Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 33
Tsleifxkt slHnn.
STUNDUM kemur það fyiir, að veiði-
menn fá ál á stöng. Fyrir sjálfan mig hef-
ur það komið tvisvar sinnum, í fyrra
skiptið fyrir neðan Æðarfossa f Laxá í
Þingeyjarsýslu og hið síðara í svonefndri
Brennu hjá Hamarendum við Hvítá í
Borgarfirði.
Og það sögulega við Brennu-álinn var,
að hann tók flugul Ég var nýbyrjaður að
kasta og eitthvað að laga á hjólinu hjá
mér, en flugan var úti í ánni, rétt við
landið, og sökk til botns, meðan ég var
að þessu. Þegar ég ætlaði að fara að kippa
henni upp og kasta aftur, fann ég einhver
þyngsli, sem ég hélt að væri slý eða eitt-
hvað þvílíkt; en þetta reyndist vera áll,
líklega 25—30 sm. á lengd, eftir því, sem
mig minnir. Flugan var einkrækja, Black
dr. nr. 1.
Ég hélt þá að þetta væri einsdæmi, og
var auðvitað við því búinn, að þessari
veiðisögu yrði varlega trúað, eins og
sumum öðrum frásögnum okkar veiði-
manna; en síðar rakst ég á það í 11. hefti
Veiðimannsins, bls. 16, að áll hefur líka
veiðst á flugu í Englandi.
Flestir veiðimenn, sein hafa veitt
ál, munu vera sammála um að hann
sé ekki skemmtilegur fiskur á stöng.
Hann strikar hvorki né stekkur og
veitir enga mótspyrnu svo teljandi sé.
Við köllum hann ódrátt hinn mesta, þeg-
ar við erum á lax- eða silungsveiðum og
hann villist á færið hjá okkur.
Eitt sinn fór ég þó á laxveiðar upp í
Grímsá, með manni, sem hafði með sér
álalóð, sem hann hafði komið sér upp,
og fékk leyfi til að leggja hana í síkið
vestan við Ferjukot. Lét hann hana liggja
þar, að mig minnir einn eða tvo sólar-
hringa, en enginn var á henni állinn,
þegar við drógum. Þar með hætti hann
að hugsa um álaútgerð, enda átti hann
þá ekki eftir langa dvöl héma megin
grafar.
Það er enginn leikur að losa ál af öngli,
a. m. k. ekki ef farið er að því eins og
við lax eða silung. Hann vefur sig utan
um hendina á manni og jafnvel utan um
gimið, svo að varla er um annað að ræða
en að skera af honum hausinn til þess
að losa sjálfan sig úr „greipum" hansl
Ef til vill kunna einhverjir aðrir betri
ráð en ég, til þess að losa úr honum öng-
ulinn, en þetta reyndist mér bezt i þau
tvö skipti, sem ég hef þurft við ál að
etja.
Æviferill álsins er allur hinn furðu-
legasti, eins og ýmsir vita. Til skamms
tíma, eða fram yfir síðustu aldamót, vissu
menn ekki hvað af honum varð þegar
hann hélt til sjávar. En nú er upplýst, að
hann fer suður í Saragossahafið til þess
að auka kyn sitt og deyr að því loknu.
Talið er að um 150 tegundir af ál séu
til, en ekki verður farið nánar út í þá
sálma hér, þar sem ætlunin er aðeins að
segja nokkuð frá íslenzka álnum.
Veiðimadvrinn
23