauminn, en sneru svo
frá og allt varð kyrrt aftur.
Margt af þessu voru stórir laxar. Á
fjöldann get ég ekki gizkað, en mér
fannst hann hljóta að skipta hundruð-
um.
Eftir drjúga stund heyrði ég aftur sama
niðinn og áður og allt fór fram með
sama hætti. Sat ég enn og beið, því að
mér þótti þetta furðulegt og hafði aldrei
séð neitt þvílíkt áður. Biðin varð mun
lengri í þetta sinn og sá ég verulegan
mun á því, hvað lækkað hafði í lóninu
meðan ég sat þarna. Loks komu laxarnir
í þriðja sinn, fóru nákvæmlega eins að
og í hin skiptin og sneru við á sama stað.
Ég beið ekki eftir fleiri atrennum, þar
sem ég þurfti að sofa. Fór ég varlega upp
með ánni í tjaldstað og sannfærðist um,
að enginn lax hafði gengið upp í ána. Sá
ég þess heldur engin merki daginn eftir.
Þó var þá alveg álíka mikil umferð um
Veidimadurinn