Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 36

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 36
því sver. Hefur hér veiðst kvenáll, sem var 120 cm. langur. Þegar hann nær kyn- þroskaaldri, tekur hann á sig miklar breytingar í útliti. Hann verður allur rennilegri. Þessi stóri munnur, og haus- inn verður oddmjór (torpedolaga), og jafnframt tekur hann á sig nýjan lit. — Þá er hann orðinn það sem Danir kalla „Blankál" (glansandi áll). Hann verður dökkur á bakinu en hvítur á kviðnum. Þá fer að koma órói í hann og hann legg- ur af stað niður í sjó, eins og til könnun- ar og til að finna lyktina af saltvatninu. Svo fer hann aftur upp í árnar, og svona getur þetta gengið sumarlangt. Þetta má t. d. sjá í Skerjafirði og að sjálfsögðu víðar hér á landi, og komið hefur fyrir, að stór glansandi áll hefur komið á lóð- ir Vestmannaeyjabáta. En þegar hér er komið, er hann að kveðja landið fyrir fullt og allt. Hann fer þvert yfir Atlantshafið aftur, til Sarag- ossahafsins þar sem hann er upprunn- inn, fæðir unga sína og deyr síðan. Álitið er, að hann fæði lifandi afkvæmi, þar Frá skriístohi S.V.F.B. SKRIFSTOFA félagsins að Bergstaða- stræti 12 B er opin alla mánudaga kl. 5—6,30 e.h. og miðvikudaga kl. 2—4 e.h. Frá og með 20. maí verður skrifstofan opin alla virka daga kl. 4—7 e.h. nema laugardaga kl. 10—12 f.h. sem hrogn hafa aldrei fundizt í honum, en í Saragossahafinu kemur lirfan eða yngsta afkvæmið upp að yfirborði sjáv- ar og að 50 m. dýpi, og er þá næfurþunn eins og pappírsblað. Síðan flýtur hún með golfstraumnum norður að ströndum Evrópu, og fer ört stækkandi á þeirri löngu leið, sem tekur um 3 ár. YFIR 15 M. BJARGVEGG. Það er margt einkennilegt við álinn, t. d. má geta þess, að hann fer alla leið upp í vötnin í Svisslandi, og þar sem ekki eru vötn, skríður hann eftir jörð- inni, ef svo ber undir, í næturdögginni. Vitað er til þess að hann hafi komizt upp 15 m. háan bjargvegg. En það einkenni- legasta er, þegar hann fer yfir malar- kamb til að komast upp í vötn, sem eng- in afrennsli eru frá. Þannig hagar t. d. við Sveinseyrarvatn í Dýrafirði. Einnig hefur verið tekið eftir þessu í Kallund- borgfirði í Danmörku, þar sem nú er höfn, en hefur verið tjörn til forna, en eyrin sem aðskilur tjörnina og fjörðinn, er sú sama og Kallundborg-radíóstöðin er byggð á. Það sem skeður enn þann dag í dag, er að álaseiðin fara yfir eyrina til að komast inn á höfnina, þó að nú sé ekk- ert því til hindrunar að fara inn um hafnarmynnið. Þetta hefur valdið vís- indamönnum miklum heilabrotum, og eru þeir ekki sammála um, hvers vegna állinn gerir þetta, hvort um erfðavenju eða eðlisávísun einhvers konar sé að ræða! Hvernig vita álaseiðin, þegar þau skríða á land, að það er vatn hinum megin fyr ir þau að lifa í? 26 Stjóm S.V.F.R. Veioimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.