Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 35
Verðlaunagripirtiir, sem afhentir voru d árshdtið SVFR (sbr. frásögn á bls. 30). Talið frá vinstri: Tveir
hinir fyrstu eru viðurkenningargripir, sem hlutaðeigendur fengu til eignar. Hinir eru: Sport-styttan, Hús-
mæðrabikarinn, Gdri og bikarinn, sem Verzl. Veiðimaðurinn gaf 1947.
vantað hér á landi, en þarna er sérstakt
og gagnlegt atriði til að bæta úr þessu,
nú þegar erlendir gestir sækja meira og
meira til landsins.
ALLT SEM AÐ KJAFTI KEMUR.
Um háttalag og ferðir álsins varð ekki
kunnugt fyrr en árið 1904, þegar danska
hafrannsóknaskipið Thor var við rann-
sóknir á Atlantshafi, vestur af Færeyjum.
Þeir fengu fyrstu álalirfurnar, sem fund-
ust á leið til Evrópulanda frá Sargossa-
hafinu.
Á meðan állinn er hér í vötnum, ám
og síkjum, er hann kallaður gulur áll.
Hann er álitinn meira rándýr en aðrir
fiskar og er mest á ferð á næturna í mat-
arleit og étur þá hvað sem að kjafti kem-
ur, jafnvel stálpaða silunga. Munnurinn
er stór og breiður, og állinn er sterkur
og snar í snúningum. Hann er sem sé
þannig útbúinn, að hann ged notfært
sér fæðuna sem bezt má verða, enda
þroskast hann og vex mjög ört.
Karlállinn er miklum mun minni en
kvenállinn. Fullþroska karláll er venju-
lega 70—80 cm. langur, en kvenállinn
aftur á móti yfir metri á lengd og eftir
Veiðimaðurinn
25