Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 39

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Síða 39
ánni, heldur en laxinn. Þetta er skilj- anlegt, þegar athugað er, að silungur- inn velur staðinn frá sjónarmiði fæðu- öflunar, en laxinn (og sjóbirtingur að nokkru leyti) til hvíldar. Yfirleitt var stærsti silungurinn í breiðum hyljum, fyrir neðan mesta strauminn, og vildi auðsýnilega hafa nóg svigrúm. Við veidd- um mest á Sweep nr. 3—5, einkróka. Á ákveðnum stöðum þurfti mjög löng köst, og var það á fremur djúpum breið- um. Það þurfti að kasta fremur nákvæmt, en þessir staðir gáfu alltaf mjög vænan fisk, og einn kom í annars stað. Þar sem voru straumharðar, þröngar grynningar var aðeins smáfiskur. Af þessu er ég viss um það að silungur (urriði) er miklu staðbundnari í straumvatni heldur en í stöðuvatni. Við veiddum einnig í Mývatni, úr landi, og fékk ég þar nokkra 4—5 punda fiska, en þeir tóku ekki vel Sweep, held- ur ljósa, stóra lirfuflugu, sem var tek- in mjög fast. Allir stærri fiskarnir, bæði í ánni og vatninu, tóku mjög fast og gáfu laxi ekkert eftir nema í sambandi við úthaldið. Eftir þessa reynslu mína af silungs- veiði í straumvatni, tel ég öllu meiri vanda vera að veiða í stöðuvatni, því þar ferðast fiskurinn um mikið svæði, en þeir sem veiða oft í sama vatninu læra þó smám saman að þekkja ákveðna hluta vatnsins, þar sem fiskinn er helzt að finna, með tilliti til veðurfars, árstíma, vindáttar o.fl. Ég vil ljúka þessu greinarkorni á því, að minnast með aðdáun og þakklæti dvalar minnar á Hótel Reynihlíð; hinn- ar ljúfmannlegu og áhugasömu hjálp- ÓHUGNANLEG AÐKOMA Á VEIÐISTAÐ! ÞRÍR veiðimenn komu að þremur mönnum öðrurn við laxveiðar síðastlið- ið sumar. Þeir síðarnefndu voru búnir að veiða fimm laxa og höfðu sett þá lif- andi í svo grunnan leðjupoll, að vatn- ið huldi ekki fiskana. Þarna busluðu blessaðir konungar fiskanna og börðust fyrir lífi sínu. Aðspurðir, hvers vegna þeir rotuðu ekki fiskinn strax, svöruðu þeir því til, að því nýrri sem hann væri, því betra verð fengju þeir fyrir hann. Þetta var um hádegisbilið, þegar komið var að þessum fræknu veiðimönnum með lax- ana sína fimm í grunna leðjupollinum. Komumenn fóru á sina veiðistaði. Þegar þeir komu aftur um áttaleytið um kvöld- ið, var allt við það sama hjá hinum, sem geymdu laxana sína fimm í leðjupollin- um, nema hvað þrír laxar voru þá sjálf- dauðir en með hinum var lífsmark. Hvers vegna koma menn svona grimmdarlega fram við fórnardýr sín? Hvar er hjartað í brjósti þessara manna? Við vitum að það er ekki atvinna þess- ara manna að veiða lax. En er þetta tóm- stundagaman þeirra? Er þetta leyfilegt? Vhð skorum á alla veiðimenn og veiði- konur þessa lands, að sýna svo mikla drenglund að rota strax laxinn eða sil- unginn þegar búið er að landa honum. Er það til of mikils mælst? Þrir undrandi. semi og þægilegu framkomu hótelstjór- ans, alls starfsfólks og bóndans í Reyni- hlíð. Hótelið er fyrsta flokks. VlIBIMABURINN 29

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.